Velkomin á heimasíðu Guðmundar og Sigrúnar Staðarbakka Hörgársveit

Fréttir ágúst 2010

    31. ágúst 2010

Home  
  Í dag var gefin út ný verðskrá hjá SAH Afurðum ehf. í Blönduósi. Ég set hana hér inn ásamt skýringun Sigurðar Jóhannessonar framkvæmdastjóra á henni:

"Ný verðskrá dilkakjöts
Tekin hefur verið ákvörðun um hækkun verðskrár sauðfjárafurða. Er þetta gert í ljósi þess að kjör félagsins voru orðin nokkuð lakari heldur en annarra stærri sláturleyfishafa. Einnig er hér brugðist við þeirri gagnrýni bænda að þrepun verðs hafi verið seint fram komin og hún verið of mikil. Því er þrepun nú aðeins fyrstu þrjár vikur sláturtíðar. Í viku 36,37, og 38. Eftir það gildir eitt verð út sláturtímann og er það sama krónutala og í fyrra að frádregnu 39 kr. kg. geymslugjaldi, sem þó dregst ekki af fullorðnu fé.
Sem fyrr er val um staðgreiðslu á föstudegi eftir sláturviku, eða að fá 75% greitt þá og 25% 1. mars 2011. Þeir sem velja þann kost fá sem fyrr 4 kr.kg. álag greitt á öll innlögð kg. dilkakjöts og ærkjöts.
Það er von stjórnenda og starfsmanna SAH Afurða að með þessu sé komið verulega til móts við óskir bænda."

Ný verðskrá SAH Afurða fyrir sauðfjárafurðir haustið 2010

 

 

 

 

 

 

Vika 36

Vika 37

Vika 38

Vika 39-42

Þrepun

110%

110%

105%

100%

 

 

DE1

       498    

       498    

       476    

           453    

 

 

DE2

       498    

       498    

       476    

           453    

 

 

DE3-

       480    

       480    

       458    

           436    

 

 

DE3

       480    

       480    

       458    

           436    

 

 

DE3+

       420    

       420    

       401    

           382    

 

 

DE4

       294    

       294    

       280    

           267    

 

 

DE5

       268    

       268    

       256    

           244    

 

 

DU1

       483    

       483    

       461    

           439    

 

 

DU2

       488    

       488    

       466    

           444    

 

 

DU3-

       464    

       464    

       443    

           422    

 

 

DU3

       464    

       464    

       443    

           422    

 

 

DU3+

       418    

       418    

       399    

           380    

 

 

DU4

       290    

       290    

       277    

           264    

 

 

DU5

       265    

       265    

       253    

           241    

 

 

DR1

       444    

       444    

       424    

           404    

 

 

DR2

       462     

       462    

       441    

           420    

 

 

DR3-

       431    

       431    

       412    

           392    

 

 

DR3

       431    

       431    

       412    

           392    

 

 

DR3+

       354    

       354    

       338    

           322    

 

 

DR4

       265    

       265    

       253    

           241    

 

 

DR5

       254    

       254    

       243    

           231    

 

 

DO1

       372    

       372    

       355    

           338    

 

 

DO2

       442    

       442    

       422    

           402    

 

 

DO3-

       353    

       353    

       337    

           321    

 

 

DO3

       353    

       353    

       337    

           321    

 

 

DO3+

       320    

       320    

       306    

           291    

 

 

DP1

       326    

       326    

       311    

           296    

 

 

DP2

       326    

       326    

       311    

           296    

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

VR3

       321    

       321    

       307    

           292    

 

 

VR4

       281    

       281    

       268    

           255    

 

 

VP1

       231    

       231    

       221    

           210    

 

 

VHR3    

          85    

          85    

          81    

             77    

 

 

VHR4

          66    

          66    

          63    

             60    

 

 

FR3

       121    

       121    

       116    

           110    

 

 

FR4

          58    

          58    

          56    

             53    

 

 

FP1

          55    

          55    

          53    

             50    

 

 



