Velkomin á heimasíðu Guðmundar og Sigrúnar Staðarbakka Hörgársveit

Sauðfjársamningur gildir frá 1.1. 2008

S A M N I N G U R

um starfskilyrði sauðfjárræktar.

 

Landbúnaðarráðherra og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands annars vegar og Bændasamtök Íslands hins vegar, gera með sér eftirfarandi samning um starfsskilyrði sauðfjárræktar á grundvelli 30. gr. laga nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum með síðari breytingum.

1. gr.

Markmið.

1.      Markmið samningsins eru eftirfarandi:

1.1.   Að efla sauðfjárrækt sem atvinnugrein og bæta afkomu sauðfjárbænda.

1.2.   Að stuðla að nýliðun í hópi sauðfjárbænda og styrkja búsetu í dreifbýli.

1.3.   Að sauðfjárrækt sé stunduð í samræmi við umhverfisvernd, landkosti og sjálfbæra landnýtingu.

1.4.   Að örva markaðsvitund bænda og afurðastöðva og halda jafnvægi milli framleiðslu og eftirspurnar.

1.5.   Að stuðla að framþróun í sauðfjárrækt.

 

2. gr.

Hugtök.

2.1. Beingreiðslur

Tiltekin fjárhæð, sem ákveðin er í gr. 4.1 og skiptist milli lögbýla eftir greiðslumarki

þeirra.

2.2 Greiðslumark lögbýla

Greiðslumark lögbýla er tiltekinn fjöldi ærgilda, sem ákveðinn er fyrir hvert lögbýli, sbr. gr. 3.2 og veitir rétt til beingreiðslu úr ríkissjóði.


2.3 Vetrarfóðruð kind

Ær, hrútar, sauðir og lömb sem sett eru á vetur og talin fram á búfjáreftirlitsskýrslu.


2.4 Gæðastýrð sauðfjárframleiðsla

Dilkakjöt sem framleitt hefur verið eftir kröfum um velferð búfjár, sjálfbæra landnýtingu og hollustu afurða.

 

3. gr.

Greiðslumark sauðfjárbúa og beinar greiðslur.

3.1 Heildargreiðslumark

Heildargreiðslumark sauðfjár er samanlagt greiðslumark lögbýla 31. desember 2007 samkvæmt skráningu Landbúnaðarstofnunar alls 350.857 ærgildi.

 

Réttur til jöfnunargreiðslna, eins og þær eru skilgreindar í 40. gr. laga nr. 99/1993, sbr. 9. gr. laga nr. 88/2000, sem úthlutað var frá og með 1. janúar 2001, skulu frá og með gildistökudegi samnings þessa umreiknaðar í greiðslumark með eftirfarandi hætti: Greiðslur til hvers framleiðanda árin 2004, 2005 og 2006 skal reikna til verðlags 1. janúar 2007. Að því loknu skal velja tvö bestu árin hjá hverjum framleiðanda og síðan meðaltal þeirra. Á grundvelli þessa verði 17.600 ærgildum skipt hlutfallslega milli framleiðenda og bætt við heildargreiðslumark 31. desember 2007. Réttur til úthlutunar fellur niður hafi framleiðslu verið hætt árið 2007. Heildargreiðslumark 1. janúar 2008 er því 368.457 ærgildi.

3.2 Greiðslumark lögbýla

Greiðslumark er bundið við lögbýli og skal skráð í einu lagi, nema um fleiri sjálfstæða rekstraraðila sé að ræða, sem standa að búi. Þar sem fleiri aðilar standa saman að búrekstri skal slíkt sérstaklega skráð hjá Landbúnaðarstofnun. Greiðslumark lögbýla þann 1. janúar 2008 miðast við greiðslumark eins og það er skráð hjá Landbúnaðarstofnun þann. 31. desember 2007, að viðbættum umreiknuðum jöfnunargreiðslum sbr. 2. mgr. gr. 3.1.

 

3.3 Skráning og viðskipti með greiðslumark

Landbúnaðarstofnun heldur skrá yfir greiðslumark lögbýla, sérskráð greiðslumark og handhafa greiðslumarks og staðfestir breytingar á skráningu.


