Velkomin á heimasíðu Guðmundar og Sigrúnar Staðarbakka Hörgársveit

Fréttir okt. 2012

30. okt. 2012
 

Þá virðist hann vetur konungur ætla að knýja dyra með látum, ef marka má spá veðurstofunnar, sem spáir fjögurra daga norðan stórhríð.

Við fórum því og smöluðum Flöguhólfin, en þar var stór hluti af ánum. Allar voru þær settar inn í Flögufjárhúsin og teknar úr ærnar, sem ekki eiga að vera þar í vetur og farið með hinar hingað heim og Bergærnar teknar hér úr og settar upp á Berg. Það er því allt féð komið inn og á sinn stað fyrir veturinn.

 
29. okt. 2012
 

Það spáir vonskuveðri nánast það sem eftir er vikunnar. Við létum lömb, hrúta og nokkrar ær, sem voru hér heima við inn í fyrrakvöld.

Á myndinni eru svo gimbrarnar að viðra sig og þurrka í ágætu veðri í dag og láta fara vel um sig í sundinu hérna á milli húsanna.

 
 
26. okt. 2012
 
Ída Guðrún Arnarsgóttir 3 ára

Þessi litla gella hún Ída Guðrún er 3 ára í dag.

Mamma hennar sendi okkur þessa mynd af afmælisbarninu og eins og sjá má er hún ansi kotroskin með daginn.

Við amma og afi í sveitinni á Íslandi sendum henni okkar bestu kveðjur um leið og við biðjum Guð að vernda hana um alla framtíð.

 
 
24. okt. 2012
 

Það eru að koma gestir!

Tvær skvísur með einn þeldökkan í eftirdragi og hundarnir vita ekkert hvernig þeir eiga að bregðast við þessari gestakomu.

 

Hvað er þetta á ekkert að taka á mót okkur með viðhöfn?

Ætli þessir hundar eigi einir heima hér?

Eða eru þeir ef til vill bara lífverðir tvífætlinga sem hér eiga heima?

 
15. okt. 2012
 

Það var bjart og fagurt haustveður í dag. Ég fékk Einar Gauta til að fara með mér í eftirleit hér fram í Hörgárdalsbotninn. Við fórum á dráttarvél fram á Háaleiti, sem er um 8 km. hér framan við, þaðan gengum við svo alveg fram í dalbotn. Enga kind sáum við, þannig að þetta svæði hefur alveg dauðhreinsast í öðrum göngum. Þetta var því bara hressandi göngutúr í haustblíðunni og heim komum við ekki fyrr en kl.að ganga 7 í kvöld mjög ánægðir með daginn.

Á myndinni sér til snævi þakins Illviðrahnjúks og Prestfjalls með Afglapaskarði sín á milli t.v.en hægra megin eru hlíðar Sandárhnjúks og Svínamýrar undir. Á hólnum skammt framan við myndatökumanninn má sjá eina af þeim fornu vörðum sem vísuðu ferðalöngum fyrr á tímum hina fjölförnu leið milli Hörgárdals og Hjaltadals yfir hinn illdæmda fjallveg Hjaltadalsheiði, sem er hægra meginn við Prestsfjallið.

Ég tók talsvert af myndum í eftirleitinni í dag og má sjá þær hér http://2110.123.is/photoalbums/236501/. Eins og sjá má á þeim sumum er enn talsvert mikill snjór fremst í dalnum síðan í mikla snjónum, sem gerði þann 10. september. Öll minni gil eru alveg full ennþá og það tekur örugglega ekki úr þeim snjóinn fyrr en verður komið langt fram á næsta sumar.

 
 
14. okt. 2012
 
Það var bjart og fagurt haustveður í dag. Ég fékk Einar Gauta til að fara með mér í eftirleit hér fram í Hörgárdalsbotninn. Við fórum á dráttarvél fram á Háaleiti, sem er um 8 km. hér framan við, þaðan gengum við svo alveg fram í dalbotn. Enga kind sáum við, þannig að þetta svæði hefur alveg dauðhreinsast í öðrum göngum. Þetta var því bara hressandi göngutúr í haustblíðunni og heim komum við ekki fyrr en kl.að ganga 7 í kvöld mjög ánægðir með daginn.
 
 
     8. okt. 2012
 
Tommi Leddi  Tommi Leddi í heimsókn hjá ömmu og afa. Hér er hann að hræða þau með því að þykjast vera galdrakall.
 
 
 
 
 
 

 
 


 
 
 
 
    6. okt. 2012

Birta og Brá  Í dag var rekið inn og ásetningsgimbrarnar valdar, það er mikið vandaverk. Fyrst eru þær valdar eftir tölulegum upplýsingum í fjárbókinni og síðan sérmerktar þegar lömbin eru vigtuð. Í dag voru þær síðan stigaðar og endanlega valdar eftir auganu. Þetta voru rúmar 70 gimbrar sem voru í þessari skoðun en 50 voru valdar úr þeim til lífs. Að meðaltali voru lífgimbrarnar 42,5 kg. og þær stiguðust upp á 8,6 fyrir frampart og 18,1 fyrir læri. Meðal heild fyrir þær í fjárvís er 167,9 og eru þar á bilinu frá 138,1 og upp í 210,2. 
Á myndinni eru tvær fallegar systur undan Kóng 09-294, sem er Púkasonur. Ég keypti Kóng lambið af Stefáni Lárusi á Ytri-Bægisá.
 

 
 
 
 
 
Hér eru þær svo mæðgurnar, hún Lipurtá mín og litla Lippa hennar. Þær eru gæfar og kelnar forystukindur, sem við höfum mikið uppáhald á. Eru þær ekki flottar?






