Velkomin á heimasíðu Guðmundar og Sigrúnar Staðarbakka Hörgársveit

Fréttir okt. 2013

27. okt. 2013

Ég sótti Sigrúnu mína í Kristnes í dag. Hún var hér heima alveg fram á kvöld og að sjálfsögðu þurfti hún að leggja sig smá stund og eins og sjá má lét Gríma það ekki fram hjá sér fara að geta loksins kúrt aftur hjá húsmóður sinni.

 

26. okt. 2013

Þá er vetur genginn í garð og svo sannarlega með stæl. Það er 33 cm snjór yfir öllu hér fremst í dalnum, enda erum við rúmlega 280 m yfir sjó. Við vorum að klára skítmoksturinn út úr fjárhúsunum í dag. Að því loknu skellti ég mér svo í Kristnes að heimsækja elskulega eiginkonu mína. Við áttum hið ágætasta kvöld líkt og margir sveitungar okkar sem voru á árshátíð í Hlíðarbæ. Í kvöld komu svo Sólveig og Tómas Leonard með mér í sveitina og ætla að gista, sem er líka mjög gaman.

Það hefur annars ekki gefist mikill tími til að setja inn á heimasíðuna þennan mánuðinn, en ég reyni ef til vill að bæta úr því á næstunni.

Í dag er þessi fína dama hún Ída Guðrún okkar orðin fjögurra ára. Við amma og afi í sveitinni sendum þér,elskan okkar, innilega afmæliskveðju og líka „þinn Ágúst“.

 

24. okt. 2013

 
Ég reyni að heimsækja Sigrúnu helst annað hvert kvöld og stundum er ég þreyttur og fæ þá að leggja mig í sjúkrarúmið hennar....
....og Sigrún situr hjá mér eins og það sé hún sem er í heimsókn hjá mér.

13. okt. 2013

Hér eru þær vinkonurnar Ragna og Sigrún. Ragna bauð okkur í kaffi til sín í dag, það gekk ljómandi vel. Þetta er fyrsta heimsóknin sem Sigrún fer í frá því hún veiktist.

 

6. okt. 2013

Við Sigrún fórum í haustlitaferð um Akureyri í dag.

Við Glerá.....
...og hér er Nonni (stytta Jóns Sveinssonar) í innbænum.

5. okt. 2013

Í dag voru lífgimbrar valdar á þessum bæ, um 90. Þær eru nú talsvert færri en verið hefur undanfarin ár. Fénu verður að fækka talsvert vegna lélegs heyfengs í sumar og svo erum við farin að eldast og Sigrún í endurhæfingu á Kristnesi og tíminn einn leiðir í ljós hve mikinn bata hún fær.

Hér er einka lífgimbrin hennar Sigrúnar, undan Dorrit og ætli þessi verði ekki bara að heita Litla-Dorrit.

 

Flettingar í dag: 37
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 403
Gestir í gær: 132
Samtals flettingar: 108147
Samtals gestir: 24309
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:28:21
clockhere

Staðarbakki

Nafn:

Guðmundur Skúlason & Sigrún Franzdóttir

Farsími:

846 1589/615 1949

Afmælisdagur:

21. okt. og 6. febr.

Heimilisfang:

Staðarbakki

Staðsetning:

Hörgársveit

Heimasími:

462 6756

Um:

Við erum bændur á Staðarbakka og búum þar með sauðfé.

Kennitala:

211051-4509

Bankanúmer:

1187-26-10528

Tenglar