  29. ágúst 2010 Höfuðdagur

  Við gerðumst menningarleg í okkur í dag og fórum í annað sinn á stuttum tíma í Menningarhúsið Hof á Akureyri. Að þessu sinni á tónleika hjá Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og voru tónleikarnir liður í hátíðardagskrá í tilefni af opnun Hofs.
Efnisskrá; Hafliði Hallgrímsson: HYMNOS, Edvard Grieg: Píanókonsert í amoll op. 16, Antonin Dvorák: Sinfónía nr. 9
Einleikari: Víkingur Heiðar Ólafsson, stjórnandi: Guðmundur Óli Gunnarsson.
  Það er skemmst frá að segja að þetta voru frábærir tónleikar og ungi einleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson alveg meiri háttar góður og hróður hans á eftir að berast um víða veröld á komandi árum. Salurinn nýi í Hofi "Hamraborg" stóð einnig alveg undir væntingum með hljómburð og að skila tónunum hreinum og tærum til tónleikagesta.
 
   28. ágúst 2010

  Það mátti sjá fyrstu haustmerkin í morgun þegar grátt var í efstu fjallatoppum, en trén í garðinum eru enn í fullum skrúða og ekkert farin að fölna. En núna kl. 22 er hitastigið komið niður í frostmark þannig að það stefnir í fyrstu frostnóttina. Einhvers staðar segir af rósinni sem fölnar öll á einni hélu nótt. 








    27. ágúst 2010

Tómas, amma, Tryggur og Brussa  Tómas Leonard er hjá ömmu og afa í sveitinni þessa vikuna, meðan mamma hans er eð vinna í Menningarhúsinu Hofi, við sýningarstjórn á opnunarhátíð hússins nú um helgina. Einmitt núna þegar ég rita þetta eru opnunartónleikarnir "Lay Low og gestir" í beinni útsendingu á Rás 2. Þar leggur Lay Low áherslu á eyfirsk skáld og flytur gamlar perlur ásamt eyfirsku tónlistarfólki á öllum aldri. 
  Á myndinni er Tómas með ömmu gellu og hundunum.... 




Tómas og afi að smíða....hann var líka  að athuga hvort hann gæti ekki hjálpað afa að laga réttina.















    24. ágúst 2010

Jósavin, Stefán, undirritaður, Aðalsteinn og Helgi  Það styttist í haustið og þar með göngurnar. Fjallskilanefndin kom saman hér á Staðarbakka í kvöld til að leggja á fjáreigendur fjallskil haustsins og annað það, sem þarf að huga að í sambandi við göngur og réttir.
  Í síðustu viku fórum við fjallskilanefndarmennirnir, nema Jósavin, auk sveitarstjórans að hitta forsvarsmenn fjallskila í Akrahreppi í Héðinsminni, til að ræða sameiginleg fjallskil. Ekki tókst að ganga frá þeim málum á fundinum og er það því í skoðun áfram.
  Gott yfirlit yfir göngur og aðalréttir í Hörgársveit er að finna á heimasíðu sveitarfélagsins og það má nálgast hér   

18. ágúst 2010

Undirritaður við heimasíðugerð  Nú þegar líður að hausti nálgast sá tími, sem allt er varðar sauðfjárræktina fer að verða áhugavert fyrir sauðfjárbóndann. Má þar nefna; göngur og alls konar fjárrag, sláturtíð og verðlag sláturafurða og kynbótamat og val ásetningslamba.
  Ég vil því vekja athygli á heimasíðu FSE, sem að mestu hefur legið í dvala frá því í vor, en hefur nú vaknað til lífsins aftur, þegar eitthvað markvert er farið að gerast fyrir okkur sauðfjárbændurna.
  Fréttir á heimasíðu FSE má nálast hér.




    17. ágúst 2010

Hjalti og Tryggur að sækja póstinn  Hjalti fékk eins konar langt helgarfrí um helgina og þar til á morgun. Á myndinni eru þeir Tryggur að sækja póstinn. Annars var hann með sitt uppáhald, fiðluna með sér og spilaði á hana fyrir okkur. Í kvöld keyrðum við hann til Akureyrar og ætlar hann að gista í Helgamagra í nótt hjá Sólveigu og Tómasi Leonard. Hann fór fyrst með okkur í skemmtilega heimsókn í Kringlumýrina til Ásgerðar systur og Ólafs mágs. Í fyrramálið fer Hjalti svo til Hallormsstaðar til vinnu sinnar þar.