 
 
 
 
 
 
 
 
Gauti kom enn eina ferðina í haust til að hjálpa okkur í kindastússinu. Hann hefur sem betur fer mjög gaman af að fást við þetta allt saman. Það er ómetanlegt að hafa hann, þennan góða ,,hauk í horni".
Hér eru þau Gauti og Sigrún kampakát eftir lífgimbravalið í dag.





 
 




    3. okt. 2012
 

Rabbi að ómmæla, Gestur heldur í hrútinn og Sigurður færir til bókar.  Það voru skoðaðir hér lambhrútar í dag. Auk heimahrúta kom Stefán Lárus með sína hrúta. Alls voru skoðaðir 44 hrútar. Þórður Sigurjónsson stigaði og Rafn Arnbjörnsson sá um að ómmæla bakvöðvann. Útkoman var ágæt og voru meðal heildarstig þessara 44 hrúta rétt um 85 stig. Hæst stigaðai hrúturinn fékk 88 stig, svo voru 4 hrútar með 87 og 87,5 stig og 10 hrútar með 86 og 86,5 stig. Það var því um þriðjungur hrútanna sem fengu 86 stig eða meira.
Af sæðingahrútum voru það Grábotni og Blakkur sem voru feður þeirra bestu.

 

 

 

 

 

Þetta er hrúturinn sem var sigurvegari dagsins. Hann er múmer 491 og er eign Hákonar Þórs Tómassonar. Hrútur þessi er undan Mjölni 11-227 og Salome 11-118, þannig að foreldrarnir eru báðir veturgamlir. Faðirinn Mjölnir var keyptur frá Skriðu í fyrra haust.
Tölurnar eru þannig: Þungi 47 kg. leggur 118 ómvöðvi 34 ómfita 3,5 og lögun vöðvans 4. Hann  stigaðist þannig: Haus 8 háls og herðar 9 bringa og útlögur 8,5 bak 9 malir 9 læri 19 ull 9 fætur 8 og samræmi 8,5 samtals 88 stig.

 Set svo hér inn ásetningshrútana okkar Sigrúnar.

Hrútur númer 500 einl. F. Snævar 10-875. M. Gulrófa 10-090. MF. Álfur 08-286 og MFF. Kveikur 05-965.

Þungi og mál:
52 kg. leggur 114 - ómv. 32 ómf. 3,0 óml. 4,0. 

Stigun:
8,0 - 9,0 - 9,0 - 9,0 - 9,0 - 18,5 - 7,5 - 8,0 - 8,5 alls 86,5 stig.



 

 

 

Hrútur númer 502 þríl. F. Gosi 09-850. M. Fála 05-585. MF. Neisti 04-146. MFF. Spakur 00-909. MMF. Lækur 97-843.

Þungi og mál:
49 kg. leggur 114 - ómv. 34 ómf. 1,6 óml. 4,5.

Stigun:
8,0 - 8,5 - 9,0 - 9,0 - 8,5 - 18,0 - 8,0 - 8,0 - 8,5 alls 85,5 stig
  

 

 

 

Hrútur númer 574 þríl. F. Kóngur 09-294. M. Iðunn 05-557. FF. Púki 06-807. MFF. Leki 00-880.

Þungi og mál:
52 kg. leggur 115 - ómv. 26 ómf. 2,7 óml. 4,0.

Stigun:
8,0 - 8,5 - 8,5 - 8,0 - 8,5 - 17,5 - 8,0 - 8,0 - 8,5 alls 83,5 stig.






 

 

 

 

Hrútur númer 619 tvíl. F. Kóngur 09-294. M. Toppa 08-887. FF. Púki 06-807. MFF. Moli 00-882.

Þungi og mál:
47 kg. leggur 108 - ómv. 33 ómf. 1,9 óml. 4,5.

Stigun:
8,0 - 8,5 - 9,0 - 9,0 - 9,5 - 19,0 - 8,0 - 8,0 - 8,0 alls 87,0 stig.



 

 

 

Hrútur númer 801 tvíl. F. Grábotni 06-833. M. Frökk 10-075. MFF. Krókur 05-803. MM. Iðunn 05-557.

Þungi og mál:
53 kg. leggur 110 - ómv. 30 ómf. 3,0 óml. 4,0.

Stigun:
8,0 - 8,5 - 9,0 - 9,0 - 9,5 - 18,5 - 7,5 - 8,0 - 8,0 alls 86,0 stig.




 

 

 

Hrútur númer 913 þríl. F. Kóngur 09-294. M Gnýpa 06-048. FF. Púki 06-807. MF. Hylur 01-883. MMF. Bessi 99-851.

Þungi og mál:
40 kg. leggur 110 - ómv. 30 ómf. 1,6 óml. 4,0.

Stigun:
8,0 - 9,0 - 9,5 - 8,5 - 9,0 - 18,0 - 9,0 - 8,0 - 8,0 alls 87,0 stig. 

Flettingar í dag: 121
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 31
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 61906
Samtals gestir: 16868
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 11:35:48
clockhere

Staðarbakki

Nafn:

Guðmundur Skúlason & Sigrún Franzdóttir

Farsími:

846 1589/615 1949

Afmælisdagur:

21. okt. og 6. febr.

Heimilisfang:

Staðarbakki

Staðsetning:

Hörgársveit

Heimasími:

462 6756

Um:

Við erum bændur á Staðarbakka og búum þar með sauðfé.

Kennitala:

211051-4509

Bankanúmer:

1187-26-10528

Tenglar