Velkomin á heimasíðu Guðmundar og Sigrúnar Staðarbakka Hörgársveit

Fréttir maí 2014

30. maí 2014

Hér er hann Doddi hjálparhellan mín þessa viku við sauðburðinn að fara að gefa ánum græna töðuna...
...en við Tryggur njótum veðurblíðunnar suður á Fossholti, þar sem betur sér fram dalinn en hérna frá bænum.

27. maí 2014

Enn eru stórir skaflar sumsstaðar á túnum, en það grænkar fljótt þegar tekur upp, enda klakalaus jörð og ágætis gróðrartíð.

19. maí 2014

Ég flutti hrútana fram í hólf í dag og gaf þeim rúllu þar. Veður er nú farið að batna verulega og snjó loksins farið að taka að einhverju marki.
Eins og sjá má eru þó enn miklar fannir alveg hér heim undir bæ.

17. maí 2014

Jósavin, Ásgeir og Gestur
Þá er Flögu-sauðburðurinn að taka enda þetta vorið (nema nokkrar uppbeiðslur) og þrátt fyrir kulda og snjó eru þessir kappar, sem hafa borið þungann og hitann þessa vikuna bara hressir að sjá.

4. maí 2014

Í dag var þessi flotti drengur, hann Gauti Heimir Arnarsson fermdur í Kirkerup kirkju í Slagelse í Danmörku. Hann varð fyrir því óhappi fyrir nokkrum dögum að detta og bráka á sér öxlina og varð því að vera með handlegginn í fatla. En sem betur fer var þetta ekki það alvarlegt að það hefði önnur áhrif á fermingardaginn, en sársaukann sem fylgir svona meiðslum. Eftir ferminguna var svo flott veisla heima. Amma og afi í sveitinni á Íslandi senda þér Gauti okkar innilegustu kveðjur og hamingjuóskir með daginn. Megi Guð og gæfan fylgja þér um ókomin ár elsku vinur.

2. maí 2014 

Óvæntir góðir gestir komu í dag: Ester og Hjalti.
Það er enn mikill snjór hér, en alautt hér neðar í sveitinni.
Nánast öll tún eru enn undir snjó og sumstaðar mjög þykkum.
Það þarf tæpast að slá þennan blómagarð næstu dagana.
Og ekki verða settar lambær í þetta hólf í náinni framtíð. Vaninn er að setja lambærnar hér í hólfið fyrst þegar þeim er hleypt út. Úffffff.......
Ojæja, þær hafa það gott ennþá og gæða sér á töðunni úr garðanum.

 

Flettingar í dag: 56
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 184
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 62166
Samtals gestir: 16906
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 21:07:12
clockhere

Staðarbakki

Nafn:

Guðmundur Skúlason & Sigrún Franzdóttir

Farsími:

846 1589/615 1949

Afmælisdagur:

21. okt. og 6. febr.

Heimilisfang:

Staðarbakki

Staðsetning:

Hörgársveit

Heimasími:

462 6756

Um:

Við erum bændur á Staðarbakka og búum þar með sauðfé.

Kennitala:

211051-4509

Bankanúmer:

1187-26-10528

Tenglar