Velkomin á heimasíðu Guðmundar og Sigrúnar Staðarbakka Hörgársveit

Fréttir des. 2010

    31. des. 2010

  Við á Staðarbakka sendum öllum innilegar nýárskveðjur,
  um leið og við þökkum fyrir öll hin liðnu ár.










Ragna Hugrún og húsráðendur  Í kvöld kom okkar ágæta vinkona Ragna Hugrún og eyddi með okkur gamlárskvöldinu og ætlar svo að gista hjá okkur, í friðsæld og skjóli fjallanna háu. 













    29. des. 2010

Ullarbíllinn  Í morgun kom Rúnar Jóhannsson að taka ullina. Hann er nýr aðili, sem sér um ullarflutninginn úr Eyjafirði og víðar. Hann er nú ættaður hérna frá Flögu, því pabbi hans var þaðan, en foreldrar Rúnars bjuggu allan sinn búskap á Giljum í Vesturdal í Skagafirði.
  Þetta voru um 1.300 kg. af ull sem hann tók hér, sem var ullin okkar auk ullarinnar hans Gests.
  Það var mikið gott að losna við ullina núna þegar færðin er góð, nánast eins og á sumardegi.
 

 

 


Í kirkjugarðinum á Akureyri  Við Sigrún brugðum okkur til Akureyrar síðdegis og sá Gestur um seinni gjöfina. Myndina tók ég í Akureyrarkirkjugarði, eins og sjá má er þar mikil lýsing af ljósakrossum á leiðum og þar yfir má sjá upplýst skíðasvæðið í Hlíðarfjalli.....






 

 




Sigrún á leiði foreldra sinna  ...og hér er Sigrún við legsteininn á leiði foreldra sinna.
















    27. des. 2010

Auður María og Ívar Franz   Þá eru hin eiginlegu jól runnin sitt skeið á enda þetta árið. Það er búið að vera líf og fjör hér, enda dvöldu Auður María og Arnar með börnin sín fjögur hér yfir jólin og á aðfangadagskvöld bættust: Sólveig, Tómas Leonard og Hjalti við. 
  Nú eru þau öll á bak og burt. Sólveig, Tómas og Hjalti fóru raunar aftur á aðfangadagskvöld og svo fór fjölskyldan frá Slagelse (Auður og fj.) til Reykjavíkur í dag, með viðkomu á Siglufirði.
Hér má sjá nokkrar myndir frá jólunum. 













    24. des. 2010

                                                        Gleðileg Jól.
Staðarbakki
Við Sigrún og Guðmundur, óskum öllum gestum heimasíðunnar okkar innilegs  friðar og gleði á fæðingarhátíð Frelsarans.              

 


    23. des. 2010

Sólveig Elín og Tómas Leonard  Það eru allnokkur ár síðan þessi sællega kona með frumburðinn í fanginu kom í heiminn. Myndin var tekin fyrir ári síðan á aðfangadag, þegar þau mæðginin voru að koma í sveitina til að halda jólin hjá okkur.
  Við sendum henni okkar bestu hamingjuóskir með daginn, um leið og við hlökkum til að sjá ykkur á morgun.

  Það var froststilla í dag, þó varla eins mikið frost og í gær.

  Við bræður fórum eins og venja er hjá okkur út í Myrkárkirkjugarð og settum ljósakrossa á leiði foreldra okkar og Halldórs föðurbróður frá Ásgerðarstöðum.









 

 

 



    22. des. 2010

Farið til gegninga  Eins og sjá má á myndinni hefur okkur Gesti bæst vinnulið. Gauti og Katrín eru hér albúin að fara til seinni gegninganna. 
  Áður í dag fór Gauti með okkur í Flögu að sækja hrútana, 5 stykki. Einn var skilinn eftir í Flögu til að taka uppbeiðslurnar, ef einhverjar verða.
  Það var bjart og fagurt veður í dag, en kuldaboli sýndi þó hníflana, þannig að frostið fór í að minnsta kosti 15°.






 

 



    21. des. 2010

Flögu-ær reknar heim  Þá er upprunninn stysti dagur ársins og það er algert vetrarríki, kominn talsverður snjór aftur og um og yfir 10° frost.
  Í dag og í gær stóðu yfir tilheypingar í Flögu. Farið var með 6 hrúta í Flögu í gærkveldi og svo var restin af ánum rekin heim í dag og haldið undir lambhrúta.
  Ég missti af törninni í gær, þar sem ég lá í rúminu með pest, en Snæbjörn og Kristófer Breki komu og hjálpuðu til. Í dag kom svo Anton að hjálpa okkur. 
  Það er nú gott að þetta tekur fljótt af, bara þessir 2 dagar og þá eru allar ærnar í Flögu vonandi lambfullar.