Greiðslumark getur flust milli lögbýla. Ávallt þarf samþykki þinglýstra eigenda fyrir framsali greiðslumarks. Sé ábúandi annar en eigandi lögbýlis þarf samþykki beggja fyrir framsali greiðslumarks.

 

Leiguliða er heimilt að kaupa greiðslumark á lögbýli og skal það sérstaklega skráð á nafn hans. Leiguliða er heimilt að framselja sérskráð greiðslumark án samþykkis jarðareiganda. Þó skal jarðareigandi eiga forkaupsrétt við ábúðarlok.

 

Framsal greiðslumarks tekur gildi 1. janúar ár hvert og greiðast beingreiðslur út á keypt greiðslumark frá sama tíma. Tilkynna skal Landbúnaðarstofnun um framsal fyrir 15. janúar ár hvert vegna greiðslna fyrir viðkomandi ár.

 

3.4 Skerðing beingreiðslna

Til að fá fullar beingreiðslur þarf handhafi að eiga að lágmarki 0,6 vetrarfóðraðar kindur fyrir hvert ærgildi greiðslumarks. Landbúnaðarráðherra ákveður árlega, að fengnum tillögum framkvæmdanefndar búvörusamninga, hlutfall vetrarfóðraðra kinda á hvert ærgildi sem þurfa að vera skráð á forðagæsluskýrslum til þess að viðkomandi greiðslumarkshafi hljóti fullar beingreiðslur. Nái ásetningur ekki því lágmarki skerðast beingreiðslur hlutfallslega. Ef greiðslumark lögbýlisins er skipt á fleiri en einn rekstraraðila, þá skal miðað við greiðslumark og ásetning hvers rekstraraðila fyrir sig.


Á lögbýlum þar sem búfjárbeit kemur í veg fyrir eðlilega framkvæmd uppgræðslu eða veldur of miklu álagi á beitiland, er ráðherra heimilt að ákveða lægra ásetningshlutfall að fenginni umsögn Landgræðslu ríkisins og/eða Skógræktar ríkisins, enda verði samhliða ráðist í að bæta beitarskilyrði. Umsóknum um slíka undanþágu skal skila til framkvæmdanefndar búvörusamninga. Þá getur ráðherra ákveðið að víkja frá framangreindu ásetningshlutfalli hjá framleiðendum sem hafa skorið niður fé til útrýmingar sjúkdómum.


Landbúnaðarstofnun er heimilt að skerða eða fella niður beingreiðslur ef sauðfjárbóndi gefur rangar upplýsingar um ásettan fjölda sauðfjár eða stundar ólöglega sölu eða dreifingu á kjöti af heimaslátruðu sauðfé.

 

3.5 Beingreiðslur eftir búskaparhlé

Falli beingreiðslur niður vegna fjárleysis heldur viðkomandi lögbýli engu að síður greiðslumarki sínu á samningstímanum. Beingreiðslur hefjast að nýju þegar bústofn er aftur tekinn á jörðina.

 


 

3.6 Eftirstöðvar beingreiðslna

Beingreiðslur sem lausar eru án samninga um búskaparlok skulu renna til markaðsstarfs á vegum framleiðenda kindakjöts, eftir ákvæðum gr. 4.4.

 

4. gr.

Framlög ríkisins og skipting þeirra.

Ríkissjóður greiðir á samningstímanum framlög sem hér segir:

 

Ár

Heildarfjárhæðir

Beingreiðslur

Gæðastýring

Ullarnýting

Markaðsstarf og birgðahald

Svæðisbundinn stuðningur

Nýliðun- og átaksverkefni

2008

3.348

1.716

898

300

311

43

80

2009

3.318

1.716

898

300

281

43

80

2010

3.288

1.716

898

300

251

43

80

2011

3.257

1.716

898

300

220

43

80

2012

3.227

1.716

898

300

190

43

80

2013

3.197

1.716

898

300

160

43

80

 

4.1 Beingreiðslur

Beingreiðslur skiptast í níu jafnar greiðslur sem greiðast mánaðarlega frá janúar til september þó þannig að janúargreiðsla greiðist með febrúargreiðslu.

