Velkomin á heimasíðu Guðmundar og Sigrúnar Staðarbakka Hörgársveit

Fréttir mars 2014

30. mars 2014

Þá er fósturteljarinn Gunnar bóndi í Sandfellshaga, með son sinn með sér, mættur á „Jökulinn“ í sólinni til að telja hér í ám og gemlingum í dag. Þetta er níunda árið sem fósturtalning er framkvæmd hér á bæ.
Byrjað var út í Flögu um kl. 15:30 og allt var svo búið kl. 18:00. Talið var í 518 ám og gemlingum, meðalútkoma úr því var 1,83 lamb á kind. Meðaltalið hjá hverri á var 1,93 lömb og hjá á með lambi var það 2,02. Hjá gemlingunum var meðaltalið 1,24 lömb, en séu bara þeir lembdu taldir var það 1,47 lömb. Þetta verður bara að teljast bærileg útkoma.

22. mars 2014

Nú er búin að vera stórhríð í tvo og hálfan sólahring. Hún byrjaði að kvöldi þess 19. og það var svo orðið nokkuð gott veður aftur fyrir hádegi í dag. Sem betur fer fór ég út í Flögu um kvöldið, þegar var að versna og hýsti ærnar. Það var svo það dimmt og hvasst í fyrradag að ég lagði ekki í að fara út eftir að gefa þeim. En það var allt í lagi af því að ég vissi að þær voru inni, en ekki úti í stórhríðinni og svo gaf ég þeim líka góða aukatuggu þegar ég lokaði þær inni. Við Hákon fórum svo á snjósleðanum út eftir í gær og dag og gáfum þeim og brynntum. Ég gat náttúrlega ekki sótt Sigrúnu í Kristnes í gær, eins og ég er vanur á föstudögum, vegna veðurs og ófærðar þannig að hún verður að vera þar yfir helgina. Það hefur bætt mikið á snjóinn þessa daga, sem var þó ærinn fyrir. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd eru útihúsin nálægt því að vera komin í kaf og vegurinn alveg kolófær. En þetta kemur mér ekki alveg á óvart. Draumfarir eftir áramótin bentu eindregið til þess að svona gæti farið. Ég tók fullt af myndum í dag sem má sjá hér:  http://2110.123.is/photoalbums/259016/

17. mars 2014

 
 

Í kvöld héldu félagar í Sauðfjárræktarfélagi Skriðuhrepps upp á 50 ára afmæli félagsins ásamt gestum í félagsheimilinu Melum. Alls skrifuðu 59 í gestabók, sem er ágæt mæting í félagi sem telur  24 félaga. Gestir voru vítt og breitt að, auk Eyfirðinga voru þeir úr Þingeyjasýslum, Skagafirði og Austur-Húnavatnssýslu. Sjálfur setti ég afmælishófið og bauð gesti velkomna. Birgir Arason bóndi Gullbrekku og formaður Félags sauðfjárbænda við Eyjafjörð, tók svo við stjórn samkomunnar. Var nú gengið til dagskrár og flutt erindi: 

Ég fór yfir sögu félagsins og ræddi sauðfjárrækt frá sjónarhóli bónda.

Ólafur G Vagnsson ráðunautur fór yfir þróun sauðfjárræktar á sinni starfsævi, sem er nánast sama tímabil og saga félagsins nær yfir.

Eyþór Einarsson ábyrgðarmaður sauðfjárræktarinnar hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, ræddi stöðu sauðfjárræktar í nútíð og framtíð.

Að loknum erindunum bauð svo félagið upp á veislukaffi, sem foreldrar nemenda í 8. og 9. bekk Þelamerkurskóla sáu um fyrir ferðasjóð nemenda.

Þessi hálfrar aldar hátíð félagsins tókst vel og var gaman að koma saman til að ræða og hugsa um sauðkindina eina kvöldstund og horfa yfir farinn veg og til framtíðar.

14. mars 2014

Snoðrúningi lauk í dag. (mynd frá 2013)

9. mars 2014

 

Öðlingur og Tryggur eru báðir jafn hneykslaðir á þessum heimska gemling, að hann skul hafa vogað sér að troða sér upp í garða.

    

Flettingar í dag: 114
Gestir í dag: 60
Flettingar í gær: 403
Gestir í gær: 132
Samtals flettingar: 108224
Samtals gestir: 24359
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:49:24
clockhere

Staðarbakki

Nafn:

Guðmundur Skúlason & Sigrún Franzdóttir

Farsími:

846 1589/615 1949

Afmælisdagur:

21. okt. og 6. febr.

Heimilisfang:

Staðarbakki

Staðsetning:

Hörgársveit

Heimasími:

462 6756

Um:

Við erum bændur á Staðarbakka og búum þar með sauðfé.

Kennitala:

211051-4509

Bankanúmer:

1187-26-10528

Tenglar