Velkomin á heimasíðu Guðmundar og Sigrúnar Staðarbakka Hörgársveit

Hjalti Þórhallsson ritstýrir

Hundarnir á Staðarbakka I:

Lappi 
f. 8. 12. 1996 á Hæl í Flókadal

Foreldrar: Skarði 77/97, frá Skarði, Lundarreykjadal og Skessa 76/97, frá Vatnsenda, Skorradal.

Hann er merkjakoli (e. border collie). Kynið á uppruna sinn að rekja til Englands og Skotlands en aldur þess er ekki þekktur með vissu. Bændur í Cheviot- og Galloway-héruðunum ræktuðu merkjakola til að kalla fram bestu smalahæfileika og greind sem á þeim tíma var völ á. Það var ekki fyrr en árið 1976 að afbrigðið komst á skrá hjá Breska hundaræktarsambandinu. Sum ræktunarfélög setja engin skilyrði vegna litar og útlits heldur aðeins geðslags, smalaeiginleika og heilbrigðis.
Merkjakoli er mest notaður til að smala sauðfé og nýtist vel til þess arna vegna hraða og snerpu í hreyfingum. Hann hleypur hraðar en kindur enda þarf hann þess til að ráða við þær í rekstri. Hann sækist eftir því að halda fé í hóp og rekur það gjarnan í átt að húsbónda sínum. Hann hefur einnig sannað sig sem leitarhundur fíkniefna, snjóflóðahundur og aðstoðarhundur fyrir t.d. fatlaða eða hreyfihamlaða. Merkjakoli nýtist til ýmissa leikja, svo sem flyball-, hlýðni- og hindrunarkeppni (e. agility).
Lappi fékk nafn sitt nánast sjálfkrafa; hann er með hvíta sokka og kraga, blesóttur og síðóttur. Reyndar hafði komið til greina að hundurinn Erill (1991-99) fengi Lappanafnið en vegna ofansagðs þótti það tilvalið fyrir Lappa. Hann kemur úr goti þar sem hann var stærsti hvolpurinn og sagt er að hann hafi verið í uppáhaldi á "æskuheimilinu" og þá einkum heimasætunnar. Hann var þriggja mánaða þegar hann kom til Staðarbakka, eftir langt og erfitt ferðalag. Greinarhöfundi er minnisstætt hve stór hann var orðinn; lappirnar gildar miðað við skrokkinn og loppurnar sem hrammar á hvítabirni! Auðvitað breyttust þessi hlutföll svo þegar hann stækkaði en hann er yfir meðallagi stór og þungur, ~25 kg.
Lappi er greindur og gerir ýmislegt vel í smölun, en skortir nokkuð góða tamningu; það verður þó að skrifast fremur á eigandann en hundinn. Hann hefur sýnt gífurlega snerpu og hraða eins og vænta má af merkjakola og stekkur fimlega yfir girðingar. Honum var strax sem hvolpi kennt að sækja bolta og er mjög áhugasamur í slikum leik þar sem bolta er kastað og hann sækir. Hann kemur (næstum) alltaf með boltann til baka; það fer eftir hvernig hann er stemmdur: ef hann er latur er hann líklegur til að leggjast niður með boltann og "tyggja" hann. Við endurtekin áköll leikfélagans, tekur hann þó oftast við sér, sérstaklega ef sagt er "takk" eða "komdu með vúmminn" ("vúmm" skilur hann sem bolta).

 

 Hann sýnir oft viðbrögð við breyttum aðstæðum, t.d. þegar heimilisfólk fer af bæ leggst hann í fleti sitt og lútir höfði þegar hann veit að húsbændurnir eru að fara. Má af því álykta að hann sé að tjá leiða sinn þegar mannfólkið yfirgefur hann. Lappi er blíðlyndur við heimafólk og elskur að því. Gestum sem hann þekkir tekur hann einnig mjög vel. Hann er hins vegar nokkuð tortrygginn við ókunnuga. Það felst í því að hann gerir þeim mannamun. Við flesta sættir hann sig fljótt, en suma virðist hann alls ekki þola, einkum börn og getur þá verið varasamur.

Brussa (upphafl. Doppa), f. 28. 11. 2000 á Staðarbakka II

Foreldrar: Bangsi, frá Staðarbakka II og Lóa (kölluð Táta), frá Reykjavík.

Hún er íslenskur fjárhundur en það er tegund hunda sem kom til Íslands á sínum tíma með landnámsmönnum. Íslenskir fjárhundar voru síðar fluttir til Bretlandseyja og voru þannig grunnurinn að baki Border Collie-hunda og ýmissa annarra hundategunda, s.s. Hjaltlenska fjárhundsins með blöndu við norska búhundinn. Aðaleinkenni íslensku hundanna eru hringað skott og sperrt eyru. Feldurinn er þykkur og vatnsfráhrindinn. Ekki er mikill munur á vetrar- og sumarfeldi og hárlos aldrei ört.
Halda mætti að Brussa hefði ekkert eiginlegt nafn. Hún hefur ýmist verið kölluð: Doppa, Brussa, Búrtíkin og Dússa ásamt ýmsum nöfnum sem ekki hæfir að nefna hér. Hún hefur talsvert fram að færa sem fjárhundur þótt hún hafi ekki fengið sérstaka þjálfun, heldur aðeins verið "með" í tilfallandi smölun á bænum. Brussa er nokkuð fjörmikil, blíðlynd og mannelsk.

 

Brussa (t.v.) og Lappi

 

Flettingar í dag: 36
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 184
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 62146
Samtals gestir: 16898
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 08:47:52
clockhere

Staðarbakki

Nafn:

Guðmundur Skúlason & Sigrún Franzdóttir

Farsími:

846 1589/615 1949

Afmælisdagur:

21. okt. og 6. febr.

Heimilisfang:

Staðarbakki

Staðsetning:

Hörgársveit

Heimasími:

462 6756

Um:

Við erum bændur á Staðarbakka og búum þar með sauðfé.

Kennitala:

211051-4509

Bankanúmer:

1187-26-10528

Tenglar