Fréttir júlí 2016 31. júlí 2016
|
Í dag var Per Óskar skírður í Möðruvallakirkju af Magnúsi Gunnarssyni. Á myndinni eru auk prestsins, mamman Auður María með Per Óskar og guðmæðurnar Sólveig Elín og Perla Fanndal.
|
Per Óskar að glíma við pakka, sem hann fékk í dag.
|
|
Það var blítt veður í dag og á himni mátti sjá þessar skemmtilegu skýjaslæður. |
29. júlí 2016
|
Það er afmælisdagurinn hennar mömmu í dag og einnig brúðkaupsafmæli okkar Sigrúnar (9 ára). Eins og venja hefur verið komum við afkomendurnir þeirra mömmu og pabba og skyldulið saman. Eins og stundum áður gerðum við það í Arnarnesi og nutum þar góðs viðurgjörnings hjá þeim hjónum Jósavin og Eyglóu. Að þessu sinni var hópurinn óvenju stór, þar sem þau sem búa í Danmörku voru með núna. Þetta er ágætur siður og gerir það að verkum að flestir í þessum hópi hittist í það minnsta einu sinni á ári. |
|
Þessa fallegu mynd tók ég svo á heimleiðinni. |
21. júlí 2016
|
Í dag kom Auður María með 4 yngstu börnin sín þá bræðurna: Gauta Heimi og Ívar Franz og þau sem eru á myndinni: Ídu Guðrúnu og Per Óskar og svo má sjá Lubba vera að heilsa upp á gestina. |
|
Hér eru þau amma og Per Óskar eitthvað að ræðast við, enda eru þau að sjást í fyrsta skipti í dag og Ída Guðrún er eins og fegurðardrottning á milli þeirra. |
17. júlí 2016
Við erum að verða búnir að ganga frá rúllunum úr þessum ágæta fyrrislætti, þar sem hey náðist vel verkað.
|
Hér eru rúllur komnar heim að hlöðu á flutningstækjunum..... |
|
.....og hér er rúllan að koma inn........ |
|
......og Hákon Þór og Guðrún Margrét sjá um rúllan falli vel í stæðuna. |
|
En úti leika vinirnir Kátur og Lubbi sér og æfa hlaup og bardagalist. |
10. júlí 2016
|
Villtur gróður þrífst vel á þessu góða sumri og allur fyrri slátturinn að verða kominn í rúllur. |
|
Flettingar í dag: 37 Gestir í dag: 10 Flettingar í gær: 403 Gestir í gær: 132 Samtals flettingar: 108147 Samtals gestir: 24309 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:28:21
|