Velkomin á heimasíðu Guðmundar og Sigrúnar Staðarbakka Hörgársveit

Fréttir maí 2016

     29. maí 2016

Sauðburður er að verða langt kominn þetta vorið og hefur hann gengi vel enda tíð verið með besta móti.

Hér er hún Trölla með lömbin sín. Hún hefur það helst til síns ágætis að vera mikil mjólkurær.

 

Sigrún kom heim úr Hlíð núna yfir helgina og brá sér í sitt hlutverk í fjárhúsunum sem bókari þegar er verið að marka og merkja....

......og Lubbi litli naut þess að liggja í garðanum í skjóli af hjólastólnum. Sætur hann.

 

 

 

 

 

 

Þrátt fyrir hlýindin undanfarið er nú enn mikill snjór í Grjótárhnjúknum.

     20. maí 2016

Lubbi minn hefur margt að skoða á nýja bænum sínum.....

 

 

 

........hér er býsna varasamt og betra að fara að öllu með gát.

     17. maí 2016

Ég hafði samband við Önnu á Hjaltastöðum til að vita hvort hún ætti enn þá bróðir hans Lappa og ef svo vær hvort hún væri tilbúin til að láta okkur fá hann. Það var auðsótt mál. Við Sigrún og Gestur skruppum því í Skagafjörðinn í kvöld og sóttum Lubba litla, sem virðist vera blíður og góður. Hér er hann kominn á nýja heimilið sitt og fer vel á með honum og nýrri húsmóður. Við kunnum þeim Önnu og Þórólfi bestu þakkir fyrir hann og Lappa heitinn.

     16.maí 2016

Það var mikill sorgardagur hér í dag. Það fyrsta sem ég sá í morgun þegar ég ætlaði að hleypa hundunum úr var að þetta fallega dýr, hann Lappi litli minn var dáinn, hafði hengst í nótt. Þvílík aðkoma að þessum hvolpi sem ég hafði bara átt í einn mánuð en okkur þótti orðið óendanlega vænt hvorn um annan. En óhöpp og slys spyrja víst ekki að því. Ég kvaddi því þennan góða vin minn með miklum söknuði þegar ég gróf hann í blómagarðinum í dag. Bless vinur minn. 

       13. maí 2016

Lappa mínum þykir voða gott að draga mottu ofan í svelginn og liggja þar. Hann er núna allur blautu því þegar hann sullar sig út í einhverri for förum við niður að á og hann baðar sig í henni, alveg án minnar aðkomu nema ég fylgi honum að ánni.

      8. maí 2016   

Sauðburður í Flögu kominn í fullan gang.

Svargolta með hrútinn sinn.
Snædís bar sínum þremur lömbum úti í sólinni í dag.
Lappi litli fylgist með inni.
Hér erum við Lappi að setja brynningardall út fyrir ærnar sem eru í hólfinu við fjárhúsin.
Ég fór með hrútana fram í hólf í dag.....
...og þeir fengu með sér góða rúllu til að nasla í.

     4. maí 2016

Ég fór með Sigrúnu í Hlíð í dag og þar ætlar hún að vera yfir sauðburðinn.

     3.maí 2016

Það vorar og Tjaldurinn kominn í eyrina neðan við Flögu.
Lappi litli að fylgjast með ánum í Flögu þegar þær koma inn.

 

Flettingar í dag: 37
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 403
Gestir í gær: 132
Samtals flettingar: 108147
Samtals gestir: 24309
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:28:21
clockhere

Staðarbakki

Nafn:

Guðmundur Skúlason & Sigrún Franzdóttir

Farsími:

846 1589/615 1949

Afmælisdagur:

21. okt. og 6. febr.

Heimilisfang:

Staðarbakki

Staðsetning:

Hörgársveit

Heimasími:

462 6756

Um:

Við erum bændur á Staðarbakka og búum þar með sauðfé.

Kennitala:

211051-4509

Bankanúmer:

1187-26-10528

Tenglar