Velkomin á heimasíðu Guðmundar og Sigrúnar Staðarbakka Hörgársveit

Fréttir jan. 2017

         

25. jan. 2017

Ef heiðríkt er og himinn klár,
helgri Páls á messu,
mun þá verða mjög gott ár
maður upp frá þessu.

Höfundur ókunnur. 

 Þótt Þorrinn sé genginn í garð er nú ekki mikil þorratíð úti og nánast auð jörð á lálendi.

 
 

     16. jan. 2017    

Tunglið lýsir á milli Dranga og Kistu.
 

      9. jan. 2017

Í dag eru liðin 50 ár síðan ég tók þátt í því að sækja Guðríði ljósmóður. Eldsnemma um morgun lögðum við bræður af stað í þessa för á Land Rover gamla (1954). Það var komið með Guðríði á móti okkur út í Þórustaðagil, það er þar sem Dalvíkurafleggjarinn er við veg 1. Guðríður var stödd á Akureyri þar sem hún vann á fæðingardeildinni, en hún átti heima á Myrká og var ljósmóðir hér í sveit. Veðri var þannig háttað að það var hlákubloti, sem gerði það að verkum að sæmilega tókst til með þetta ferðalag. Það var talsverður snjór á jörðu og færð var þannig háttað að hún var lengst af sæmileg en svo voru nokkur erfið höft, sem hefði verið erfitt að komast yfir ef ekki hefði verið aðeins farið að blotna í snjónum. Þegar við komum fyrir neðan Myrká á heim leið, hljóp Guðríður þar heim til að ná í ljósmóðurtösku sína. Mér er það mjög minnistætt þegar við héldum áfram, en þá var einn erfiðasti skaflinn á allri leiðinni, neðan við Fjóshólana á Myrká, yfir að fara. Guðríður var orðin mjög stressuð hvort hún næði í tæka tíð til að sinna sínu ljósmóðurhlutverki. Og þarna ruggaði gamli Landinn í gegnum skaflinn og ljósmóðirin ruggaði sér með fram og til baka að slíkri innlifun og ákefð að það er ógleymanlegt og örugglega hefur okkur skilað aðeins fyrr yfir skaflinn fyrir hennar lífróður í bílnum. En allt tókst þetta nú vel og við náðum vel áður en barnið fæddist og ég er vissum að Guðríði létti mjög við það. Meybarnið fæddist svo vel fyrir hádegi og í tímans rás fékk hún nöfn ammanna sinna Helga Margrét. Á myndinni hér að ofan er hún með eitt af sínum uppáhalds og hallaði sér gjarnan að því og sagði ofur blítt „æi deiið“. Helga mín innilega til hamingju með daginn þinn.

     1. jan. 2017

  Guð gefi okkur öllum gæfu og farsæld á nýbyrjuðu ári 2017.
Flettingar í dag: 37
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 403
Gestir í gær: 132
Samtals flettingar: 108147
Samtals gestir: 24309
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:28:21
clockhere

Staðarbakki

Nafn:

Guðmundur Skúlason & Sigrún Franzdóttir

Farsími:

846 1589/615 1949

Afmælisdagur:

21. okt. og 6. febr.

Heimilisfang:

Staðarbakki

Staðsetning:

Hörgársveit

Heimasími:

462 6756

Um:

Við erum bændur á Staðarbakka og búum þar með sauðfé.

Kennitala:

211051-4509

Bankanúmer:

1187-26-10528

Tenglar