Velkomin á heimasíðu Guðmundar og Sigrúnar Staðarbakka Hörgársveit

Fréttir maí 2013

31. maí 2013

  Þau tún eru nú farin að grænka sem eru lifandi eftir veturinn. Eins og sjá má á þessari mynd, er það svæði sem kalið er, mun stærra en það sem ekki hefur kalið til ólífis í vetur undir langvarandi svellalögum.

 

29. maí 2013

  Ég fór að heimsækja Sigrúnu í Kristnes í kvöld, núna yfir sauðburðinn hef ég reynt að fara til hennar annað hvert kvöld. Endurhæfingin gengur eins og við var að búast, hægum en öruggum skrefum. Þetta er eins og ég hef nú oft sagt áður, „langhlaup en ekki spretthlaup.“

 

14. maí 2013

 

  Í gærmorgun fór ég að fylgja Sigrúnu frá sjúkrahúsinu á Akureyri fram í Kristnes, þar sem hún mun dvelja næstu vikurnar í endurhæfingu. Ferðin gekk bara vel og vorum við Sigrún mjög ánægð með að nú er hafið nýtt skref í bataferli hennar. Í kvöld fórum við Sólveig og Tómas Leonard að heimsækja hana og eins og sjá má á myndinni ríkti gleði á stofu 1 á neðri hæðinni á Kristnesi. Tómas var mjög ánægður með að fá að lúlla hjá ömmu sinni og hún sagði að það væri besta meðalið sem hún gæti fengið, að hann kúrði nú aftur hjá henni.  

 

  Það hefur nú tekið nokkuð af snjónum síðustu dagana, það eru þó enn heilmiklir skaflar og snjófjöll hér í kringum hús, sem er afrakstur ófárra mokstursdaga þar sem snjórinn hefur verið fjarlægður frá húsum til að fá þar smá bletti sæmilega þurra. 

  Það er þó nokkuð misjafnt að horfa yfir sama landsvæðið eftir því úr hvaða átt er horft. Myndin hér að ofan er tekin hérna á hlaðinu á Staðarbakka, á henni sést að það eru miklar fannir á túnunum hér út að Flögu. Neðri myndin er hins vegar tekin af heimreiðinni í Flögu og þá sýnast túnin nánast auð. Skýringin er sú að snjóa lagði alla í vetur undan norðan stórhríðum og því liggur þetta svona.

 

 

 

Flettingar í dag: 74
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 57
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 61511
Samtals gestir: 16775
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 10:06:45
clockhere

Staðarbakki

Nafn:

Guðmundur Skúlason & Sigrún Franzdóttir

Farsími:

846 1589/615 1949

Afmælisdagur:

21. okt. og 6. febr.

Heimilisfang:

Staðarbakki

Staðsetning:

Hörgársveit

Heimasími:

462 6756

Um:

Við erum bændur á Staðarbakka og búum þar með sauðfé.

Kennitala:

211051-4509

Bankanúmer:

1187-26-10528

Tenglar