    16. ágúst 2010

Helgi, Jósavin, Stefán, Guðm. Aðalsteinn og Guðmundur  Fjallskilanefndin kom hér saman til fundar í kvöld ásamt sveitarstjóranum.
Við vorum að fara yfir ýmis mál, en endanleg álagning fjallskila bíður næsta fundar, sem að óbreyttu verður í upphafi næstu viku.

  Þau hjónin hérna í norðurendanum og Hákon Þór, fóru í sumarhús suður á land dag.






    14. ágúst 2010

Gunnar Andri Gunnarsson Búðarnesi  Í dag var frændi minn Gunnar Andri Gunnarsson í Búðarnesi fermdur í Bægisárkirkju kl. 13:00.
  Að athöfn í kirkjunni lokinni bauð hann frændfólki og vinum til glæsilegrar og fjölmennrar matarveislu að Melum, sem að gömlum og góðum sveitasið endaði með kaffidrykkju og bakkelsi sem mamma hans Gunnars Andra hafði gert og skreytt af sinni alkunnu smekkvísi. Einnig mun hún hafa átt heiðurinn af látlausri og fallegri borðskreytingu, sem að mestu var heimafengin, þar sem uppistaðan voru blá- og hrútaber á greinum. 
  Í veislunni var boðið upp á ýmis skemmtiatriði svo sem hljóðfæraleik, söng og upplestur bæði í lausu og bundnu máli.
  Við Sigrún þökkum þér frændi fyrir frábæran dag og óskum þér gæfu, gengis og Guðs handleiðslu nú þegar þú stendur á þröskuldi manndómsára þinna.
  Hér má sjá nokkrar myndir úr veislunni.  

 Eftir fermingarveisluna brunuðum við til Akureyrar og skelltum okkur á Græna hattinn, þar sem Blúsmenn Andreu og að sjálfsögðu Andrea Gylfadóttir sjálf fóru hreint á kostum bæði í hljóðfæraleik og söng. Sem sagt mjög góð skemmtun. 







13. ágúst 2010

Home    
  Í dag fór ég á stjórnarfund hjá SAH á Blönduósi. Þar vorum við að fara yfir stöðu mála og ákveða verðskrá fyrir sauðfjárafurðir á komandi hausti. Afkomuhorfur fara batnandi, er það einkum að þakka lækkandi vaxtastigi í landinu og góðri sölu á erlenda markaði, en þar munar mestu um Noregsmarkað. Mjög erfitt hefur hins vegar verið að ná fram hækkunum innanlands, þannig að þær hafa nánast engar orðið frá því í fyrrahaust. 
  Niðurstaða okkar varð því að hafa óbreytta verðskrá frá haustinu 2009, að frádregnum 39 kr. á kíló lambakjöts, sem er sú upphæð sem sláturleyfishafar hafa fengið í gegnum sauðfjársamninginn milli bænda og ríkisins til að mæta birgðahaldi, en afsöluðu sér því núna. Meiningin er að þessi upphæð verði greidd beint af Bændasamtökunum til bænda. Þessi verðákvörðun okkar er í samræmi við verðskrár annarra sláturleyfishafa, sem þegar hafa birt verð sín. Einnig sú þrepaskipting verðs sem við ákváðum, það er að hafa hæst verð  í upphafi sláturtíðar, en það fari svo stig lækkand eftir því sem á hana líður.
  Hvað greiðslu fyrir afurðirnar varðar verða þær annars vegar með sama hætti og verið hefur síðustu haust, það er að greitt sé að fullu á föstudegi eftir innleggsviku, en einnig verður boðið uppá að greitt verði 75% á þessum tíma en 25% verði greidd 1. mars. Þeir bændur sem velja síðari kostinn fá álag ofan á verðskána á báðar greiðslurnar.
  Breyting verður á gjaldtöku fyrir slátrun til heimtöku. Nú verða innheimtar 2.500 kr. á skrokk hvort heldur hann er af dilk eða fullorðnu fyrir allt að 100 skrokka á býli. En óski menn eftir að taka fleiri skrokka út verður að semja um gjald fyrir þá sérstaklega.
  Áætlað er að hefja slátrun 6. september.
  Verðskráin fylgir svo hér:


