29. júní 2014
|
Gísli og Ragnheiður komu í dag með myndarlegu börnin sín að heimsækja Sigrúnu frænku sína. |
27. júní 2014
|
Flögukerlingin sveipuð dulúðri þokuslæðu. |
24. júní 2014
|
Flöguærnar voru rúnar í gær og dag og þeim sleppt til fjalla. Að venju voru þær frelsinu fegnar. |
22. júní 2014
Þá er nú loksins komið að því að garðurinn fái sína fegrun með gróðursetningu sumarblómanna.
|
|
|
...og svo lítur Sigrún yfir verkið með nokkurri velþóknun. |
|
|
13. júní 2014
|
Þá er hún Sigrún mín útskrifuð af Kristnesi, eftir 13 mánaða endurhæfingu þar. Margt hefur áunnist á þessum tíma t.d. allt frá því að vera alveg lömuð hægramegin til þess að geta í dag gengið aðeins um innandyra með fjögurra arma staf og frá því að nærast eingönu í gegnum sondu til þess að borða nú allan mat á hefðbundinn hátt. En baráttan heldur áfram við að ná sem mestum styrk. Það kemur sjúkraþjálfari tvisvar í viku og svo ætlar Áslaug á Myrká að koma virku dagana og hjálpar Sigrúnu við daglegar athafnir. En mest og best hefur hin létta lund Sigrúnar minnar, ekki aðeins hjálpað henni í þessari ströngu báráttu heldur og líka mér og öllum sem í kringum hana eru. Kjörorð hennar eru „ég veit, ég skal, ég get“. Áfram mín kæra!!! |
|
Það tók síðasta snjóinn upp úr Kinninni fyrir neðan Berghúsin í dag. Vanalega er þetta nú sá skafl sem síðast lætur í minni pokann fyrir vorsins blíðu hér í nágrenni bæjarins. En núna en hann ekkert seinna að taka upp, því eins og sagði frá í gær var þá fyrst að taka upp af túninu. Hér kemur til að lítið var um vestlæga hríð eða skafrenning í vetur, en það er sú átt sem mest safnast fyrir í Kinninni. |
12. júní 2014
|
Þá er loksins að taka upp síðustu skaflana af túninu. Það er hætt við að þessi tún verði missprottin. |
|
Við Gestur erum að endurnýja dálítinn spotta af girðingunni meðfram veginum sunnan og ofan við Flögu. Á veginum er „pissubíll“ að bleyta veginn fyrir heflun, sem sannarlega var ekki vanþörf fyrir. |
7. júní 2014
|
Ég brunaði með Sigrúnu niður fyrir fjárhús til þess að hún gæti tekið út ástandið á þeim kindum sem eftir eru þar. Hér er hún Bitta og lömbin hennar að sjúga. Allt í fínu standi að mati konunnar, sem missti alveg af því að sjá lömb á síðasta vori, þegar hún var að hefja sína vist í Kristnesi. |
|
Það þarf líka að taka út blómagarðinn í leiðinni. Húsbóndinn ekki búinn að hafa manndóm í sér til að gróðursetja sumarblómin. En það kemur að því. |
6. júní 2014
|
Í dag sótti ég Sigrúnu í Kristnes, en þar er hún búin að vera allan sauðburðinn eða síðan 11. maí. Þegar heim kom beið hennar pakki frá Danmörku, sem Auður hafði sent henni. Í pakkanum var þetta flotta armband, sem þær svilkonurnar eru að skoða á myndinni. Sigrún er mjög glöð að vera komin heim í Hvítasunnufrí. BRAVÓ. |
5. júní 2014
|
Tommi kom með áburðinn fyrir okkur í dag, þannig að nú verður farið að bera á. Ekki er nú snjórinn alveg farinn af þeim túnum sem vanalega er byrjað á og víða eru þau mjög blaut enn þá. |
|
Það er nú kominn grasþeli á þau tún sem komu fyrst undan snjó. |
|
...og ullin sprettur á ánum og Gestur rúði nokkrar þeirra í dag. |
4. júní 2014
|
Gott að kúra í veðurblíðunni.... |
|
...en mæðginunum Brussu og Trygg finnst betra að vera inni í hlöðu en að sólbaka sig úti... |
|
...en forustukindurnar: Öðlingur og L-Lippa eru hálf ráðvillt með ný fengið frelsið, þar sem vegir liggja til allra átta. En stefnan verður örugglega vonbráðar tekin eftir fjárgötum aldanna í safaríka sumarhaga afréttarinnar. |
2. júní 2014
|
Það er búin að vera veðurblíða undanfarið, hlýtt og sólríkt, þannig að gróður tekur mjög vel við sér og hér má sjá fyrstu blómin útsprungin í garðinum okkar... |
|
...og trén að laufgast, en mikill snjór undir Dranga gamla. |