Velkomin á heimasíðu Guðmundar og Sigrúnar Staðarbakka Hörgársveit

Fréttir maí 2012

    31. maí 2012

Áburðardreifing  Það gafst smá tími frá sauðburðarönnum í dag til að byrja á að dreifa tilbúnum áburði á tún. Sumum kann nú að finnast þetta heldur seint, en þetta er nú með því fyrsta sem hér gerist. Enda hæðin yfir sjó um 280 m. Það hefur sitt að segja.
  











    23. maí 2012

 Fjórburar
 Frjósemin er mikil og heldur meiri en fósturtalningin gaf til kynna. Þannig var ein fjórlemd í Flögu og önnur á Berginu, en í þeim báðum voru bara talin 3 lömb. Það er Bergærin sem er á myndinni með sína skrautlegu hjörð en Flögu fjórlembingarnir voru allir hvítir.

   18. maí 2012

Gráleit með lömbin sín  Nú er burðurinn nánast búinn í Flögu og hefur hann gengið svona þokkalega miðað við kuldann. Það hefur verið svona rétt yfir frostmarkinu á daginn og svo talsvert frost á nóttunni. Það varð því að hafa nánast allt inni um burðinn. En nú er komið bjartviðri og heldur hlýnandi og við farnir að tína lambærnar út á tún og setja fyrir þær rúllur þar.
  Brói var hjá okkur í nokkra daga, kom þann 12. og fór svo aftur í gær. Það var ómetanlegt að hafa hann þessa daga sem mest var að gera í Flögu.


  

    16. maí 2012

Móflekka hans Gests  Það hefur ekki verið mikill tími til að setja inn á heimasíðuna síðustu dagana. Sauðburðurinn í Flögu hefur staðið yfir í rúma viku og honum lauk í morgun. Þetta er búið að vera nokkuð strembið, enda mjög kalt og snjóaði á sunnudag, mánudag og þriðjudag, þótt ekki gerði nú nema aðeins föl, sem nú er tekið upp. Við settum allar Flöguærnar inn á laugardagskvöldið, en byrjuðum svo í gær að setja þær fyrstu út aftur.  Brói er búinn að vera hjá okkur síðan á laugardag að aðstoða okkur, sem og þau Sólveig og Tómas en þau fóru í smá frí í gærkveldi. 



Gestur, ég og Brói  Stund milli stríða í Flögu og frúin greinilega komin með hádegismatinn handa körlunum.















    6. maí 2012

Katrín Valdís Arnarsdóttir  
Þessi unga stúlka: Katrín Valdís Arnarsdóttir var fermd í Slagelse í Danmörku í dag. Hún sendi afa þessa flottu mynd af sér í kvöld. 
  Afi heima á Íslandi, sendir þér Katrín mín hjartanlegar hamingjuóskir og biður þess að þú eigir ætíð leiðtoga lífsins í hjarta þínu.



























Sigrún, Katrín og Auður 
        Hér eru svo þær amma og mamma stoltar með fermingarstúlkuni.
 

Tómas Leonard með lambhrút  Ég auglýsti svo á föstudagskvöldið: ,,Ráðskona óskast í sveit, má hafa með sér barn". Og það var ekki að lengi að reddast, leyst fyrir hádegi á laugardag. Tapast reyndar aftur í kvöld. Barnið reyndist hinn öflugasti vinnumaður og má sjá hann hér á myndinni með ljómandi fallegan lambhrút.















Tómas Leonard og Öðlingur
Þeir náðu vel saman Tómas vinnumaður og Öðlingur, sem hér er að hvísla einhverju að honum.
Tómas og Öðlingur
Það er auðséð að þetta hefur verið eitthvað skemmtilegt sem hvíslað var.
  
    4. maí 2012

Á vöggustofu
Erum við ekki krúttleg og sæt? Mamma er að éta töðuna til að framleiða mjólk handa okkur.
Við erum sæðingasystkini undan Ljúf og Snuðru og Hákon Þór á okkur.

    2. maí 2012

Sigrún í flugstöðinni á Akureyri  Þá er maður orðinn grasekkill. emoticon
Konan að innrita sig í flug.














Sigrún gengur um borð...og svo er gengið um borð og haldið á vit ævintýranna út í hinum stóra heimi. 
 
 
Flettingar í dag: 37
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 403
Gestir í gær: 132
Samtals flettingar: 108147
Samtals gestir: 24309
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:28:21
clockhere

Staðarbakki

Nafn:

Guðmundur Skúlason & Sigrún Franzdóttir

Farsími:

846 1589/615 1949

Afmælisdagur:

21. okt. og 6. febr.

Heimilisfang:

Staðarbakki

Staðsetning:

Hörgársveit

Heimasími:

462 6756

Um:

Við erum bændur á Staðarbakka og búum þar með sauðfé.

Kennitala:

211051-4509

Bankanúmer:

1187-26-10528

Tenglar