Velkomin á heimasíðu Guðmundar og Sigrúnar Staðarbakka Hörgársveit

Fréttir des. 2013

24. des. 2013

Nú þegar heilög jólahátíð gengur í garð, eða með öðrum orðum; „Það verður heilagt kl. 18“ eins og tengdamamma heitin orðaði það með festu. Þá erum við Sigrún sameinuð á ný. Hún er búin að vera heima síðan þann 20. des og verður fram yfir áramót á meðan það er lokað á Kristnesi. Við getum ekki hugsað okkur betri jólagjöf, en að geta verið saman yfir jólin, eftir níu langa og stranga mánuði. Það er nú kannski ekki eins farið inn í jólin og vant er. En hvað með það þótt ekki hafi verið bakað eins og Sigrún mín hefur alltaf gert eða allt jólaskraut sé ekki sett upp samkvæmt venju. Jólin koma engu að síður og við erum saman heima á ný og Sólveig og Tómas líka hjá okkur. Eitt af því sem varð að víkja fyrir þessi jólin var skrift á jólakort.

Því viljum við senda öllum gestum heimasíðunnar okkar innilegar óskir um gæfu- og gleðirík jól um leið og við þökkum af alhug alla hlýju og aðstoð þessa óvenjulegu mánuði, sem á stundum hafa verið mjög óraunverulegir. Guð blessi ykkur öll á þessari fæðingarhátíð Frelsarans. Guð veri með ykkur.

 
Flettingar í dag: 37
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 403
Gestir í gær: 132
Samtals flettingar: 108147
Samtals gestir: 24309
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:28:21
clockhere

Staðarbakki

Nafn:

Guðmundur Skúlason & Sigrún Franzdóttir

Farsími:

846 1589/615 1949

Afmælisdagur:

21. okt. og 6. febr.

Heimilisfang:

Staðarbakki

Staðsetning:

Hörgársveit

Heimasími:

462 6756

Um:

Við erum bændur á Staðarbakka og búum þar með sauðfé.

Kennitala:

211051-4509

Bankanúmer:

1187-26-10528

Tenglar