31. okt. 2016
Ég fór í ristilspeglun til Akureyrar í dag. Það kom allt vel út þannig að ég er allavega ekki dauðvona alveg í bráð af hans orsökum.
29. okt. 2016
Þá er kosningadagurinn upp runninn með talsverðri snjókomu, sem endaði í 11 cm snjólagi þegar stytti upp seinnipartinn.
|
Þessir drengir brugðust skjótt við þegar við Sigrún mættum á kjörstað í Þelamerkurskóla um hádegið og skófu snjóinn af þessum fáránlega hjálastólarampi. Þessi rampur er þeim sem hannaði hann til ævarandi skammar. Sveitarstjórn ætti að láta fjarlægja þetta mannavirki og láta setja upp nothæfan ramp og allt á kostnað hönnuðar verksins. Ég er búinn að sjá margt misjafnt, sem ætlað er fötluðum, en þetta er eitt það vitlausasta sem ég hef augum litið. Það er ekki nóg að hafa prófgráður til að gera hlutina það þarf líka að hafa, þó ekki væri nema smávegis vit!
|
Smellti þessari mynd af kjörstjórinni þegar við Sigrún vorum búin að setja X við V-ið. |
|
|
Spói notar tímann til að þrífa sig á meðan beðið er eftir fyrstu tölum. |
28. okt. 2016
|
Þessir kappar komu í dag og hvað skyldi það nú tákna? Jú, það er víst 1. í rjúpu í dag. Það fór nú heldur lítið fyrir veiðinni í dag, enda lentu þeir í versta veðri til fjalla, hvössum éljum með tilheyrandi skafrenningi. |
26. okt. 2016
|
Í dag á hún Ída Guðrún afmæli. Á myndinni er hún að heilsa upp á Lubba þegar hún kom í heimsókn til afa og ömmu í sumar og gladdi þau með sinni nærveru.
Amma og afi senda þér innilegar afmæliskveðjur elsku stúlkan okkar.
|
25. okt. 2016
|
Þá er hann mættur sá hvíti. Þetta er í fyrsta skipti á þessu hausti sem gránar, enda haustið búið að vera mjög gott, bæði hlýtt og fremur þurrt, einkum seinni hlutinn. |
21. okt. 2016
|
Þá er nú komið að því að yfirgefa Þorrasali, eftir ágæta dvöl þar. Hér er hann Tómas okka að ryksuga áður en við höldum heim. |
|
Allt tilbúið til brottfarar í bleytunni, sem allt speglast í á bílastæðinu.... |
|
.....já borgin kvaddi okkur með úrhelli. |
|
En hér erum við komin norður fyrir Holtavörðuheiði og erum að fá okkur hressingu í Staðarskála og rigningin að baki. Eitthvað er nú karlinn orðinn gamallegur, enda bætti hann við sig einu priki á áraskala lífsins í dag. |
19. okt. 2016
|
Það var hávaðarok og rigning í borginni í dag þannig að við fórum ekki út úr húsi nema Tómas Leonard, sem fór að heimsækja vin sinn Þóri Leó. |
18. okt. 2016
|
Það tilheyrir náttúrlega að skreppa aðeins að Bessastöðum, þegar maður skreppur suður. |
17. okt. 2016
|
Þessi kappi á merkisafmæli í dag, búinn að leggja að baki átta tugi ára. Hann er nú staddur norðan heiða á sínum uppeldisstöðvum í tilefni áfangans á lífsins leið. En við Sigrún eru sunnan heiða og getum því ekki fagnað með honum. Jónas hefur lengst af sinnar ævi átt heima í Keflavík, með henni Guðrúnu sinni og eignast með henni þrjá syni. Hann var lengst af sinnar starfsævi fiskinn og happasæl skipstjóri
Við Sigrún sendum þér Jónas Ragnar okkar bestu afmæliskveðjur, með ósk um að þið Guðrún megið njóta dagsins.
|
Jónas Ragnar Franzson fyrir nokkrum áratugum.
|
Tómas Leonard og amma að fá sér í svanginn, eftir að hún fékk góða skoðun hjá augnlækninum í dag.
|
16. okt. 2016
|
Allt tilbúið að leggja íann til höfuðborgarinnar í haustblíðunni......
.......og hér erum við komin í íbúð bænda í Þorrasölum í Kópavogi. |
14. okt. 2016
|
Hauströkkur á láði ! |
10. okt. 2016
|
Í dag var slátrað rest frá okkur þetta haustið hjá SAH Afurðum á Blönduósi. Útkoma haustsins er vel viðunandi. Meðalvigt er 17,90 kg það er 100 gr þyngra en í fyrra. Meðalgerðartala er 10,50 sem er örlítið lægra en í fyrra. En meðalfitutalan er hins vegar nokkru hærri en í fyrra og raunar einnig undan farin ár eða 7,84 sem er um hálfum hærra en verið hefur síðustu ár. Tvennt getur trúlega skýrt þessa auknu fitu. Annars vegar er það hvað gréri snemma og þar með sölnaði frekar snemma og hins vegar er um að kenna veturgömlu hrútunum, sem komu frekar slakt út þetta árið. |
6. okt. 2016
|
Í dag fórum við Stefán Lárus í eftirleit hér fram á Hörgárdalinn í einstakri haustblíðu....
