Velkomin á heimasíðu Guðmundar og Sigrúnar Staðarbakka Hörgársveit |
|
Fréttir ágúst 2012 31. ágúst 2012 Áður en maður veit af er ágúst mánuður á enda runninn. Hann hefur verið ansi annasamur og því lítið verið sett hér inn á heimasíðuna. Ég ætla nú að spóla aðeins til baka og setja það helsta hér inn. Byrja á þessum fallegu myndum frá einu góðviðriskvöldinu í ágúst sem við hjónakornin tókum, nánar til tekið þann 20. ágúst. ![]() Þetta er mynd Sigrúnar. Á henni gnæfir Flöguselshnjúkur hæst og er Geldfjárskarð á milli hans og Flögukerlingarinnar ![]() Þetta er svo myndin mín, tekin yfir norður enda Flögukerlingarinnar. 30. ágúst 2012 ![]() Síðustu rúllurnar komust í plast í dag og er þá heyskap lokið á þessu sumri. Heyskapartíð hefur verið lengst af mjög góð, en þurrkar hafa hamlað sprettu nokkuð. Heyfengur er þó viðunandi og gæði heyanna með allra besta móti. 26. ágúst 2012 ![]() 25. ágúst 2012 ![]() Á myndinni er svo bóndinn einn eftir að huga að hvernig skuli loka gamla baggagatinu tryggilega. 24. ágúst 2012 ![]() 23. ágúst 2012 ![]() Myndin er frá 2011. 22. ágúst. 2012 ![]() Hækkun fyrir dilkakjöt er 6 til 7% en verð fyrir kjöt af fullorðnu hækkar ekki. Meðfylgjandi mynd er úr myndasafni. Hér má sjá verðskrána 21. ágúst 2012 ![]() 16. ágúst 2012 ![]() 8. ágúst 2012 ![]() Þetta var nú alveg tímabær aðgerð því hlaðan er að nálgast sjötugt, byggð 1944. Pabbi, sem byggði þessa hlöðu, sagði mér að þá hafi verið mjög erfitt að fá byggingar efni. Járnið sem fór þá á hlöðuna var því fyrst notað til að slá upp mótum til að steypa veggina og ekki var hægt að fá nokkurt nýtt timbur þannig að bæði sperrur og langbönd voru úr gömlu timbri. Það er því engin furða að þetta þak hafi verið alveg á síðasta snúningi. Stefán Lárus var með okkur að rífa þakið í dag og svo ætla þeir smiðirnir hann og Þorri (Þorvar Þorsteinsson) að hjálpa okkur við endurbygginguna á þakinu og það á einnig að klæða suðurstafninn með bárujárni. 4. ágúst 2012 ![]() Dagskráin verður sífellt fjölbreyttari, þannig að það eru viðburðir og uppákomur út um alla sveit, frá því fyrir hádegi og fram á nótt. Dagskráin hófst við Möðruvelli með keppni í sveitafitness þar sem bændur kepptu við vinnumenn. Traktoraspyrnan var á sínum stað. Dráttarvélarnar voru allar komnar af léttasta skeiði, flestar frá því fyrir 1970. Einnig var keppt í akstri sláttutraktora. Áætlað er að gestir við Möðruvelli hafi verið hátt í 800. Að dagskránni á Möðruvöllum lokinni var boðið upp á margvíslega viðburði víðsvegar um sveitarfélagið. Blómagarðar, smalahundar, fjórhjól og stangveiði var meðal þess sem boðið var upp á. Í Arnarnesi var handverks- og nytjamarkaður, og á Hjalteyri var mikil og fjölbreytileg dagskrá. Meðal nýrra atriða nú í dagskráinni var söguganga upp að Geirufossi í Myrká, sem Leikfélag Hörgdæla stóð fyrir á slóðum skessunnar Geiru, sem fossinn dregur nafn sitt af . Í þessa göngu mættu um 170 manns. Meðfylgjandi mynd er frá upphafsstað göngunnar í Flöguhálsi. Að lokinni göngunni að fossinum var farið í Myrkárkirkjugarð, þar sem aðalsögusvið þjóðsögunnar um Djáknann á Myrká er. Sæludeginum lauk með ekta sveitaballi á Melum. Alls er áætlað að gestir á viðburðum Sæludagsins hafi verið hátt á annað þúsund. Hér má sjá myndir frá þeim atburðum sem við komumst yfir, en það var nú bara lítið brot af öllu því, sem í boði var. Flettingar í dag: 10 Gestir í dag: 3 Flettingar í gær: 56 Gestir í gær: 9 Samtals flettingar: 128560 Samtals gestir: 27678 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:12:58 |
clockhere Staðarbakki Nafn: Guðmundur Skúlason & Sigrún FranzdóttirFarsími: 846 1589/615 1949Tölvupóstfang: drangi@simnet.isAfmælisdagur: 21. okt. og 6. febr.Heimilisfang: StaðarbakkiStaðsetning: HörgársveitHeimasími: 462 6756Um: Við erum bændur á Staðarbakka og búum þar með sauðfé.Bankanúmer: 1187-26-10528Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is