Velkomin á heimasíðu Guðmundar og Sigrúnar Staðarbakka Hörgársveit

Fréttir júní 2015

20. júní 2015

  Þá er hjólastólarampurinn fullsmíðaður, kláraðist í blíðviðrinu í dag.
 Sigrún að prófa rampinn. Það verður mikill munur fyrir okkur að fara út og inn í bíl við þessar aðstæður.

18. júní 2015

  Við Stefán vinur minn á Bægisá, notuðum sjálfan þjóðhátíðardaginn í gær til að byrja á að smíða hjólastólaramp fyrir framan forstofudyrnar. Okkur sóttist verkið bara nokkuð vel.
Enn er stór skafl hérna suður og niður í Gilinu, ekki nema um 200m frá bænum.

14. júní 2015

  Í dag fórum við Sigrún í fermingarveislu Bjarteyjar Unnar Stefánsdóttur í Klifshaga. Veislan var haldin í grunnskólanum að Lundi. Þetta var glæsileg veisla og líka gaman að bregða sér þetta í góða veðrinu í dag.

10. júní 2015

  Í gær sótti ég Sigrúnu í Hlíð, hún er búin að vera þar yfir sauðburðinn eða frá 8. maí. Hér er ég svo kominn með forystugimbrina til að sýna Sigrúnu hana...

  og hún fékk líka að sjá Litlu-Frekju.

8. júní 2015

   Hér er ég með heimagangana Litli-Frekju og Blíðfinn og Tryggur fær að vera með líka...

...og hér er Gestur með sömu hrúguna.

  Getum við ekki fengið meira klapp, mætti ætla að þeir Blíðfinnur og Tryggur væru að segja.

 6. júní 2015

  Byrjað var að bera á hér í dag, enda túnin að verða græn.

  Hér er hún L. Lyppa mín með lömbin sín tvö. Hún er yngri forystuærin mín og lömbin eru unda Blesa hans Hákonar. Þannig að þetta eru hreinræktuð forystulömb. Mjög sæt.

  Sauðburði er nú alveg að ljúka. Hér er næst síðasta þrílemban nýlega borin. 
Flettingar í dag: 33
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 47
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 109270
Samtals gestir: 24720
Tölur uppfærðar: 3.12.2024 16:42:39
clockhere

Staðarbakki

Nafn:

Guðmundur Skúlason & Sigrún Franzdóttir

Farsími:

846 1589/615 1949

Afmælisdagur:

21. okt. og 6. febr.

Heimilisfang:

Staðarbakki

Staðsetning:

Hörgársveit

Heimasími:

462 6756

Um:

Við erum bændur á Staðarbakka og búum þar með sauðfé.

Kennitala:

211051-4509

Bankanúmer:

1187-26-10528

Tenglar