 

4.2 Gæðastýring

Gæðastýringarframlag (álagsgreiðslur) er greitt á tiltekna gæðaflokka dilkakjöts frá framleiðendum sem uppfylla skilyrði reglugerðar um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu eins og hún er á hverjum tíma. Gjalddagar fyrir framleiðslu skulu vera tveir á ári.  Lokauppgjör ársins skal fara fram fyrir 5. febrúar næsta ár á eftir. Samningsaðilar eru sammála um að fram fari endurskoðun á reglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu nr. 175/2003 fyrir gildistöku samnings þessa.

4.3 Ullarnýting

Ráðstöfun fjár vegna nýtingar á ull er í umsjón Bændasamtaka Íslands.

 

4.4 Markaðsstarf og birgðahald

Ráðstöfun fjár vegna markaðs og birgðahalds er í umsjón Bændasamtaka Íslands.  Heimilt er að verja fjármagninu m.a. til eftirfarandi verkefna:

·         Til að greiða bændum álag vegna slátrunar utan hefðbundins sláturtíma

·         Til að standa straum af hluta kostnaðar vegna birgðahalds

·         Til markaðssetningar sauðfjárafurða

 

4.5 Nýliðunar- og átaksverkefni

Á fyrsta ári samnings þessa skal verja 80 m.kr. til nýliðunar og átaksverkefna í sauðfjárrækt. Til nýliðunar í stétt sauðfjárbænda verði varið 35 m.kr., m.a. í formi styrkja til bústofnskaupa, bæði til frumbýlinga og við ættliðaskipti á bújörðum. Þá verða 30 m.kr. nýttar til að styðja kennslu, rannsóknir, leiðbeiningar og þróun í greininni, t.d. vegna gæðastýringar og lífrænnar framleiðslu. Loks skal árlega veita allt að 15 m.kr. til stuðnings við endurræktun og jarðrækt. Ráðstöfun þessa fjár er í höndum Bændasamtaka Íslands.  

 

 


 

4.6 Búskaparlok

Bændur á lögbýlum með greiðslumark, sem eru orðnir 64 ára, eiga kost á að gera samning um búskaparlok. Í samningi skal kveða á um afléttingu ásetningskyldu, gegn rétti á óskertum beingreiðslum út gildistíma samnings þessa.

 

4.7 Svæðisbundin stuðningur

Til þeirra aðila sem nú hljóta greiðslur til stuðnings sauðfjárræktar, á svæðum sem skilgreind hafa verið sérstaklega háð sauðfjárrækt, sbr. reglur landbúnaðarráðuneytisins nr. 552/2005, skal árlega verja fjárhæð, sbr. töflu í 4. gr. Stuðningurinn er háður því að viðkomandi sé skráður ábúandi með lögheimili á lögbýli sem rétt á til úthlutunar samkvæmt framangreindum reglum. Ekki er skilyrði að þeir sem stuðnings njóta stundi sauðfjárrækt. Réttur samkvæmt þessari grein skal vera óframseljanlegur og bundinn við lögbýli. Landbúnaðarráðuneytið setur nánari reglur um greiðslur samkvæmt þessari grein.

 

5. gr.

Framleiðsla og afurðaverð.

5.1 Útflutningsskylda

Frá og með 1. janúar 2008 skal undanþága framleiðenda sem hafa haft 0,7 vetrarfóðraðar kindur eða minna á hvert ærgildi greiðslumarks frá útflutningsskyldu skv. 6. mgr. 29. gr. laga nr. 99/1993 falla niður. Framleiðendur er undanþegnir verða útflutningsskyldu haustið 2007, bera þó helming álagðrar útflutningsskyldu árið 2008.

 

Frá og með 1. júní 2009 fellur útflutningsskylda kindakjöts skv. 29. gr. laga nr. 99/1993 brott. Fram til 1. júní 2009 gilda ákvæði 5. mgr. 29. gr. laga nr. 99/1993 um útflutning á dilkakjöti, eftir því sem við á.

 

5.2 Afurðaverð
Landssamtökum sauðfjárbænda er heimilt að gefa út viðmiðunarverð.

Verð fyrir framleiðsluna er samningsatriði milli sauðfjárbænda og sláturleyfishafa.

 

6. gr.

Endurskoðun, framkvæmd og gildistími samnings.

