Velkomin á heimasíðu Guðmundar og Sigrúnar Staðarbakka Hörgársveit

Fréttir maí 2008

    31. maí 2008

Skógarþrastarhreiður 31. maí 2008  Það eru fleiri en lömbin smá, sem  upplifa sínar fyrstu stundir í fjárhúsunum þessa dagana. Skógarþrastarpar gerði sér þar hreiður fyrir nokkru síðan og nú eru komnir ungar úr eggjunum og foreldrarnir í miklum önnum við að bera orma í sí svanga munna afkvæmanna. Vonandi hoppa ungarnir ekki úr hreiðrinu fyrr en ferfættir íbúar fjárhúsanna eru á bak og burt, því annars kann nú að verða tvísýnt um þeirra framtíð.



    30. maí 2008

  Þá er nú farið að síga verulega á sauðburðinn. Síðasta ærin í Flögu bar í fyrrinótt, enn eru þó eftir tæpar 50 ær hér heima. Burðurinn hefur gengið vel og lítið þurft að hjálpa, enda bera langflest lömbin rétt að og þá þarf nú lítið að hjálpa þeim við að komast í heiminn. Veðráttan hefur verið ágæt undanfarið, fremur milt og nánast úrkomulaust. Anton var að hjálpa okkur í dag að flytja lambær héðan heimanað í Flögu og við rákum líka í Nýjabæ, alls 56 ær.

Herbalife dregið í sprautuna  Gott er að taka upp á einhverjum nýjungum á hverjum sauðburði! Nú er það Herbalife sem gildir. Eru ekki háttvirtir neytendur alltaf að kvarta undan blessaðri lambafitunni og hvað er þá betra en að byrgja fitubrunninn áður en blessað fjallalambið fellur í hann. Herbalifið er hrært út í ABmjólk og hverju lambi gefnir 5 ml. af þessari kostablöndu í senn, eins oft og þurfa þykir.






Lambi gefin Herbalife blanda  Sjá svona skal gefa blönduna og bestur árangur mun nást ef ærin fylgist með af velþóknun og er reiðubúin til að leggja sitt af mörkum til að þetta takist sem best t.d. með góðri eftirfylgni með því að velja sér sumarhaga þar sem vex fituskertur háfjallagróður.









Bóndinn fær sinn skammt  Þá má ekki gleyma því, ef bóndinn sjálfur er í feitari kantinum (eins og sumir) er tilvalið að hann fái sér einn skammt með hverju lambi.
  Sem sagt allsherjar átak í fjárhúsunum.
  Bravó!










    22. maí 2008

Lena hjálpar á að bera og Gestur aðstoðar  Hér eru þau Lena og Gestur að hjálpa á að bera. Þau eru nú horfin á braut. Lena er búin að vera hér að hjálpa okkur við sauðburðinn síðan að kvöldi 19. maí og Gestur hefur komið á kvöldin og tekið næturvaktirnar með henni. Það er búið að vera frábært að hafa þau og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir hjálpina.
  Fleiri myndir frá veru þeirra má sjá undir: Myndaalbúm > Ýmis bústörf o.fl. > Lena og Gestur ......
  Í dag kom svo Jón Birgir og ætlar hann að vera fram á helgi.
  Burðurinn gengur bara tiltölulega vel, enda veður gott og spáir enn betra og hlýrra næstu daga.



    20. maí 2008

Lena og Snerill fá sér blund  Sauðburðurinn þokast áfram og gengur þokkalega. Enda veðrið bærilegt, nema kannski í gær því það ringdi talsvert mikið, en hitinn var nú um 10° þannig að þetta var nú allt í lagi.
  Í gærkveldi kom Gestur með Lenu Trennert, þýska stúlku sem var í Þríhyrningi í fyrra og er nú komin til Íslands aftur í nokkra daga, sem hún ætlar að skipta í sauðburðinn í Þríhyrningi og hérna hjá okkur. Hún fór beint á næturvaktina og tók á móti nokkrum lömbum í nótt, en þegar ég kom út í morgun var stund milli stríða í burðinum, þannig að hún og Snerill vinur hennar höfðu fengið sér blund í einni heyrúllunni og náði ég þessari sætu mynd af þeim þar.
  Sara Hrönn kom líka í heimsókn í gærkveldi, að líta á búskapinn.


    18. maí 2008

Hádegisverðarsteikin snædd 17. maí 2008

  Nú eru ærnar bornar í Flögu, nema uppbeiðslur og burður er aðeins að byrja hér heima. Veðurfar er nokkuð þokkalegt þessa dagana, hæg austan átt eða alveg logn, sólarlítið og aðeins súld annað slagið. Hitastigið er þetta 10 - 12° yfir hádaginn, en heldur svalara á nóttunni.  Það grær vel þessa dagana þannig að tún eru að verða nokkuð græn yfir að líta og farinn að sjást litur í úthaga.
  Við fengum ágætis aðstoð yfir helgina: Doddi kom á föstudagskvöldið og fór aftur í kvöld. Og Ásgerður og Dóra Margrét voru að hjálpa okkur í gær. Þá var meðfylgjandi mynd tekin við hádegisverðarborðið. 


