Velkomin á heimasíðu Guðmundar og Sigrúnar Staðarbakka Hörgársveit

Fréttir sept. 2016

     29. sept. 2016

Í dag var hér lambhrútaskoðun. Metnir voru 40 hrútar, sem komu bara vel út og fengu að meðaltali 84,7 stig. Hákon þór á þann hrút, sem hæst stigaðist með 88 stig.

Hér er allt að gerast: Birna Tryggvadóttir að ómmæla, Stefán Lárus íhaldsmaður, Eyþór Einars að stiga og Gestur, Helga og Gauti sjá um að þau hafi alltaf nóg að gera. Set ef til vill síðar inn fleiri myndir.

Hér koma myndir og yfirlit yfir þá lambhrúta sem settir voru á þetta haustið á Staðarbakka:

 

Hrútur númer 45 einl. F. Grímur 14-955. M. Naðra14-423. Í móðurætt má finna þessa sæðingahrúta ekki svo langt undan: Kveikur 05-965, Þrótt 04-991, Púka 06-907 og Garð 05-802.

 Þungi og mál:

 52 kg. leggur 108 - ómv. 35 ómf. 1,7 óml. 5,0. 

 Stigun:

 8,0 - 9,0 - 9,0 - 9,5 - 9,5 - 18,0 - 8,5 - 8,0 - 8,5 alls 88,0 stig.

Þessi hrútur hefur nú fengið nafnið Garpur 16-164 og er eign Hákons Þórs.

 

Hrútur númer 819 einl. F. Dreki 13-953. M. Fannhvít 11-156. Í móðurætt má finna þessa sæðingahrúta ekki svo langt undan: At 06-806, Hyl 01-883, Garð 05-802 og Bessa 99-851.

 Þungi og mál:

 58 kg. leggur 110 - ómv. 31 ómf. 4,5 óml. 5,0.

 Stigun:

 8,0 - 9,0 - 9,0 - 9,0 - 9,0 - 18,0 - 8,5 - 8,0 – 9,0 alls 87,5 stig.

Þessi hrútur hefur nú fengið nafnið Þrymur 16-161 og er eign Guðmundar og Sigrúnar

Hrútur númer 631 þríl. F. Grímur 14-955. M. Genta 11-152. Í móðurætt má finna þessa sæðingahrúta, ekki svo langt undan: At 06-806 og Garð 05-802.

 Þungi og mál:

 51 kg. leggur 104 - ómv. 32 ómf. 4,5 óml. 4,0.

 Stigun:

 8,0 - 9,0 - 9,0 - 9,0 - 9,0 - 18,5 - 8,0 - 8,0 - 8,0 alls 86,5 stig.

Þessi hrútur hefur nú fengið nafnið Freyr 16-160 og er eign Guðmundar og Sigrúnar.

 

Hrútur númer 302 tvíl. F. Hængur 10-903. M. Botna 13-320. Í móðurætt má finna þessa sæðingahrúta ekki svo langt undan: Grábotna 06-833 og Kveik 05-965

Þungi og mál:

55 kg. leggur 111 - ómv. 27 ómf. 4,5 óml. 4,5. 

Stigun:

8,0 - 9,0 - 9,0 - 8,5 - 9,0 - 18,0 - 8,5 - 8,0 - 8,5 alls 86,5 stig.

Þessi hrútur hefur nú fengið nafnið Glæsir 16-166 og er eign Hákons Þórs.

 

Hrútur númer 687 tvíl. F. Svanur 14-243. M. Drottning 13-358. Í ættum þessa hrúts má finna þessa sæðingahrúta, ekki svo langt undan: Hæng 10-903, Gaur 09-879, Grábotna 06-833 og Prjón 07-812.

 Þungi og mál:

 59 kg. leggur 112 - ómv. 28 ómf. 3,6 óml. 4,5.

 Stigun:

 8,0 – 8,5 - 9,5 – 8,5 - 9,0 - 18,0 - 8,0 - 8,0 – 8,0 alls 85,5 stig.

