Velkomin á heimasíðu Guðmundar og Sigrúnar Staðarbakka Hörgársveit

Fréttir júní 2016

     27. júní 2016

 

Í dag voru Flöguærnar rúnar, lömbunum gefið ormalyf og svo fékk öll hjörðin frelsi sitt og tók á rás til fjallanna til að njóta þar sumarfrelsins.

     20 júní 2016

Aðalerindi suðurferðarinnar sinnt. Sigrún fór til augnlæknis og fékk ágæta skoðun.

     19. júní 2016

Sólin að koma upp klukkan að ganga fjögur í nótt.....
.....og er byrjuð að lýsa upp austurfjöllin með Dranga gamla tignarlegan að vanda. Í dag fórum við Sigrún suður og erum komin í Þorrasali íbúð BÍ í Kópavogi og svo fer Sigrún til augnlæknis á morgun í eftirlit.

     18. júní 2016

Í gær 17. júní áttu þau Margrét og Sigurður gullbrúðkaup. Af því tilefni buðu þau þessum hóp með sér í kaffi á Draflasöðum í Fnjóskárdal í blíðskaparveðri. Borðin er til vitnis um að Ísland er að keppa í Evrópukeppni karla í fótbolta þessa dagana og stendur sig ljómandi vel.

     17. júní 2016

                Gleðilegan þjóðhátíðardag!

Ég er búinn að gróðursetja sumarblómin og fegra garðinn fyrir þjóðhátíðina.

     15. júní 2016

Í kvöld fórum við á fund í Hofi, þar sem Guðni Th Jóhannesson var að kynna framboð sitt til forseta Íslands. Þetta var góður fundur og fjölmenni mætt. Tómas Leonard bjó sig svona flott upp fyrir fundinn og ég smellti þessari fínu mynd af þeim Guðna saman.
 

     13. júní 2016

Það er gaman að gera við girðingar í þessu rjómaveðri og allt orðið fagur grænt, meira að segja rindar hátt upp í Kerlingunni á milli snjóskaflanna. Þetta er búið að vara alveg yndislegt vor alveg frá því um miðjan maí.

     2. júní 2016

Það er ekki amalegt veðrið þessa dagana og eins og sjá má eru tún orðin fagur græn og trén að springa út í garðinum. Ekki má heldur gleyma lambánum sem háma í sig nýgræðinginn, sem breytist í volgan sopa handa lömbunum þeirra. Frábært......
........sjá hitann í dag ekki nema von að allt grói.

 

Flettingar í dag: 194
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 716
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 68063
Samtals gestir: 17419
Tölur uppfærðar: 14.5.2024 08:16:18
clockhere

Staðarbakki

Nafn:

Guðmundur Skúlason & Sigrún Franzdóttir

Farsími:

846 1589/615 1949

Afmælisdagur:

21. okt. og 6. febr.

Heimilisfang:

Staðarbakki

Staðsetning:

Hörgársveit

Heimasími:

462 6756

Um:

Við erum bændur á Staðarbakka og búum þar með sauðfé.

Kennitala:

211051-4509

Bankanúmer:

1187-26-10528

Tenglar