Velkomin á heimasíðu Guðmundar og Sigrúnar Staðarbakka Hörgársveit |
|
Fréttir júlí 2012 31. júlí 2012 ![]() Enn ein mynd af Dranga. Tilefni hennar er þetta sérkennilega skýjafar sem er þessa dagana á kvöldin, sumir sem eru kunnugir rekís, segja að þetta minni helst á hann. Ef til vill heita þessi ský rekský, en mér er ekki kunnugt um það. 30. júlí 2012 ![]() Það má segja að í dag hafi hér verið sett heimsmet, sem ég er ekki viss um að slegið verði í bráð. Þetta gerði vinur minn Bjarni E Guðleifsson, þegar hann kleif sjálfann Hraundranga ásamt þeim Jóni Gauta fjallaleiðsögumanni og Halldóri úrsmið á Akureyri. Metið er í því fógið að Bjarni er án nokkurs efa lang elsti maður sem hefur klifið drangann, enda kominn á þann aldur að margur mundi nú segja að hann væri kominn af léttasta skeiði, orðinn sjötugur og góðum mánuði betur. Innilega til hamingju Bjarni minn með þetta frækilega afrek. Ég tók þessar myndir í dag, þegar þeir garparnir voru upp á toppnum. Á neðri myndinni má greina þá sem ljósa díla efst uppi. ![]() 29. júlí 2012 ![]() Að vanda komum við systkinin og skildulið saman í tilefni af afmæli mömmu, en í dag eru 97 ár síðan hún fæddist á Siglufirði. Það var því vel við hæfi að koma saman þar og snæða lambakjöt á hinum flotta veitingastað HANNES BOY. Áður en farið var í matinn skoðuðum við Sigrún, Sólveig, Tómas og þeir Gestur og Doddi, sem við buðum með, söfnin á Siglufirði það er: Þjóðlagasetrið, Úra og silfursafnið og Síldarminjasafnið. Þetta eru allt söfn sem gaman er að skoða. Það var ljómandi veður í dag, hlýtt og sól annað slagið. Hér má sjá nokkrar myndir frá deginum. 28. júlí 2012 ![]() En aftur að fermingunni. Þessi myndarlegu systkini: Ásgeir Björn og Dagný Birta voru fermd í Laufáskirkju í dag og svo var boðið til fermingarveislu á Melum kl. 16. Þau hafa búið í Noregi í þó nokkur ár með foreldrum sínum: Erni og Birnu og þremur systkinum. Þetta var ljómandi veisla og gaman að fá að sjá íslensku/norsku fjölskylduna. 24. júlí 2012 ![]() ![]() Þá er nú komið að því að ganga frá rúllunum. Byrjað var á því í morgun að setja inn í hlöðuna í Flögu um nýju dyrnar á henni og gekk það ljómandi vel. Á myndinni t.v. er Gestur að hlaða rúllum í útistæðuna og á þeirri t.h. er svo búið að verja hana fyrir hröfnunum með nót og dekkjum þar ofaná. 20. júlí 2012 ![]() 17. júlí 2012 ![]() 16. júlí 2012 ![]() Það er mikil kyrrð yfir sólsetrinu í Drangafjallinu, að afloknum góðum heyskapardegi. 14. júlí 2012 ![]() 13. júlí 2012 ![]() 12. júlí 2012 ![]() ![]() Tveir að njóta sumarblíðunnar og slappa af í morgunkaffinu frá slættinum í Flögu. 9. júlí 2012 ![]() 8. júlí 2012 ![]() ![]() Ég hef stundum sett hér inn þegar síðasta snjóinn tekur upp hér í nágrenni bæjarins. Þessi mynd, sem tekin var í dag sýnir snjódíl hér suður og niður í árgilinu, sem svo var horfinn í kvöld. Það má nú segja að það sé alveg tímabært, þar sem þetta er ekki í nema um 300m fjarlægð frá bænum. Annar staður sem snjó tekur seint upp í álíka fjarlægð frá bænum, er í Kinninni sunnan við Ásgerðarstaði. Þar tók upp núna þann 13. júní. Sá er munur á þessum stöðum að sólar nýtur vel í Kinninni en mun síður niður í gilinu. 5. júlí 2012 ![]() ![]() 1. júlí 2012 ![]() Flettingar í dag: 10 Gestir í dag: 3 Flettingar í gær: 56 Gestir í gær: 9 Samtals flettingar: 128560 Samtals gestir: 27678 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:12:58 |
clockhere Staðarbakki Nafn: Guðmundur Skúlason & Sigrún FranzdóttirFarsími: 846 1589/615 1949Tölvupóstfang: drangi@simnet.isAfmælisdagur: 21. okt. og 6. febr.Heimilisfang: StaðarbakkiStaðsetning: HörgársveitHeimasími: 462 6756Um: Við erum bændur á Staðarbakka og búum þar með sauðfé.Bankanúmer: 1187-26-10528Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is