  Í kvöld fórum við Sigrún svo til Akureyrar og í Menningarhúsið Hof. Þar hefur Bandalag Íslenskra leikfélaga verið með leiklistarhátíð þessa viku og boðið hefur verið uppá verk daglega bæði´með íslenskum og erlendum leikfélögum. Í kvöld var á "fjölunum" sýning Freyvangsleikhússins Vínland.
  Það er verið að prufukeyra húsið  þessa dagana, en formleg vígsla þess verður þann 29. ágúst nk. 



 12. ágúst 2010

Katrín Valdís Arnarsdóttir  Í dag eru 13 ár síðan þeim Auði Maríu og Arnari Heimi fæddist frumburðurinn sinn, sem síðar það sama ár, á afmælisdag afa í sveitinni, hlaut nafnið Katrín Valdís.
  Já tíminn líður hratt, manni finnst varla nema örskotsstund síðan hún var lítið kríli í vöggu og er svo áður en maður veit af komin á fermingaraldur. Því miður höfum við í sveitinni lítið séð hana hin síðustu ár, þar sem hún flutti með fjölskyldunni til Danmerkur það herrans ár 2007.
  Við sendum þér Katrín Valdís okkar, innilegar afmæliskveðjur með ósk um að þú megir hér eftir sem hingað til njóta Guðs blessunar og handleiðslu um öll hin ókomnu ár.
  Myndina fengum við senda frá Danmörku og eins og sjá má er Katrín Valdís að máta sig á nýju vespuna hans pabba síns.


    11. ágúst 2010
    Heyönnum lokið


Kvöldblíða að loknum heyönnum  Þá er heyskapnum lokið þetta sumarið, klárað var að rúlla í gær og að flytja rúllurnar í morgun. Heyfengur er í góðu meðallagi en gæðin í því tæpu, enda þrálátur óþurrkur framan af júlí, en það var sá tími sem best hefði hentað hér til heyskapar er varðar þroskastig túngrasanna.
  







  

Sundlaugin á Þelamörk  Að heyskap loknum var frábært að skella sér í sundlaugina á Þelamörk og njóta þar sólsetursins og veðurblíðunnar um leið og maður lét heyskaparþreytuna líða úr sér.














    7. ágúst 2010

Göngugarparnir við Grænavatn  Um þessa helgi eru vatnagöngur Ferðafélagsins Hörgs. Í gærkveldi var gengið að Þverbrekkuvatni í Öxnadal, í dag var gengið að Grænavatni, sem er upp undir Flögukerlingu í Hörgárdal og á morgun á svo að ganga að Hraunsvatni í Vatnsdal.
  Við vorum 12 sem gengum að Grænavatni í dag í ljómandi gönguveðri, stillt var en sólarlaust. Gangan hófst við Ásgerðarstaðarsel um kl. 11 og stefnan var tekin að Grænavatni, eftir stutt stopp þar var svo gengið út Kerlingarhólana að Kirkjunni og svo um Flárnar og niður Flöguhálsinn allt að Geirafossi. Þetta var hressandi og góð gönguferð og allir sælir með hana að leiðarlokum. Þess má geta að þátttakendur voru á öllum aldri, allt frá 10  upp í 68 ára.
   Hér má sjá fleiri myndir af því sem fyrir augu bar. 

Drangafarar  Þegar við komum til byggða hittum við þennan hressa hóp, sem var að koma frá því að klífa Drangann og voru þau ekki síður alsæl með daginn en við. Leiðangursstjóri var Jón Gauti fjallaleiðsögumaður. Ef vel er rýnt í myndina má sjá þar í hópnum landsþekkt andlit.

























