Velkomin á heimasíðu Guðmundar og Sigrúnar Staðarbakka Hörgársveit

Fréttir jan. 2014

30. jan. 2014

Það hefur nú alveg farist fyrir að setja inn á heimasíðuna þennan mánuðinn, en það er nú meiningin að reyna að bæta ögn úr því núna og setja eitthvað inn sem honum tilheyrir.

Í dag kom Stefán Lárus eftir hádegið til að setja bak í stigann upp á efri hæðina. Hann var áður búinn að sníða efnið að mestu til, svo við þurftum nánast bara að skrúfa bakfjalirnar á sinn stað. Við Sigrún eigum Stefáni margt að þakka, hann er alltaf boðinn og búinn ef eitthvað þarf að smíða og lagfæra.

29. jan. 2014

Það er nú rúm vika þar til sólin fer að láta sjá hér heima. Í dag skein hún glatt á Flöguselshnjúkinn og Flögukerlinguna, svona rétt til að láta mann vita af því að dag lengir um þetta gamal kunna „hænuskref“ dag hvern...  

...og hér er Drangi gamli með Kistu sér við hlið, skuggamegin í dalnum eins og jafnan áður. Þau eru óvenju veðurbarin núna, eða kannski væri réttara að segja snjóbarin, því eins og sjá má sér ekki á dökkan díl í þeim, þrátt fyrir að þau standi nánast veggbrött þarna upp í öllu sínu veldi. 

28. jan. 2014

Í kvöld fór ég á aðalfund Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps, sem haldinn var á Ytri Bægisá ll hjá þeim Stefáni Lárusi og Elísabetu.

Hér má sjá Guðmund á Þúfnavöllum fráfarandi formann félagsins, tala yfir fundarfólki í kvöld. Þeir Guðmundur og Viðar í Brakanda gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórarsetu. Í þeirra stað voru kjörnir Stefán Lárus Karlsson og Gestur Hauksson. Nánar um fundinn má sjá á heimasíðu félagsins http://saudur.123.is.

17. jan. 2014

Ég sæki Sigrúnu alltaf að ganga fjögur á föstudögum. Í dag fór ég nokkru fyrr í Kristnes til að fylgjast með æfingunum hjá þeim Sigrúnu og Helgu sjúkraþjálfara. Það þokast alltaf í rétta átt hjá Sigrúnu, en þetta er löng barátta og það þarf örugglega mikinn viljastyrk til að missa ekki móðinn, sem betur fer hefur Sigrún nóg af honum auk sinnar léttu lundar, sem er mikill kostur í svona ferli. 

5. jan. 2014

Nú er að verða búið jólafríið hennar Sigrúnar og komið að því að fara aftur á Kristnes í fyrramálið. Þetta er búið að ganga ljómandi vel og eins og sjá má á myndinni er hún farin að huga aðeins að matargerðinni. Hún er alltaf hress og glöð eins og hún hefur jafnan verið, þrátt fyrir sína fötlun. Fóturinn er nú óðum að fá styrk þannig að hún getur gengið smávegis við staf, en hendin hefur ennþá mjög lítinn mátt. Nú er bara að púla áfram í æfingunum á Kristnesi og Sigrún dregur svo sannarlega ekkert af sér við þær. 

....og það sprettur á þeim gamla...o já alltaf gott að hafa skjólið.


1. jan. 2014

Megi ljósið lýsa okkur um ókunnar stigur hins nýbyrjaða árs.

 

Flettingar í dag: 1
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 62
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 62173
Samtals gestir: 16911
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 01:03:45
clockhere

Staðarbakki

Nafn:

Guðmundur Skúlason & Sigrún Franzdóttir

Farsími:

846 1589/615 1949

Afmælisdagur:

21. okt. og 6. febr.

Heimilisfang:

Staðarbakki

Staðsetning:

Hörgársveit

Heimasími:

462 6756

Um:

Við erum bændur á Staðarbakka og búum þar með sauðfé.

Kennitala:

211051-4509

Bankanúmer:

1187-26-10528

Tenglar