|
.......Hér er Lubbi minn að kæla sig. |
|
|
....Hér er svo Stefán kominn heim að girðingu og búinn að setja gráu tvílembuna sína inn í girðinguna, sem hann fann fram á Grjótárdal. Við náðum líka tvílembu ofan við Sel, sem reyndist vera frá Minni Ökrum 2 í Akrahreppi. |
5. okt 2016
Haustfegurð!
|
2. okt. 2016
|
Ein af þeim athöfnum sem eru árvissar hjá sauðfjárbóndanum er að velja lífgimbrarnar. Í dag var einmitt komið að þessu hér á Staðarbakka. Þetta fer þannig fram hér að fyrst er merkt við þær gimbrar í haustbókinni, sem koma til greina sem lífgimbrar og þær svo sér merktar þegar öll lömbin eru vegin strax eftir 1. göngur. Úr þessu verður svo til hópur gimbra, svona hátt að því tvöfaldur sá fjöldi sem endanlega verður settur á. Svo kemur að þessum degi eins og í dag að hópurinn er rekinn inn til endanlegs vals. Hjá okkur má segja að það séu þrír megin þættir sem þar eru hafðir í huga.
Í fyrstalagi er það ætterni og við það val er svokallað BLUP mat í „fjárvís“ mjög nytsamlegt. Þetta er kynbótamat byggt á ætterni hvers lambs, sem spáir fyrir um hvernig kindin geti reynst til að bæta eiginleika fjárins er varðar þá eiginleika sem helst eru eftir sóknarverðir á einu fjárbúi. Annars vegar er þetta spá um kjötgæðaeiginleika, það er hversu góð vöðvasöfnun verður og með hóflegri fitu. Hins vegar um hvers má vænta í framtíðinni ef gimbrin er sett á hvað varðar frjósemi og mjólkurlagni á fullorðins árum. Í BLUP matinu fær meðalkindin 100 þannig að eftir því sem hún fer hærra yfir 100 þess meira má vænta af henni til kynbóta. Því lengri og réttari ætternisskráningin er í „fjárvís“ því öruggara er kynbótamatið. Mér finnst best að velja fyrir öllum atriðunum og þá gjarnan þannig að aðrar gimbrar komi ekki til greina en þær sem ná meðaltali búsins í hverjum þætti. Meðaltalið hjá mér þegar allt var valið:
Vöðvi 112. Fita 106. Frjósemi 104. Mjólkurlagni 107.
Þá er það annar þátturinn, sem er stigun gimbranna. Þar eru annars vegar gefin stig fyrir frampart og hins vegar fyrir malir og læri sameiginlega. Þetta er þuklunarmat þar sem maður reynir að gera sér grein fyrir byggingarlagi og þar með vöðvasöfnun. Gefin eru stig fyrir hvorn þátt. Fyrir frampart er skalinn sem notaður er um það bil frá 6 sem er afleitt upp í 10 sem er það besta sem finnst. Fyrir hópa af lömbum má segja að meðaltal frá 8,5 að 9 sé mjög gott og 9 og þar yfir alveg frábært. Fyrir malir og læri er skalinn hins vegar frá 15 sem er ótækt upp í 20 sem eru einsstök gæði þessara eiginleika. Hér er það því 17,5 upp í 18 ágætt og allt yfir 18 í rauninni frábært fyrir lambahóp. Meðaltal lífgimbranna núna hjá mér varð:
Fyrir frampart 9,0 og fyrir malir og læri 18,1.
Þá er það síðasti þátturinn sem er sjónmat. Þar er það nú mat hvers og eins bónda hvað honum finnst prýða eina gimbur. Þar getur margt komið til t.d. hvort gimbrin er hornótt eða kollótt, ullarfar og litur, fegurð á velli og ræktarlegur svipur. Einnig þarf að líta eftir hvort um sé að ræða sérstaka galla t.d. kjaftgalla og/eða gallaða fætur.
Að öllu þessu gerðu verður til lífgimbra hópur, sem maður hefur lagt vinnu og metnað í að velja og nú sem oftast áður er ég bara nokkuð ánægður með mínar.
Mörgum kann að finnast að hér vanti að minnsta kosti einn þátt inn í það er ómmæling. Því er til að svara að hún hefur ekki verið gerð á gimbrum hér í yfir 20 ár. (Bara á lambhrútum og það er aðeins þá, sem ráðunautar eru fengnir hér á bæ) Ástæðan er sú að ómmæling og hvað út úr henni kemur hefur engin áhrif hvað kjötmat varðar og annað hitt að ekkert á skepnunni er eins háð umhverfisþáttum og bakvöðvaþykkt. Það segir manni t.d. ekkert að bera saman bakvöðva á lömbum, annars vegar sem eru að koma af nýgræðingi úr háfjöllum og öðrum sem hafa verið að snöltra á sölnuðum gróðri heim við girðingar fyrir göngur, hvað þá lambahóp, sem gengið hefur á káli margar vikur. Til að val á líflömbum sé markvisst til kynbóta, verður það að byggjast sem mest á erfðum en sem minnst á umhverfisþáttum sem lambið hefur búið við síðustu vikurnar fyrir líflambavalið.
|
Hér má sjá hluta af gimbrunum.
|
Þessir voru að hjálpa mér í dag: Gestur, Gauti, Snæbjörn og Lubbi. |
|
|
|
|