    5. ágúst 2010

Fyrsta háin rúlluð  Fyrstu hánni var komið í plast í dag, en hún var slegin í fyrradag og var orðin ágætlega sprottin.











.



    4. ágúst 2010

Stóllinn og Kerlingin í Svarfaðardal  Við brugðum okkur í Dalvíkurbyggð í dag. Skoðuðum Svarfaðardal og Skíðadal, fórum inn að innstu bæjum í báðum dölunum. Það er búsældarlegt í þessum dölum, en það vekur þó athygli hvað á mörgum býlum er ekkir lengur stundaður búskapur. Það munar þó miklu fyrir ásýnd sveitarinnar, að á flestum eyðibýlanna eru tún slegin af bændum í sveitinni. Fátt er ömurlegra en að ferðast um sveitir, þegar komið er fram í ágúst, en að sjá óslegin tún, sums staðar á mörgum bæjum og allt annað í niðurníðslu.
  Það hafa ýmsir talað óspart um rofabörðin í íslenskri náttúru, sem sannarlega er nokkuð til að hafa áhyggjur af. En "rofabörð" í hinni íslensku byggð er eitthvað, sem flestir virðast taka sem sjálfsögðum hlut. En þetta eru náskyld fyrirbæri, hvoru tveggja ber hættu í för með sér fyrir nágrenni sitt. 

Gestur við mjaltir á Búrfelli  Við litum aðeins við hjá Gesti, sem er þessa dagana að leysa af í fjósinu á Búrfelli.
















Tjaldstæðið á Dalvík  Á heimleiðinni litum við svo aðeins við á Dalvík. Þar var að verða þröng á þingi og bærinn að fyllast af flestum tegundum þeirra "skuldahala" sem fólk dregur með sér um þjóðvegi landsins nú um stundir. Eins og sjá má á myndinni er tjaldstæðið orðið fullt og svo var raunar út um allan bæ, þar sem mátti finna auðan blett til að staðsetja sig á. Það er þó ekki nema miðvikudagur og "Fiskidagurinn mikli" ekki fyrr en á laugardag. Hvernig ætli að þetta verði eiginlega orðið þá?




 
    1. ágúst 2010

Básfoss í Hörgá  Við héldum okkur á heimaslóðum í dag þrátt fyrir að ýmislegt væri í boði til afþreyingar nærsveitis t.d. á Akureyri.
  Það þarf nú ekki að fara langt til að njóta lífsins og undrafegurðar náttúrunnar, hægt að gera það innan landareignarinnar. Í því skyni lögðum við hjónin, Sólveig og Tómas Leonard leið okkar að Básfossi, sem er neðsti fossinn í Hörgá, kenndur við eyðibýlið Bás, sem er þar skammt frá austan árinnar.
Á eftir fórum við svo aðeins í berjamó í skógræktargirðingunni okkar í Flöguhálsi. Þar er mikið um ber og bláberin orðin vel þroskuð þrátt fyrir að aðeins sé kominn 1. ágúst.
  Myndavélin var að sjálfsögðu með í för. Má ekki bjóða þér að njóta þess sem fyrir augu bar hér.

Í tjaldi um verslóOg svo er bara að skella sér í tjaldið og hlusta á "Brekkusöng" undir stjórn Árna Johnsen frá Vestmannaeyjum.
Nokkrar myndir hér.
Flettingar í dag: 433
Gestir í dag: 83
Flettingar í gær: 716
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 68302
Samtals gestir: 17467
Tölur uppfærðar: 14.5.2024 18:03:26
clockhere

Staðarbakki

Nafn:

Guðmundur Skúlason & Sigrún Franzdóttir

Farsími:

846 1589/615 1949

Afmælisdagur:

21. okt. og 6. febr.

Heimilisfang:

Staðarbakki

Staðsetning:

Hörgársveit

Heimasími:

462 6756

Um:

Við erum bændur á Staðarbakka og búum þar með sauðfé.

Kennitala:

211051-4509

Bankanúmer:

1187-26-10528

Tenglar