Fréttir nóv. 201428. nóv. 2014
|
Þá eru allar ærnar komnar á hús, eftir einstaklega góðan nóvember og ekki eftir neinu að bíða með að klára rúninginn. Myndin er af forystukindinni henni Lyppu haustið 2012 þegar hún var lamb. |
22. nóv. 2014
|
Í dag fór Sauðfjárræktarfélag Skriðuhrepps í bráðskemmtilega skoðunarferð á Strandir. Lagt var af stað klukkan að ganga níu í björtu en fremur svölu veðri, sem hélst allan daginn. Um kl. 13 var svo komið í Sauðfjársetrið, þar sem beið okkar framúrskarandi lambasteik. Eftir að hafa matast og skoðað sig um í Sauðfjársetrinu var ekið að fyrsta sauðfjárbúinu sem skoðað var. Alls voru skoðuð 5 bú og var okkur allsstaðar tekið með miklum myndarskap og áttum við ánægjulegar samræður við ábúendur. Viðkomustaðirnir voru: Tröllatunga, Miðdalsgröf, Heydalsá (tvö bú) og Broddanes. Gaman var að skoða mismundi fjárhús og aðstöðu í þeim og svo að sjálfsögðu fallegar og vel ræktaðar kollóttar Strandakindur. Allir vorum við ferðalangarnir sammála um að þetta hefði verið góður dagur og í alla staði vel heppnuð ferð. Við ferðuðumst á bíl frá Bílaleigu Akureyrar og sá undirritaður um að aka henni. Á myndinni er hópurinn á tröppum Sauðfjársetursins. |
18. nóv. 2014
|
Fagurt var til fjalla í ljósaskiptunum í dag. |
17. nóv. 2014
|
Sigrún fór í endurhæfingu í Kristnes 27. október og verður þar til 21. þ.m. Á myndinni er hún í iðjuþjálfun á fullu við kortagerð, enda styttist í jólin. |
|
Það er gott fyrir ærnar að njóta veðurblíðunnar úti og stytta húsvistina. Tvo síðustu vetur voru þær búnar að vera á húsi tæpar þrjár vikur um þetta leiti nóvember. |
15. nóv. 2014
|
Það er blíða upp á hvern dag en sólin er orðin ansi lágti á loft og geislar hennar daufir og rauðleitir eins og mátti sjá í Myrkárfjallinu í dag. Hér er nú vika síðan sólina hætti að sjá hér á bæ. |
Flettingar í dag: 114 Gestir í dag: 60 Flettingar í gær: 403 Gestir í gær: 132 Samtals flettingar: 108224 Samtals gestir: 24359 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:49:24
|