Velkomin á heimasíðu Guðmundar og Sigrúnar Staðarbakka Hörgársveit |
|
Hjalti Þórhallsson ritstýrirHundarnir á Staðarbakka I:
Lappi
Hann er merkjakoli (e. border collie). Kynið á uppruna sinn að rekja til Englands og Skotlands en aldur þess er ekki þekktur með vissu. Bændur í Cheviot- og Galloway-héruðunum ræktuðu merkjakola til að kalla fram bestu smalahæfileika og greind sem á þeim tíma var völ á. Það var ekki fyrr en árið 1976 að afbrigðið komst á skrá hjá Breska hundaræktarsambandinu. Sum ræktunarfélög setja engin skilyrði vegna litar og útlits heldur aðeins geðslags, smalaeiginleika og heilbrigðis.
Hann sýnir oft viðbrögð við breyttum aðstæðum, t.d. þegar heimilisfólk fer af bæ leggst hann í fleti sitt og lútir höfði þegar hann veit að húsbændurnir eru að fara. Má af því álykta að hann sé að tjá leiða sinn þegar mannfólkið yfirgefur hann. Lappi er blíðlyndur við heimafólk og elskur að því. Gestum sem hann þekkir tekur hann einnig mjög vel. Hann er hins vegar nokkuð tortrygginn við ókunnuga. Það felst í því að hann gerir þeim mannamun. Við flesta sættir hann sig fljótt, en suma virðist hann alls ekki þola, einkum börn og getur þá verið varasamur.
Brussa (upphafl. Doppa), f. 28. 11. 2000 á Staðarbakka II
Hún er íslenskur fjárhundur en það er tegund hunda sem kom til Íslands á sínum tíma með landnámsmönnum. Íslenskir fjárhundar voru síðar fluttir til Bretlandseyja og voru þannig grunnurinn að baki Border Collie-hunda og ýmissa annarra hundategunda, s.s. Hjaltlenska fjárhundsins með blöndu við norska búhundinn. Aðaleinkenni íslensku hundanna eru hringað skott og sperrt eyru. Feldurinn er þykkur og vatnsfráhrindinn. Ekki er mikill munur á vetrar- og sumarfeldi og hárlos aldrei ört.
Brussa (t.v.) og Lappi
Flettingar í dag: 37 Gestir í dag: 10 Flettingar í gær: 403 Gestir í gær: 132 Samtals flettingar: 108147 Samtals gestir: 24309 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:28:21 |
clockhere Staðarbakki Nafn: Guðmundur Skúlason & Sigrún FranzdóttirFarsími: 846 1589/615 1949Tölvupóstfang: drangi@simnet.isAfmælisdagur: 21. okt. og 6. febr.Heimilisfang: StaðarbakkiStaðsetning: HörgársveitHeimasími: 462 6756Um: Við erum bændur á Staðarbakka og búum þar með sauðfé.Bankanúmer: 1187-26-10528Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is