Velkomin á heimasíðu Guðmundar og Sigrúnar Staðarbakka Hörgársveit

Fréttir ágúst 2014

 30. ágúst 2014

Nú í sumar hefur verið unnið að tímabæru viðhaldi á skilarétt sveitarfélagsins, sem staðsett er hér skammt fyrir norðan Staðarbakka. Það má segja að viðhaldi hafi verið lítið sinnt síðan fyrir HRUN, en nú var ákveðið að gera þar á bragabót.

En eins og sjá má á þessum myndum skorti nú eitthvað á smiðsaugað og yfirleitt á verksvit og hæfileika hjá þeim sem önnuðust verkið fyrir sveitarfélagið. Ég gerði alvarlega athugasemd við þetta verklag og kallaði að réttinni varaoddvitann og hann svo á oddvitann og leist þeim sem von var hörmulega á verkið. Í framhaldi af því gengu starfsmenn sveitarfélagsins í að rífa þetta aftur og smíða uppá nýtt og tókst það ágætlega. Auk  smíðanna var sett nýtt malarlag ofan í réttina og gert gott bílaplan við hana, en það var aldrei gegið almennilega frá því þegar réttin var byggð 1973. Sem sagt þetta endaði vel hvað frágang snertir, en það er meiri spurning með fjárhagshlið þessa dæmis? Hlýtur að kosta eitthvað að þurfa að vinna sama verkið tvisvar.

En eftir að hafa skoðað þessi hörmungarverk mannanna við réttarsmíðina, var ágætt að geta hvarlað augunum að sköpunarverki almættisins og hugsa að varla hafi nú verið hægt að gera þessa þessa stórbrotnu fjallasýn betri.

18. ágúst 2014

Seinni sláttur hafinn í mun skárra veðri en var í hinum fyrri þetta sumarið.

17. ágúst 2014

Í dag komu þessar kempur í heimsókn: Ingvi Rafn Jóhannsson og Hreiðar Aðalsteinsson báðir ættaðir úr Hörgárdalnum, en hafa nú búið og starfað lengst af á Akureyri. Ingvi sem rafvirki en Hreiðar var vörubílsstjóri.

Það kom náttúrlega ekki annað til greina en að taka lagið. Enda eru þeir félagar miklir söngmenn, hafa sungið í kórum nánast allt sitt líf og eru enn að. Fara til dæmis reglulega á öldrunarheimilin og syngja þar fyrir gamla fólkið, eins og þeir segja. Þeir syngja þar nú samt oft fyrir sér yngra fólk, enda báðir komnir vel yfir áttrætt. Það var alveg óskaplega gaman að fá þá Hreiðar og Ingva í heimsókn og auk söngsins var mikið spjallað og hlegið, enda alltaf stutt í húmorinn hjá þessum öðlingum.

10. ágúst 2014

Þrjár kátar á Glerártorgi: Abba, Hanna Dóra og Sigrún.

9. ágúst 2014 

Gríma gamla á beit í blómagarðinum, hún hefur hann nú að mestu fyrir sig.

 7. ágúst 2014

Þá er fyrri slætti lokið þetta árið. Við kláruðum að ganga frá rúllunum í dag. Heyin eru óvenju mikil að vöxtum, en eins og tíðarfarið hefur verið allan heyskapinn, eru gæðin ekki að sama skapi mikil. Bæði spratt úr sé vegna þess að maður koms ekkert áfram við heyskapinn vegna óþurrks og svo hraktist allt meira og minna eftir að slegið var. Sem sagt ömurlegt heyskaparsumar.

5. ágúst 2014

Þær systur Sólveig Lilja og Kristín Lára buðu okkur í afmælin sín í dag. Þetta var nú eins og milli afmæli þar sem Sólveig á afmæli 3. sept. og Kristín 30. júní. Snjallt hjá þeim að slá afmælunum saman og gaman að heimsækja þær engu að síður. (mynd BBS)

Þessi hópur hljóp frá Reykjum í Hjaltadal yfir Hjatadalsheiði að Staðarbakka í dag. Alls eru þetta 28,75 km, sem tók hópinn 5:47:24 klukkustundir að hlaupa. Byrjað var í 256 m hæð á Reykjum, hæst var farið í 1.036 m á Hjaltadalsheiði og endað í 288 m á Staðarbakka.

Felix Sigurðsson sem er með á myndinni og lét mér í té myndina og upplýsingar um ferðina, komst reyndar ekki í Skagafjörðinn þannig að hann fór á móti hinum héðan frá Staðarbakka og hitti þau rétt norðan við Skólameistaravörðuna.

Sá sem stóð fyrir þessu hlaupi er lengst til hægri og heitir Stefán Gíslason umhverfisverkfræðingur úr Borgarnesi, sem flestir kannast við af pistlum hans og spjalla á Rás 1.

Hann ákvað þegar hann varð fimmtugur að hlaupa 50 fjallvegi á Íslandi fyrir sextugt og þessi ferð var númer 37.

  3. ágúst 2014

Klárað var að rúlla það síðasta af fyrri slættinum í gær. Þetta er að ég held blautasti og ömulegasti heyskapartími, sem ég man. Núna er bara að hella sér í að ganga frá þeim rúllum sem eftir eru úti á túni. Á myndinni er Hákom Þór að virða fyrir sér þennan óvænta gest sem allt í einu birtist hér seinni partinn í dag. Það hefur ekki sést hér dúfa síðan ég var unglingur, fyrir margt löngu síðan, þá kom hér ein og tók saman við hænsnin á bænum í nokkrar vikur en hvarf svo jafn óvænt og hún kom.

Þessi dúfa er merkt og ef eigandinn sér þetta getur hann vitjað hennar hér.
Flettingar í dag: 66
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 57
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 61503
Samtals gestir: 16772
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 09:42:44
clockhere

Staðarbakki

Nafn:

Guðmundur Skúlason & Sigrún Franzdóttir

Farsími:

846 1589/615 1949

Afmælisdagur:

21. okt. og 6. febr.

Heimilisfang:

Staðarbakki

Staðsetning:

Hörgársveit

Heimasími:

462 6756

Um:

Við erum bændur á Staðarbakka og búum þar með sauðfé.

Kennitala:

211051-4509

Bankanúmer:

1187-26-10528

Tenglar