Velkomin á heimasíðu Guðmundar og Sigrúnar Staðarbakka Hörgársveit

Fréttir apríl 2015

18. apríl 2015

  Í dag fékk ég hjálparkokka til að moka fyrir mig undan grindum í þeim króm, sem ekki er nóg pláss fyrir vetrarskítinn. 

  Hér eru það Steingrímur og Guðrún Margrét í púlinu....

  ...og svo voru það Beta og Hákon Þór. Takk kærlega fyrir.

 
  Það var rjómaveður í dag og því var vetrarskeggið látið fjúka í kvöld. Eða hvað, kannski maður hafi eftir smá kökutopp, svona handa frúnni til að hún eigi betra með að hafa hemil á kallinum.

11. apríl 2015

  Í dag voru þessar flottu frænkur mínar; Margrét Tómasdóttir og Guðrún Margrét Steingrímsdóttir, fermdar í Glerárkirkju. Á eftir var svo fjölmenn matarveisla í Hlíðarbæ. 

  Á eftir matnum var svo tertuveisla. Hér erum við hjónakornin að gæða okkur á tertunum. Takk kærlega fyrir okkur.

10. april 2015

  Sól og blíða í morgun og ekki svo mikill snjór á jörðu...

 

..........og Flögu-ærnar sælar og sáttar í blíðunni.....

.....en lofa skal dag að kveldi...kominn hálfgerður bilur. 

6. apríl 2015

  Sólveig að mynda Trygg og Tómas renna sér á maganum eftir hjarninu.

 3. apríl 2015

  Sigrún í páskasnyrtingu hjá Helgu Margréti

 1. apríl 2015

  Í kvöld fórum við Hákon Þór á aðalfund Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps, sem haldinn var á Syðri-Reistará að þessu sinni. Hákon gekk í félagið, þannig að þar bættist við ungur og áhugasamur félagi. Nánar um fundinn og félagið má sjá á heimasíðu þess: saudur.123.is

 

Flettingar í dag: 428
Gestir í dag: 78
Flettingar í gær: 716
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 68297
Samtals gestir: 17462
Tölur uppfærðar: 14.5.2024 17:28:19
clockhere

Staðarbakki

Nafn:

Guðmundur Skúlason & Sigrún Franzdóttir

Farsími:

846 1589/615 1949

Afmælisdagur:

21. okt. og 6. febr.

Heimilisfang:

Staðarbakki

Staðsetning:

Hörgársveit

Heimasími:

462 6756

Um:

Við erum bændur á Staðarbakka og búum þar með sauðfé.

Kennitala:

211051-4509

Bankanúmer:

1187-26-10528

Tenglar