Þessi hrútur hefur nú fengið nafnið Prins 16-162 og er eign Guðmundar og Sigrúnar.

 

Hrútur númer 1038 tvíl. F. Blær 15-254. M. Sóló 14-415. Í ættum þessa hrúts má finna þessa sæðingahrúta, ekki svo langt undan: Blakk 07-865, Grábotna 06-833, Sokka 07-835 og At 08-806.

 Þungi og mál:

 47 kg. leggur 103 - ómv. 30 ómf. 3,8 óml. 5,0.

 Stigun:

 8,0 – 8,5 - 8,5 – 9,0 - 9,0 - 18,5 - 8,0 - 8,0 – 8,0 alls 85,5 stig.

Þessi hrútur hefur nú fengið nafnið Andvari 16-305 og er eign Gests Haukssonar

 

Hrútur númer 63 tvíl. F. Hængur 10-903. M. Húna 12-219. Mf.  Grábotni 06-833.

Þungi og mál:

53 kg. leggur 116 - ómv. 32 ómf. 3,6 óml. 4,5. 

Stigun:

8,0 – 8,5 – 8,5 – 9,0 - 9,0 - 18,0 - 8,0 - 8,0 - 8,0 alls 85,0 stig.

Þessi hrútur hefur nú fengið nafnið Klettur 16-165 og er eign Hákons Þórs.

 

Hrútur númer 144 tvíl. F. Hrappur 12-121. M. Ljót 11-103. Í ættum þessa hrúts má finna þessa sæðingahrúta, ekki svo langt undan: Blakk 07-865, Sokka 07-835, Krók 05-803, At 08-806, Garð 05-802, Leka 00-880 og Grím 01-928.

Þungi og mál:

43 kg. leggur 103 - ómv. 26 ómf. 2,9 óml. 4,5. 

Stigun:

8,0 – 8,5 – 9,0 – 8,0 - 9,0 - 18,5 - 8,0 - 8,0 - 8,0 alls 85,0 stig.

Þessi hrútur hefur nú fengið nafnið Kappi 16-161 og er eign Sigurðar og Margrétar

Hrútur númer 23 tvíl. F. Sörli 15-151. M. Snarrót 14-418. Í ættum þessa hrúts má finna þessa sæðingahrúta, ekki svo langt undan: Hæng 10-903, Sokka 07-835, Krók 05-803 og Grábotna 06-833.

Þungi og mál:

59 kg. leggur 113 - ómv. 28 ómf. 3,2 óml. 4,0. 

Stigun:

8,0 – 8,5 – 9,0 – 8,5 - 8,5 - 18,0 – 7,5 - 8,0 - 8,5 alls 84,5 stig.

Þessi hrútur hefur nú fengið nafnið Golti 16-163 og er eign Hákons Þórs.

 

Hrútur númer 238 tvíl. F. Örn 14-240. M. Fanndís 10-012. Í ættum þessa hrúts má finna þessa sæðingahrúta, ekki svo langt undan: Gaur 09-879, Sokka 07-835, Krók 05-803 og Kveik 05-965.

Þungi og mál:

52 kg. leggur 109 - ómv. 29 ómf. 3,4 óml. 5,0. 

Stigun:

8,0 – 8,5 – 9,0 – 8,5 - 8,5 - 17,5 – 8,0 - 8,0 - 8,0 alls 84,0 stig.

Þessi hrútur hefur nú fengið nafnið Krapi 16-162 og er eign Sigurðar og Margrétar.

Hrútur númer 39 tvíl. F. Bekri 12-911. M. Dísella 14-409. Í móðurætt þessa hrúts má finna þessa sæðingahrúta, ekki svo langt undan: Grábotna 09-833, Krók 05-803 og Kveik 05-965.

Þungi og mál:

50 kg. leggur 109 - ómv. 28 ómf. 3,3 óml. 4,5. 

