Velkomin á heimasíðu Guðmundar og Sigrúnar Staðarbakka Hörgársveit

Fréttir

 

5. nóv. 2006

Það var vonsku veður í dag, en í kvöld fór það að lagast. Fyrst í morgun var mjög hvöss vestan átt og  slydda, en síðan norðvestan, éljagangur og renningur. Rafmagnið fór hér af rétt fyrir eitt í dag, þegar eitthvað gaf sig í spennistöðinni hérna. Þeir hjá rafveitunni brugðu skjótt við, komu og klifruðu upp í spennistöðina í þessu íllviðri og gátu lagfært það sem hafði farið úrskeiðis. Fénu sem látið var inn í gær var gefið inni í dag því það var alveg glórulaust að láta það út. Ég fór á Zetor út í Flöguhólf til að kanna með féð sem þar er, það hafði það nú alveg sæmilegt, enda þokkaleg skjól þar í þessari átt.

4. nóv. 2006

Við vorum að klára að úrbeina þessa 3 hrútsskrokka sem slátarað var hjá SAH Afurðum á Blönduósi og við tókum heim. Við fengum um 30 kg. af kjöti sem við skiptum nokkurn veginn til helminga í bjúgu og hakk, reyndar settum við lærin heil í pækil þar sem þau verða næstu 10 dagana og verða svo hengd upp í reyk. Það er slæm veðurspá fyrir nóttina og morgundaginn þannig að við settum allt féð inn, sem er hér heima 24 hrúta 103 gimbrar og 153 ær. Út í Flöguhólfum eru 355 ær, þær vor ekki settar inn. 

1. nóv. 2006

Í dag fórum við að skoða nýbygginguna sem verið er að taka í notkun við elliheimilið Hlíð á Akureyri. Þetta er stór glæsileg álma með 60 einstaklingsherbergjum, sem eru á á tveimur hæðum, 30 á hvorri hæð. Það stendur til að Guðlaug tengdamamma flytji í þessa nýju álmu um miðjan nóvember, það verður mikill munur fyrir hana að komast úr þessu tvíbýli sem hún hefur þurft að sætta sig við , síðan hún flutti í Hlíð 9. nóvember í fyrra. Við komum svo aðeins við hjá Rögnu Kristjáns um leið og við fórum heim.

 

28. okt. 2006

Við bræður kláruðum að færa inn í Fjárvís í gærkveldi, þannig að það er hægt að senda kindabókhaldið til Bændasamtakanna til uppgjörs. Það er trúlegt að við séum með fyrstu fjárbúunum á landinu til að skila. Kláruðum skítinn úr Lambhúsinu í dag og er þar með búið að taka allan skít út á þessu hausti. Það var þýðviðri í dag hiti í kringum 3 stig þannig að snjórinn minnkaði og er farið að sjá í auða bletti.

26. okt. 2006

Það snjóaði nokkuð í gær og nótt og reyndar fram að hádegi í dag, þannig að það er kominn svona ökla snjór. Við byrjuðum að taka skítinn út úr Lambhúsinu í dag, Þurftum að setja keðjur á dráttarvélina fyrst og í kvöld var komið vægt frost þannig að við þurftum að setja haugsuguna inn svo frjósi ekki í henni í nótt. Í kvöld ætlum við í 40 ára afmæli Aðalsteins á Auðnum sem hann heldur upp á að Melum.

 

 25. okt. 2006

Í dag komu þeir Ólafur G Vagnsson sauðfjárráðunautur Búnaðarsambands Eyjafjarðar og Þórður Sigurjónsson, en þeir voru að enda yfirferð um héraðið til að skoða og mynda þá lambhrúta sem komu best út úr lambhrútaskoðun í haust. Hér voru það 4 hrútar sem lentu í þessum flokki, 3 með 86,5 stig og 1 með 87,5 stig,  það er nú endanlega ljóst að hann er besti lambhrúturinn í héraðinu þetta haustið. Hann er líkt og sá sem var á toppnum 2005 undan Hyl 01-883 frá hesti í Borgarfirði. Þetta er þriðja árið í röð sem besti hrútur héraðsins er hér á Staðarbakka, 2005 var það Þrymur 05-250 sem er eins og áður segir einnig undan Hyl, en 2004 var það Þróttur 04-240 sem er undan Spak 00-909. Þetta er mjög ánægjulegur árangur og gefur góð fyrirheit um góðar framfarir í ræktununni næstu árin líkt og verið hefur undanfarin ár.

25. okt. 2006

Þá er ég búinn að gerast að fullu notandi þessarar síðu var að borga árgjaldið sem er 2.990 kr. og gildir það til 25.10.2007. Nú hef ég til eigin afnota 1024 megabæti og mun því geta bætt heil miklu inn á þessa síðu.

24. okt. 2206

Í dag var verið að taka frá það síðasta sem á að slátra. Það var svo sótt í kvöld 32 ær og 8 hrútar. Heiðar kom að sækja það kl að ganga 9. Það er nú gott að þessu sláturvesini er lokið þetta haustið. Hefur reyndar gengið ágætlega enda verðið búið að vera mjög gott í haust og það er mikill munur að stússa í fé í góðu veðri.  

