Fréttir ágúst 2016 29. ágúst 2016
|
Þá er sjálfur Höfuðdagurinn upprunninn og spáir ekki illa fyrir haustinu. Þetta er búið að vera mikið gróðursumar og enn er allt í fullri sprettu, enda ekki komið frostkul nokkra nótt.
26. ágúst 2016
Þá er maður orðinn fjórhjólseigandi. Keypti það hjá Jötun vélum í fyrradag og Gestur kom svo með það í gær á kerru. Vonandi að það reynist mér vel og létti mér störfin í ellinni.
15. ágúst 2016
|
Fallega sveitin mín í síðsumarskvöldsólinni, þegar skuggar fjallanna eru farnir að teygja sig niður í dalinn og skemmtiferðaskip líður út fjörðinn eftir skoðunarferðir farþeganna í dag. |
|
Síðar sama kvöld ekki minni fegurð. |
14. ágúst 2016
|
Við Sigrún fórum á frænkuhitting í kaffihúsinu í Listigarðinum. Hér má sjá þær frænkurnar Sigríði Hlíðar og Sigrúnu.....
|
....og hér eru þær með það af skylduliði sínu sem viðstatt var.
5. ágúst 2016
|
Við fengum góða heimsókn í dag þegar þau kæru hjón Halldór og Kristbjörg á Egilsstöðum komu og það var margt spjallað. |
4. ágúst 2016
|
Það var nokkuð sérkennilegt veður í dag. Það mætti ef til vill lýsa því helst þannig að það hafi verið sólskinsskúrir. En það sem var nú allra óvenjulegast var þessi regnbogi, sem var nú eiginlega enginn regnbogi, heldur var þetta litasamsetning regnboga, sem lá alveg niður í dalbotninum. |
2. ágúst 2016
|
Í dag fórum við Sigrún með Katrínu og Emil til Siglufjarðar. Katrín hafði gaman af að koma þangað og sjá allar breytingarnar, sem þar hafa orðið á þeim 9 árum sem eru liðin frá því að hún átti heima þar og Emil að fá að sjá hvar Katrín átti heima. |
|
|
|
Flettingar í dag: 114 Gestir í dag: 60 Flettingar í gær: 403 Gestir í gær: 132 Samtals flettingar: 108224 Samtals gestir: 24359 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:49:24
|