     15. maí 2008

Krókur 05-150  Í dag komu þeir: Jón Viðar Jónmundsson ráðunautur og Sigurður Sigurðarson dýralæknir. Þeir voru að líta á tvo hrúta og taka blóð úr þeim  til rannsóknar, vegna hugsanlegrar töku þeirra inn á sæðingarstöð næsta haust. Þetta eru hrútarnir Krókur 05-150 og Garður 05-254.






    12. maí 2008

Nestisstund í Flögufjárhúsunum  Sauðburðurinn í Flögu er nú að verða langt kominn. Í kvöld voru þar eftir 15 ær fyrir utan þær sem hafa beitt upp. Sjálfur burðurinn hefur gengið vel, þannig að lítið hefur þurft að hjálpa ánum við burðinn. En þetta er hrikalega erfitt þegar maður er kominn af léttasta skeiði, ekki hvað síst þegar vorhretin dynja yfir. Eins og komið hefur fram fengum við ómetanlega hjálp um helgina, þegar okkar ágætu vinir Ragna Kristjáns og Doddi frá Þríhyrningi hjálpuðu okkur. Vandséð er hvernig við hefðum komist í gegnum þetta árans Hvítasunnuhret, ef þeirra hefði ekki notið við. Þau eru nú farin hvert til síns heima, Ragna í gærkveldi og Doddi í kvöld. Við sendum þeim okkar innilegustu þakklætis kveðjur. 
  Veður hefur nú gengið til betri vegar. Í dag var hæg sunnan gola og hlýtt.


    10. maí 2008

Sigrún og Ragna Kristjáns að koma frá morgungjöfinni  Já ekki var nú vorlegt úti í morgun, alhvít jörð. Það var norðaustan fræsingur í gær og í alla nótt og talsverður éljagangur. Frost var laust undir frostmarki. Snemma í morgun var ég að veita því athygli að raddir vorsins voru þagnaðar í bili og í stað söngs farfuglanna var breiða af snjótittlingum við Flögu fjárhúsin, líkt og um hávetur væri. Ragna Kristjáns kom í gærkveldi og ætlar að hjálpa okkur yfir helgina. Doddi kom líka og var að hjálpa mér í Flögu fram undir miðnætti, en fór þá  aftur, en ætlar að vera okkur hjálplegur yfir helgina þegar hann hefur lausar stundir. Við kunnum þessum hjálparhellum okkar bestu þakkir fyrir, það er ómetanlegt að eiga einhverja að á þessum háannatíma, ekki síst þegar viðrar svona ömurlega. 
  Ef einhverjir vilja gerast sjálfboðaliðar í maímánuði geta þeir haft samband við starfsmannastjóra búsins í síma 865-4164.


    9. maí 2008

Vorhret  Þá fær maður að upplifa enn eitt vorhretið á lífsins leið. Nú er sem sagt norðaustan steyta, hiti rétt yfir frostmarki og slydduhríð. Myndin er af Flögu-ánum, en þær eru nú farnar að bera og eiga helst að bera úti, enda liggja þær við opið allan veturinn, þannig að það er hámark ósvífninnar að þurfa svo að taka þær inn þegar komið er fram á sumar, en þær bera nú ekki úti í þessu tíðarfari, enda tókum við inn þær ær  í gærkveldi, sem líklegt væri að gætu borið. 




Strúna 99-987 með lömbin sín 3 sem fæddust í morgun
  Og burðurinn heldur áfram þrátt fyrir hálfgert þorraveður úti.














    8. maí 2008    

  Það virðist loksins vera hægt að búa hér til nýja vefsíðu, sem þá heitir fréttir í maí. Fyrsta ærin bar í Flögu í gær og átti hún 3 hrúta.

    1. maí 2008 (sett inn síðar)

Mamma og amma og Tómas Leonard, hann er að næra sig fyrir flugferðina



























    Í dag fóru þau mæðginin, Sólveig og Tómas Leonard með flugi til Reykjavíkur og ætla svo heim til Gautaborgar 5. maí. Þau eru búin að dvelja hér síðan 6. apríl. Það er búið að vera meiriháttar gaman að hafa þau og kynnast Tómasi í fyrsta sinn. Hann er mjög þægur og góður drengur og duglegur að borða þannig að maður hefur séð hann stækka og eflast þessar vikur sem þau eru búin að vera hérna. Það verður örugglega tómlegt fyrir okkur nú þegar þau eru farin.

Flettingar í dag: 112
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 141
Gestir í gær: 58
Samtals flettingar: 62038
Samtals gestir: 16891
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 20:46:49
clockhere

Staðarbakki

Nafn:

Guðmundur Skúlason & Sigrún Franzdóttir

Farsími:

846 1589/615 1949

Afmælisdagur:

21. okt. og 6. febr.

Heimilisfang:

Staðarbakki

Staðsetning:

Hörgársveit

Heimasími:

462 6756

Um:

Við erum bændur á Staðarbakka og búum þar með sauðfé.

Kennitala:

211051-4509

Bankanúmer:

1187-26-10528

Tenglar