Velkomin á heimasíðu Guðmundar og Sigrúnar Staðarbakka Hörgársveit

Fréttir maí 2015

30. maí 2015

 Þrátt fyrir nýstingskuldann, sem búinn er að vara allan maí er nú aðeins að koma litur á tún. Sauðburðurinn gengur vel, en þetta er erfitt bags í kuldanum. Það sem ber hér heima er flutt út í Flögufjárhús reglulega til að fá meira pláss fyrir lambær hér heima. Eins og sjá má á bílnum á myndinni er Doddi hérna að hjálpa okkur Gesti og er búinn að vera þessa viku, en fer svo á morgun.

  Ég á reyndar 50 ára fermingarafmæli í dag. Við vorum 5 sem Stefán Snævar fermdi í Bægisárkirkju á þessum degi 1965. Þetta voru auk mín: Droplaug Eiðsdóttir, Þórdís Ólafsdóttir, Aðólf Kristjánsson og Ragnar Árnason.

26. maí 2015

  Sjá þarna hafa TRÖLLIN gengið í bergið, allavega kom þarna slóð eftir þau í nótt

 20. maí 2015

  Sofið í skoti sínu. Þessi litla gimbur kom heim frá Flögu, er þrílembingur sem mistókst að venja undir þar.

18. maí 2015

  Nú er Flögu-sauðburðurinn búinn og gekk bara vel þrátt fyrir hel...vít.. kuldann. Það þurfti að taka allt inn meðan burðurinn stóð yfir og svo er verið að tína lambærnar út þessa dagana. Myndin er af ánum hérna heima, sem eru að byrja að bera núna.

 8. maí 2015

  Í dag fór ég með Sigrúnu inní Hlíð og ætlar hún  að vera þar yfir sauðburðinn.

2. maí 2015

   Ég var að þrífa öng í dag, þar sem trúlega verður ekki mikill tími til þess yfir sauðburðinn. Glansar þetta kannski ekki bærilega hjá mér?

  Annars er ég búinn að kaupa mér Lady til að annast gólfþrifin fyrir mig. Hún lofar bara góðu þessi elska.

 
Flettingar í dag: 114
Gestir í dag: 60
Flettingar í gær: 403
Gestir í gær: 132
Samtals flettingar: 108224
Samtals gestir: 24359
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:49:24
clockhere

Staðarbakki

Nafn:

Guðmundur Skúlason & Sigrún Franzdóttir

Farsími:

846 1589/615 1949

Afmælisdagur:

21. okt. og 6. febr.

Heimilisfang:

Staðarbakki

Staðsetning:

Hörgársveit

Heimasími:

462 6756

Um:

Við erum bændur á Staðarbakka og búum þar með sauðfé.

Kennitala:

211051-4509

Bankanúmer:

1187-26-10528

Tenglar