Stigun:

8,0 – 8,5 – 8,5 – 8,5 - 8,5 - 17,5 – 8,0 - 8,0 - 8,0 alls 83,5 stig.

Þessi hrútur hefur nú fengið nafnið Börkur 16-160 og er eign Sigurðar og Margrétar.

Þá eru nú þessir höfðingjar upp taldir.

       27. sept. 2016 

........Haustsól.........

     23. sept. 2016


Haustblær kominn á náttúruna og Flöguselshnjúkur gamli farinn að grána.

     16. sept. 2016

Farið var í aðrar göngur hér fram á Hörgárdalinn og hér má sjá minn reiðskjóta og Hákon Þór með sinn, sem reyndist nú sínu betri við þessar aðstæður.

     9. sept. 2016

Það var réttað hér í dag í blíðskaparveðri. Féð sýnist koma vel undan sumri og lömb vera með vænsta móti.

Hér heldur Hákon Þór í útigenginn veturgamlan hrút, sem reyndist vera frá Þverá í Akrahreppi.


Að loknum réttarstörfunum hafði Gauti kokkur til ljómandi steik handa okkur.

     8. sept. 2016

Fyrstu göngur voru gengnar hér að vastanverðu í Hörgárdalnum og Flögudal í dag. Hér má sjá það nauðsynlegasta, sem einn smali þarf að hafa með sér í göngurnar: Sjónauka, staf og fjárhund. Þetta er hann Tryggur minn, sem hefur fylgt mér undanfarin nokkur haust.

Þetta er hins vegar hann Lubbi minn sem er nú bara á fyrsta árinu. Hér er hann að njóta morgunsólarinnar, meðan við bíðum eftir gangnamönnunum af Sandárdalnum. Eins og sjá má er sólin nýlega komin upp og sleikir því aðeins þúfnakollana. Við fórum óvenju snemma í göngurnar í morgun, vegna slæmrar veðurspár, sem gerði ráð fyrir hvassviðri og rigningu um hádegi. Það var því lagt upp um klukkan 5:30 þannig að smalarnir yrðu komnir á sýn svæði þegar sauðljóst yrði. Þetta borgaði sig sannarlega. Það var glampandi sól og blíða fram um 11 en þá breyttist veðrið skyndilega þannig að það var komið hálfgert slagviðri milli 12 og 13. Við vorum svo komin að laust fyrir 14 og allir himinnlifandi að farið var þetta snemma í morgun, því enginn kærði sig um að vera lengur úti í þessu veðri.

     8. sept. 2016

         Þá eru göngurnar að hefjast enn eitt árið     

Smalarnir að gera sig klára í morgun. Anton Berg stiginn í hnakkinn alveg klár.

Og svo er bara að leggja íann.

Hér er svo fótgönguliðið, sem fór á dráttarvélinni og gamla vagninum.

Allir komnir fram á Háaleiti, þar sem gangnaforinginn raðar gangnamönnunum í göngurnar. Greyið hann vantar á myndina......

 
......en honum til sárabótar eru hér bestu vinir hans Tryggur og Lubbi. Því má svo bæta við að það gekk ljómandi vel í afbragðs veðri.

     5. sept. 2016

            Tómas Leonard 9 ára.

 
 

 

 

 

Flettingar í dag: 17
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 141
Gestir í gær: 58
Samtals flettingar: 61943
Samtals gestir: 16884
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 10:16:57
clockhere

Staðarbakki

Nafn:

Guðmundur Skúlason & Sigrún Franzdóttir

Farsími:

846 1589/615 1949

Afmælisdagur:

21. okt. og 6. febr.

Heimilisfang:

Staðarbakki

Staðsetning:

Hörgársveit

Heimasími:

462 6756

Um:

Við erum bændur á Staðarbakka og búum þar með sauðfé.

Kennitala:

211051-4509

Bankanúmer:

1187-26-10528

Tenglar