Velkomin á heimasíðu Guðmundar og Sigrúnar Staðarbakka Hörgársveit |
|
Fréttir júlí 2011 29. júlí 2011 Eins og tíðkast hefur í mörg ár komum við systkinin og skildulið saman í tilefni afmælis mömmu, en hún hefði orðið 96 ára í dag. Eins og í fyrra var komið saman til kvöldverðar í sveitahótelinu að Sveinbjarnargerði. Það hefur nú oftast verið betur mætt, en það mæta nú bara þeir sem geta. Sumir lögðu nú meira á sig til að mæta en aðrir t.d. Hjalti sem lét sig ekki muna um að koma á reiðhjólinu sínu alla leið frá Egilsstöðum. ![]() Fleiri myndir frá kvöldinu má sjá hér. 24. júlí 2011 Í dag kom hún Sarah okkar aftur og nú með mömmu, ömmu og móðursystur. Þær komu hingað til landsins þegar Sarah lauk Snorraverkefninu og eru nú að ferðast saman um landið. Það var mjög gaman að fá þær allar í heimsókn og var mikið spjallað og mikið hlegið, þótt þessar frænkur vissu ekkert hvorar af öðrum fyrr en farið var að leita að frændfólki Söruh, af Snorraverkefninu, til að dvelja hjá á Íslandi meðan á verkefninu stæði. Þær amma Helga (eins og Sarah kallar hana, sem er í gulu peysunni á myndinni) og Sigrún eru þremenningar. Þeirra sameiginlega langamma hét Guðný Björnsdóttir, fædd í Botni, Grýtubakkahr., S-Þing. 24. júní 1844, en látin í Málmey 13. ágúst 1924. Hennar sonur með fyrri manni sínum, Þorsteini Þorvaldssyni var Þorsteinn faðir Franz föður Sigrúnar. Seinni maður Guðnýjar hét Jónatan Jónatansson og eitt af börnum þeirra var Ágústína Helga, sem fluttist til Kanada árið 1900 og giftist þar Jóhanni Júlíusi Sólmundssyni og bjuggu þau í Gimli. Þeirra dóttir var svo Guðný Guðrún, sem er móðir áður nefndrar Helgu ömmu Söruh. Þótt Helga amma sé af annarri kynslóð vestur Íslendinga er hún af hreinu íslensku bergi brotin, þar sem faðir hennar Guðmundur var einnig hreinn Íslendingur þótt fæddur væri í Kanada. ![]() Sólveig og Tómas Leonard, Vivian móðir Söruh, Helga amma, Sarah, Sigrún og Maureen móðursystir Söruh. Hér er komið að kveðjustundinni og við kveðjum Söruh með innilegu þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast henni og komum til með að sakna hennar nú þegar hún hverfur aftur til heimkynna sinna í Kanada. ![]() Nokkrar fleiri myndir frá deginum má sjá hér hér. 21. júlí 2011 ![]() 17. júlí 2011 ![]() Olla Rúna eins og hún er oftast kölluð og Sigrún eru bræðradætur, það var því fagnaðarfundur með þeim frænkunum, sem sjást nú ekki oft. 15. júlí 2011 ![]() Þetta er búinn að vera skemmtilegur tími og ég held að Sarah hafi verið alsæl með dvölina, enda náðu þær frænkurnar strax mjög vel saman og hlógu mikið. Hún er líka búin að upplifa ýmislegt. Byrjaði á því fyrstu tvo dagana að rýja og endaði dvölina við heyskap og margt þar á milli, sem ekki verður hér upp talið. Svo ferðaðist hún nokkuð bæði með okkur og einnig með vinum sínum á Akureyri. En væntanlega verður það samt eftirminnilegsta ferðin, þegar hún kleif hæsta fjall við Hörgárdalinn á sunnudaginn var og kom heim alveg örþreytt en mjög ánægð með afrekið. Á myndinni sem tekin var í morgun í flugstöðinni er Sarah ásamt félögum sínum í Snorraverkefniu, sem dvöldu einnig hjá frændfólki sínu á Eyjafjarðarsvæðinu í þrjár vikur. Við komum til með að sakna Söruh, enda er hún mjög hress og skemmtileg og varð strax eins og ein af fjölskyldunni og svo verður eftirsjá í því að heyra ekki hennar sterka ameríska hreim á enskunni. ![]() Reyndar eru líkur á að Sarah komi aftur, áður en hún heldur til Kanada, þar sem mamma hennar, amma og móðursystir eru að koma til Íslands og hefur Sarah hug á að koma með þær hingað í heimsókn. 10. júlí 2011 Það var margt um manninn hér í hlaðinu í morgun. Ástæðan var sú að Ferðafélagið Hörgur var að halda upp á það, að á morgun eru 30 ár síðan fyrsta ferð félagsins var farin. Hún var sem sagt farin þann 11. júlí 1981. Þá gengu 13 félagar á Flöguselshnjúk (1306m). Ákveðið var að halda upp á þetta með því að efna til göngu aftur á Flöguselshnjúkinn í dag. Í hana mættu hér 38 manns í morgun og gengu á hnjúkinn í glampandi sólskini líkt og fyrir 30 árum. Það var því ánægt en þreytt fólk, sem kom aftur til byggða undir kvöld. Ferðafélagi Akureyrar og Ferðafélagi Svarfdæla var sérstaklega boðið að taka þátt í þessari afmælisgöngu og auk þess var hún opin fyrir alla sem áhuga höfðu. Ég fór í ferðina fyrir 30 árum en lagði ekki í að fara í dag, en það fóru nú tveir aftur, þeir: Bjarni E Guðleifsson á Möðruvöllum og Ívar Ólafsson frá Gerði. ![]() Hér er fólkið að streyma að... ![]() og hér er hluti hópsins í hlaðinu albúinn til brottferðar. ![]() Hér er búið að sameinast í jeppa og lagt af stað, en farið var á 8 jeppum fram á Flöguselshóla og gengið þaðan. Flöguselshnjúkurinn er hái hnjúkurinn fyrir miðri mynd, en t.h. er Flögukerling og skarðið á milli heitir Geldfjárskarð. ![]() Ef vel er rýnt í þessa mynd má sjá fólkið upp á endanum á Flöguselshnjúknum. Myndin er tekin héðan heimanað með miklum aðdrætti. ![]() 7. júlí 2011 ![]() Á myndinni sést Stefán ansi hátt uppi við smíðarnar í gær. 3. júlí 2011 ![]() Deginum í dag eyddum við svo að mestu í Vesturfarasetrinu á Hofsósi og komum svo aðeins við á Hólum og skoðuðum þar kirkjuna með góðri leiðsögn sr. Hjartar Pálssonar. Að því loknu var svo haldið heim eftir hina ágætustu helgi og var Sarah mjög ánægð með ferðina. Hér má sjá myndir úr ferðalaginu. Flettingar í dag: 168 Gestir í dag: 48 Flettingar í gær: 56 Gestir í gær: 9 Samtals flettingar: 128718 Samtals gestir: 27723 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 22:28:24 |
clockhere Staðarbakki Nafn: Guðmundur Skúlason & Sigrún FranzdóttirFarsími: 846 1589/615 1949Tölvupóstfang: drangi@simnet.isAfmælisdagur: 21. okt. og 6. febr.Heimilisfang: StaðarbakkiStaðsetning: HörgársveitHeimasími: 462 6756Um: Við erum bændur á Staðarbakka og búum þar með sauðfé.Bankanúmer: 1187-26-10528Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is