 

22. okt. 2006

Þá er maður kominn heim aftur eftir velheppnaða afmælisferð. Fórum út að borða í gærkveldi með Ingu og Sævari á Pengs, sem var mjög gaman. Þar komu aðeins Auður María og fjölskylda með blóm og sælgæti handa mér í afmælisgjöf. Í dag fórum við Sigrún svo í bíó að sjá Mýrina, er þetta velheppnuð mynd að mínu mati og óhætt að hvetja alla til að sjá hana. Við fórum svo í Hlíð að heimsækja tengdamömmu og var hún bara nokkuð herss, þrátt fyrir háan aldur (95 ár). Þegar við svo komum heim áðan kl. að ganga 9 var aðeins hríðarfjúk og orðið grátt í rót.

 

 21. okt. 2006

Jæja þá á maður afmæli í dag orðinn nokkuð fullorðinn. Ég fékk stakk og seðlaveski frá frúnni á afmælisgjöf. Við vorum að ganga frá kjötinu af heimaskurðinum í dag, saga niður og pakka inn og setja í frost, þetta er búið að hanga í viku sem er mjög gott. Svo á að fara út að borða í kvöld í tilefni dagsins og kannski að skemmta sér eitthvað meira og gista svo í Ránargötunni í nótt. Læt þetta duga þarf að fara að skella mér í bað og skvera mig til, kl: orðin 17:40.

 

 16. okt. 2006

Ég byrjaði daginn með því að brjóta lög, með öðrum orðum setti ég nagladekkin undir bílinn, þetta varð ég að gera vegna þess að við hjónal. þurftum að fara á Blönduós til að slátra og í nótt kom hálka á fjallvegi. Við lögðum af stað rétt upp úr kl. 10 og gekk ágætlega. Slátrunin gekk vel og kom ágætlega út, þunginn var 15,74 kg. gerðin 10,08 og fitan 7,20. Haustið virðist ætla að koma ágætlega út þunginn um 300 gr. meiri en í fyrra eða um 16,4 kg. gerðin verulega betri eða rúmlega 10 og fita um 7,6 en ég á nú eftir að skoða þetta betur og set það þá inná síðuna um búskapinn.

15. okt . 2006

Ragnar og frú komu að sækja féð um kl: 16. Það fóru 166 lömb og 35 ær. Það gekk ágætlega að setja á bílinn, Brósi og Magga voru komin heim til að reka á bílinn, en þau fóru með barnabörnin í leikhúsið kl:14 að sjá Karíus og Baktus sem LA er að sýna núna. Beta kom áðan að sækja hjólastólinn handa Denna en hann fótbrotnaði í vikunni þegar keyrt var á hann á bílastæðinu þar sem hann vinnur.

 Búin að snæða, ætla svo að fara að affrysta frystiskápinn fyrir frúna eða þannig, hún er núna að tala við Sólveigu sóp. þær eru í kasti núna.

Þá er búið að reka inn og nú er ég að fara að  snæða hádegisverðinn.  

 

14. okt. 2006.

Jæja þá er dagur að kveldi kominn og best að far að halla sér. Það þarf að reka inn á morgun, Ragnar Bjarnason í Norðurhaga var að hringja áðan, hann ætlar að vera kominn upp úr kaffinu á morgun og sækja um 200 kindur sem á svo að slátra á Blönduósi á mánudaginn. Þá verður nú að verða búið að slátra hér á þessu hausti aðeins eftir á milli 40 og 50 kindur. Gott að þetta er að verða búið.

Nú er Brussa komin sem hausmynd á þessa síðu, annsi flott. Nú er Anton farinn í bæinn aftur og ég og Brussa erum að fara að gá að fénu hvort það hafi nokkuð lagst afvelta eða farið sér að voða niður í skurðum.

Nú er Anton búinn að leggja sig og sprottinn upp aftur !!!!!!!!!!

 

Í dag var slátrað heima alls 13 lömbum og 4 veturgömlum kindum. Auk heimafólks komu Birgitta, Anton og Hákon Þór að hjálpa til við slátrunina. Byrjað var laust fyrir kl. 9 og allt var frágengið um kl. 14. Í morgun hefur verið hvöss sunnan átt og hlýindi um 10 stiga hiti, en spáð er kólnandi.

 

10.10.2006

Upphafs færsla

Guðmundur Skúlason heiti ég og er bóndi á Staðarbakka í Hörgárbyggð. Á Staðarbakka er tvíbýli og er búið þar með 640 kindur og nokkur hross, einnig er stunduð skógrækt í um 50 ha girðingu. Nú er aðal vinnan í sambandi við fjárræktina í gær voru mældir og stigaðir hér tæpir 50 lambhrútar og stigaðist sá sem hæst fór uppá 87,5 stig sem gerir það að besti lambhrútur héraðsins er þriðja árið í röð upp runnin hér á Staðarbakka. Meira um þetta síðar. Búið er að selja talsverðan hóp af þessum hrútum til lífs, 4 voru seldir í gær og 6 í dag.

Læt þetta duga í dag. GS

 

 

 

 

Flettingar í dag: 37
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 403
Gestir í gær: 132
Samtals flettingar: 108147
Samtals gestir: 24309
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:28:21
clockhere

Staðarbakki

Nafn:

Guðmundur Skúlason & Sigrún Franzdóttir

Farsími:

846 1589/615 1949

Afmælisdagur:

21. okt. og 6. febr.

Heimilisfang:

Staðarbakki

Staðsetning:

Hörgársveit

Heimasími:

462 6756

Um:

Við erum bændur á Staðarbakka og búum þar með sauðfé.

Kennitala:

211051-4509

Bankanúmer:

1187-26-10528

Tenglar