Velkomin á heimasíðu Guðmundar og Sigrúnar Staðarbakka Hörgársveit

Fréttir mars 2015

20. mars 2015

  Í morgun fórum við Tómas Leonard út hjá Flögu til að fylgjast með sólmyrkvanum, þar sem sólin var ekki komin upp hér heima og að sjálfsögðu vorum við með viðeigandi gleraugu.

 
 
  

19. mars 2015

 Í dag eru liðin 100 ár frá fæðingu hans pabba míns Skúla Guðmundssonar. Blessuð sé minning hans. Hann fæddist á Ásgerðarstöðum þann 19. mars 1915 sonur hjónanna Guðmundar Bjarnasonar og Helgu Þorsteinsdóttur, sem þar bjuggu. Skyldi ekki vera dálítill munur á því að fæðast fyrir 100 árum í torfbæ án allra nútímatóla og tækja eða á tæknivæddri fæðingardeild nútímans? 
 

  En pabbi dafnaði vel í stórum systkinahópi og reisti svo í fyllingu tímans árið 1939 nýbýlið sitt og mömmu á hálflendu Ásgerðarstaða, sem þau nefndu Staðarbakka. Ætluðu reyndar að láta það heita Fossa þar sem eru 3 fossar í Hörgánni hérna skammt frá bænum en þetta nafn fékk ekki náð fyrir augum þeirra sem voru við stjórnvölinn í nýbýlasjóði. Það var einhver regla um að það þyrfti að vera einhver tenging á milli nafnanna á nýbýlinu og býlinu sem byggt var útúr, en nóg um það. Pabbi og mamma unnu býlinu sínu allan sinn aldur. Byggðu það upp af myndarskap bæði hvað húsakost og ræktun varðar. Hvorugt hefur þó verið auðvelt á þessum tíma án allra nútíma samgangna og tækja. Þau voru því hvorki fá né smá handaverkin þeirra, þannig að oft hafa þau örugglega verið þreytt að kvöldi en vafalaust líka ánægð með unnið dagsverk nýbýlinu sínu til bóta.

  Í kvöld komum við afkomendurnir og skyldulið saman til kvöldverðar á Greifanum og var þessari mynd smellt af okkur systkinunum við það tækifari.

18. mars 2015

  Í dag var fósturtalið hér á bæ af Gunnari í Sandfellshaga eins og jafnan áður. Útkoman var betri en ég reiknaði með, þar sem heyin frá síðasta sumri eru mjög léleg. Það taldist vera  1,96 fóstur í á með lambi, sem er nánast á meðaltali síðustu 10 ára og í lembdu gemlingunum var 1,09 fóstur sem er talsvert lakara en meðaltalið, sem er 1,29 fóstur. Að vanda var mikið og gott lið við talninguna, þannig að þetta gekk fljótt og vel fyrir sig.  

12. mars 2015

  Snoðrúningnum lauk í dag. Gestur rúði og Stefán Lárus var að hjálpa mér að draga í hann og leggja. Gott að þessu er lokið.
Flettingar í dag: 420
Gestir í dag: 74
Flettingar í gær: 716
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 68289
Samtals gestir: 17458
Tölur uppfærðar: 14.5.2024 16:21:56
clockhere

Staðarbakki

Nafn:

Guðmundur Skúlason & Sigrún Franzdóttir

Farsími:

846 1589/615 1949

Afmælisdagur:

21. okt. og 6. febr.

Heimilisfang:

Staðarbakki

Staðsetning:

Hörgársveit

Heimasími:

462 6756

Um:

Við erum bændur á Staðarbakka og búum þar með sauðfé.

Kennitala:

211051-4509

Bankanúmer:

1187-26-10528

Tenglar