Velkomin á heimasíðu Guðmundar og Sigrúnar Staðarbakka Hörgársveit

Fréttir nóv. 2013

30. nóv. 2013

Halló, halló! Þá er stórastundin upp runnin. Í dag sótti ég Sigrúnu í Kristnes og nú er komið að því, að hún sofi heima, eina eða tvær nætur. (Svaf síðast heima aðfaranótt 28. mars) Ég er búinn að taka sófa og sófaborð úr stofunni og koma þar fyrir handa okkur nýju heilsurúmi og tjalda af hluta af stofunni. Það þurfti að gera þetta, vegna þess að hjónaherbergið okkar er á efri hæðinni og þangað kemst Sigrún ekki enn. Hún er samt orðin ótrúlega dugleg að bjarga sér t.d. getur hún orðið gengið ögn með smá aðstoð. Þetta er alveg ótrúlega gaman fyrir okkur bæði og þvílík upplifun eftir þessa löngu 8 mánuði. Eins og sjá má erum við alsæl í nýja rúminu okkar. Það er eins og sjálf jólin séu gengin í garð og fram undan sé heilög jólanótt. Þökk sé Guði fyrir batann og öllum sem hafa sent okkur góða strauma og fyrirbænir.

 

7. nóv. 2013

 

Þá er rúningurinn að verða búinn að þessu sinni, klárast á morgun ef áætlanir ganga eftir. Að venju er það Gestur sem rýir og svo var Anton við að leggja ærnar í gær og dag. Þetta er með því allra fyrsta, ef þá rúningurinn hefur nokkurn tíman verið búinn svona snemma. Það er út af fyrir sig mjög gott að þetta erfiða verk er búið, en það er ekki eins gott að féð komi alltaf fyrr og fyrr inn á fulla gjöf. Það kostar sitt.

Flettingar í dag: 384
Gestir í dag: 44
Flettingar í gær: 716
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 68253
Samtals gestir: 17428
Tölur uppfærðar: 14.5.2024 11:52:03
clockhere

Staðarbakki

Nafn:

Guðmundur Skúlason & Sigrún Franzdóttir

Farsími:

846 1589/615 1949

Afmælisdagur:

21. okt. og 6. febr.

Heimilisfang:

Staðarbakki

Staðsetning:

Hörgársveit

Heimasími:

462 6756

Um:

Við erum bændur á Staðarbakka og búum þar með sauðfé.

Kennitala:

211051-4509

Bankanúmer:

1187-26-10528

Tenglar