Fréttir apríl 201424. apríl 2014
|
Gleðilegt sumar Er annars virkilega komið sumar?
|
23. apríl 2014
|
Ég lauk vetrinum með því að fara á stjórnarfundi hjá: SAH Afurðum og Sölufélags Austur-Húnvetninga kl.10 í morgun og svo voru aðalfundir félaganna eftir hádegið. Þetta var langt og strangt. Ég lagði af stað kl 8 í morgun og kom ekki heim fyrr en kl 21 í kvöld. Á myndinni eru þeir Björn Magnússon á Hólabaki formaður beggja félaganna og Eiður Gunnlaugsson forstjóri Kjarnafæðis og stjórnarmaður í SAH Afurðum, að glugga í árseikningana.
Ragna Hugrún vinkona okkar, kom til okkar í gærkveldi og var hjá Sigrúnu í dag meðan ég var fyrir vestan.
|
20. apríl 2014
|
Við hjónakornin á Staðarbakka, sendum okkar bestu óskir um gleðilega páskahátíð til allra sem heimsækja heimasíðuna okkar.
18. apríl 2014
|
Svona gott var nú gluggaveðrið í dag, gekk á með stórhríðaréljum. Þetta er nú svo sem ekkert óvænt, þar sem saman fer þetta árið: Páska- og sumarmálahretið og sjálf hrafnagusan í ofan á lag. Ágætt að ljúka þessum pakka af í einu vorhreti.
7. apríl 2014
|
Í morgun komu þær gellurnar frá Kristnesi: Harpa iðjuþjálfi og Helga sjúkraþjálfari, til að skoða aðstæður hér og kanna hvað væri hægt að panta og setja upp hér til að auðvelda Sigrúnu lífið hér heima. Planið er núna að hún komi heim á miðvikudaginn fyrir páska og verði að mestu hér heima fram í byrjun maí en verði svo á Kristnesi fram yfir sauðburð.
|
Já, hvítt er út að líta. Enn er keyrt ofan á snjónum hérna niður heimreiðina og býsna er hann djúpur eins og sjá má á póstkassanum, við hliðina á dráttarvélinni, sem rétt stendur upp úr „jöklinum“.
6. apríl 2014
|
Nokkurt reyfi af karlinum, eftir veturinn. |
|
Bæði ný rúin. Það er eins gott að fari að hlýna svo maður fá ekki bæði háls- og heilabólgu svona snoðinn.
3. apríl 2014
|
Sigrún og Jenný í góðum fíling á Kristnesi í kvöld!!! |
|
|
|
|
|
Flettingar í dag: 114 Gestir í dag: 60 Flettingar í gær: 403 Gestir í gær: 132 Samtals flettingar: 108224 Samtals gestir: 24359 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:49:24
|