6.1 Um fjárhæðir

Allar fjárhæðir í samningi þessum skulu miðaðar við verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs 1. janúar 2007, sem var 266,2 stig, og taka breytingum mánaðarlega þaðan í frá samkvæmt vísitölu neysluverðs.

 

6.2 Breyting og endurskoðun

Aðilar samnings þessa geta á gildistíma hans hvor um sig óskað eftir viðræðum um endurskoðun á einstökum atriðum hans. Verði af hálfu beggja samningsaðila fallist á breytingu skulu þær gerðar skriflega sem viðauki við samning þennan.

 

6.3 Eftirlit með samningi

Bændasamtök Íslands skulu setja verklagsreglur um úthlutun greiðslna samkvæmt samningi þessum. Bændasamtök Íslands skulu árlega skila yfirliti til landbúnaðarráðuneytisins um heildarfjárhæðir greiddra framlaga og skulu fjárhæðir vera sundurliðaðar á milli verkefna eða viðfangsefna sem framlags geta notið samkvæmt samningi þessum.

 

Verði fjárhæðum samkvæmt liðum 4.3, 4.4 og 4.5 ekki ráðstafað innan þeirra liða, samkvæmt verklagsreglum um úthlutun, er Bændasamtökum Íslands, að fengnu samþykki landbúnaðarráðherra, heimilt að færa til greiðslur milli þeirra. Heimilt er að geyma fjármuni á milli ára.

 

Reglur um ráðstöfun fjár samkvæmt liðum  4.3., 4.4. og 4.5 skulu öðlast staðfestingu landbúnaðarráðherra.

 

6.4 Fyrirvarar um nauðsynleg samþykki

Samningur þessi er undirritaður f.h. ríkisstjórnar Íslands með fyrirvara um nauðsynlegar lagaheimildir Alþingis og f.h. Bændasamtaka Íslands og Landssamtaka sauðfjárbænda með fyrirvara um samþykki í almennri atkvæðagreiðslu.

 

6.5 Fyrirvari vegna WTO samninga

Samningur þessi er gerður með fyrirvara um hugsanlegar breytingar á þjóðréttarlegum skuldbindingum Íslands sem kunna að leiða af niðurstöðu samningaviðræðna á vettvangi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO). Þegar yfirstandandi samningaviðræðum innan WTO lýkur skal samningur þessi endurskoðaður þannig að stuðningsfyrirkomulag ríkisins við íslenskan landbúnað rúmist hverju sinni innan þeirra heimilda sem skuldbindingar Íslands á vettvangi WTO kveða á um.

 

6.6 Framkvæmd og gildistími

Samningurinn gildir frá 1. janúar 2008 til 31. desember 2013. Framkvæmdanefnd búvörusamninga hefur umsjón með framkvæmd samnings þessa. Samningurinn er gerður í fjórum samhljóða eintökum og skulu Bændasamtök Íslands halda einu, Landssamtök sauðfjárbænda einu, landbúnaðarráðherra einu og fjármálaráðherra einu.

 

 

Reykjavík,  25. janúar 2007.

 

F.h. Bændasamtaka Íslands                            F.h. ríkisstjórnar Íslands

 

 

_________________________                      _____________________________

Haraldur Benediktsson                       Guðni Ágústsson                                                                                                        landbúnaðarráðherra

                                                                                               

__________________________                               

            Jóhannes Sigfússon                                                                                                                                                                 ______________________________

                                                                        Árni M. Mathiesen

__________________________                    fjármálaráðherra

            Fanney Ólöf Lárusdóttir

 

 

___________________________

            Gunnar Sæmundsson

 

 

__________________________

            Jóhanna Pálmadóttir

 

Flettingar í dag: 30
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 141
Gestir í gær: 58
Samtals flettingar: 61956
Samtals gestir: 16886
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 16:31:42
clockhere

Staðarbakki

Nafn:

Guðmundur Skúlason & Sigrún Franzdóttir

Farsími:

846 1589/615 1949

Afmælisdagur:

21. okt. og 6. febr.

Heimilisfang:

Staðarbakki

Staðsetning:

Hörgársveit

Heimasími:

462 6756

Um:

Við erum bændur á Staðarbakka og búum þar með sauðfé.

Kennitala:

211051-4509

Bankanúmer:

1187-26-10528

Tenglar