Fréttir júní 201520. júní 2015
|
Þá er hjólastólarampurinn fullsmíðaður, kláraðist í blíðviðrinu í dag. |
|
Sigrún að prófa rampinn. Það verður mikill munur fyrir okkur að fara út og inn í bíl við þessar aðstæður. |
18. júní 2015
|
Við Stefán vinur minn á Bægisá, notuðum sjálfan þjóðhátíðardaginn í gær til að byrja á að smíða hjólastólaramp fyrir framan forstofudyrnar. Okkur sóttist verkið bara nokkuð vel. |
|
Enn er stór skafl hérna suður og niður í Gilinu, ekki nema um 200m frá bænum. |
14. júní 2015
|
Í dag fórum við Sigrún í fermingarveislu Bjarteyjar Unnar Stefánsdóttur í Klifshaga. Veislan var haldin í grunnskólanum að Lundi. Þetta var glæsileg veisla og líka gaman að bregða sér þetta í góða veðrinu í dag. |
10. júní 2015
|
Í gær sótti ég Sigrúnu í Hlíð, hún er búin að vera þar yfir sauðburðinn eða frá 8. maí. Hér er ég svo kominn með forystugimbrina til að sýna Sigrúnu hana...
|
og hún fékk líka að sjá Litlu-Frekju. |
|
8. júní 2015
|
Hér er ég með heimagangana Litli-Frekju og Blíðfinn og Tryggur fær að vera með líka...
|
...og hér er Gestur með sömu hrúguna.
|
Getum við ekki fengið meira klapp, mætti ætla að þeir Blíðfinnur og Tryggur væru að segja. |
|
|
6. júní 2015
|
Byrjað var að bera á hér í dag, enda túnin að verða græn.
|
Hér er hún L. Lyppa mín með lömbin sín tvö. Hún er yngri forystuærin mín og lömbin eru unda Blesa hans Hákonar. Þannig að þetta eru hreinræktuð forystulömb. Mjög sæt.
|
Sauðburði er nú alveg að ljúka. Hér er næst síðasta þrílemban nýlega borin. |
|
|
Flettingar í dag: 33 Gestir í dag: 11 Flettingar í gær: 47 Gestir í gær: 17 Samtals flettingar: 109270 Samtals gestir: 24720 Tölur uppfærðar: 3.12.2024 16:42:39
|