 



Arnar, Auður og Ída Guðrún  Í kvöld komu svo Auður og Arnar með börnin fjögur, þau ætla að dvelja hér um jólin. Þau eru búin að vera nokkra daga í Reykjavík. Komust frá Kaupmannahöfn rétt áður en umferðaröngþveitið, sem þar ríkir nú vegna snjóa og kulda.






 

 




    15. des. 2010

Sér niður Hörgárdalinn  Það er búið að vera nokkuð hlýtt undan farna daga og í gær var hiti um 10°. Eins og sést á meðfylgjandi mynd hefur snjó að mestu tekið upp af láglendi. Var hann þó talsverður, sem setti niður um og eftir miðjan nóvember.
  Maður andar nú alltaf léttar, þegar tekur upp á þessum árstíma því ef leggjast svell yfir tún, sem endast fram á vor má bóka kal í þeim.



 

 

 


    14. des. 2010

Frúin að breiða út   Þá er blessuð frúin farin að breiða út og baka "Fíntertuna" og gekk það að vanda mjög vel hjá henni...












 







Bóndinn að setja kremið...bóndinn tók svo við og bjó til kremið og smurði því á milli brauðlaganna og var þá "Fíntertan" tilbúin og bíður jólanna. Ekki verður amalegt að fá sér af henni og skola henni niður með ljúffengu heitu súkkulaði.






 

 



 

    13. des. 2010

Giljagaur og Tómas Leonard  Í morgun kom hann Giljagaur til byggða. Hann bankaði hér upp á og heimsótti Tómas Leonard, sem búinn er að vera nokkra daga í sveitinni hjá ömmu og afa. Að mati Giljagaurs er hann búinn að vera þægur og góður í sveitinni, þannig að hann verðskuldaði eitthvað betra en kartöflu. Því færði sveinki Tómasi forláta sjúkrabíl fyrir að vera góður við ömmu sína og afa.
  


 

 




Tómas Leonard og Giljagaur  Hér eru þeir Tómas og Giljagaur að kveðjast og í baksýn er Flögukerlingin, en þaðan kom víst Giljagaur í nótt sem leið.








 

 





Afi og Tómas Leonard að baka  Eftir gegningar tóku þeir Tómas og afi sig til og fóru að hnoða í terturnar fyrir jólin, en amma kom með bökunarvörurnar í þær. Á myndinni eru þeir að hnoða í "Fíntertuna" eins og afi kallaði hana þegar hann var lítill drengur eins og Tómas er núna.
  Eins og sjá má tókst þetta bærileg hjá þeim og svo bakar amma terturnar á morgun.








 

 







  12. des. 2010
 Stekjastaur
  Þá er hann Stekkjarstaur kominn til byggða og eins og hans er vani laumaðist hann í fjárhúsin hjá mér og lék á hana Sunnu mína og náði að handsama hana.
  Annars notaði ég blíðuna í dag, til að setja upp jólaljósin úti. Það var hæg suðlæg átt og hitinn komst í 10° þegar best lét. Ekki oft sem maður fær slíkan hita til að hengja upp jólaljósin. Það er búið að vara þýtt síðustu daga og túnin að verða mikið auð út í Flögu, en það er talsvert meira eftir af snjó hér. Vegurinn er orðinn alveg auður og svellalaus.
  Hér má svo sjá fleiri myndir af komu jólasveina að Staðarbakka.

 



    3. des. 2010

Hjalti og vinir hans Lappi og Brussa  Þann herrans dag 3. desember 1985 fæddist hjónunum Sigrúnu Franzdóttur og Þórhalli Pálssyni lítill drengur, sem vó 2.950 gr. og mældist 49 cm. að lengd.
  Það er sem sé liðinn aldarfjórðungur í dag, frá þessum atburði og eins og gefur að skilja hefur drengurinn vaxið og þroskast líkt og efni stóðu til. Í dag var hann við starfa sinn, sem skógarhöggsmaður í "aðli" íslenskra skóga, Hallormsstaðaskógi.
  Meðfylgjandi mynd var hins vegar tekin, þegar Hjalti var heima í jólafríi 2006 og með honum á myndinni eru hans kæru vinir hundarnir Lappi og Brussa.
  Við sendum Hjalta okkar innilegustu hamingjuóski með að hafa lagt fjórðapart aldar að baki og óskum honum velfarnaðar við skógarhöggið. 

Flettingar í dag: 25
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 70
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 58538
Samtals gestir: 15970
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 05:23:24
clockhere

Staðarbakki

Nafn:

Guðmundur Skúlason & Sigrún Franzdóttir

Farsími:

846 1589/615 1949

Afmælisdagur:

21. okt. og 6. febr.

Heimilisfang:

Staðarbakki

Staðsetning:

Hörgársveit

Heimasími:

462 6756

Um:

Við erum bændur á Staðarbakka og búum þar með sauðfé.

Kennitala:

211051-4509

Bankanúmer:

1187-26-10528

Tenglar