Velkomin á heimasíðu Guðmundar og Sigrúnar Staðarbakka Hörgársveit |
|
Fréttir júlí 2010 31. júlí 2010 ![]() Hátíðin er sett á Möðruvöllum og svo eru ýmsar uppákomur bæði þar og víðsvegar um sveitarfélagið. Við tímdum ekki að fara, enda glaðasólskin hér og frábært sólbaðsveður. Neðar í sveitinni og allsstaðar við sjóinn var hins vegar þokuloft, sólarlaust og fremur svalt. 30. júlí 2010 ![]() Þessi mynd var tekin í kvöld af hlaðinu í Sveinbjarnargerði norður Eyjafjörðinn að Kaldbak, sem sveipar sig dulúðlegum þokublæjum. Við afkomendur og skyldulið frumbyggjanna á Staðarbakka (mömmu og pabba) komum saman til kvöldverðar í Sveinbjarnargerði í kvöld. Við höfum komið saman um þetta leyti árs í um 20 ár og þá oftast til að drekka saman seinnipartskaffið, en brugðum nú út af vananum. Upphaf þessarra samkomna var að mamma bauð okkur á einhvern sveitaveitingastað í tilefni af afmæli sínu, sem er 29. júlí. Við héldum þessu svo áfram í minningu hennar eftir að hún kvaddi þennan heim blessunin. ![]() Að loknum kvöldverðinum var þessi mynd tekin af hópnum. 28. júlí 2010 ![]() Seinni partinn brunuðum við hjónakornin í bæinn og keyptum okkur nýja rúmdýnu, svo við getum hvílst almennilega eftir heyskapinn. ![]() Já tíminn líður hratt og eitt tekur við af öðru. 24. júlí 2010 ![]() Annars er Hjalti að vinna í sumar á tjaldstæðinu á Hallormsstað. 21. júlí 2010 ![]() BRAVÓ!!! 20. júlí 2010 ![]() Véronoque er fornleifafræðingur og er að vinna að doktorsritgerð um þau fræði, þau hin eru að aðstoða hana við rannsóknir. Hingað komu þau í leit að gömlum taðfjárhúsum til að setja þar skordýragildrur, en vitneskja um skordýraflóruna á að vera gagnleg í fornleifafræðunum. Véronique ljómaði sem sól í heiði, þegar hún var búin að skoða Berghúsin og aðstæður þar, enda eru þau byggð 1931 og enn í notkun, en það var skilyrði fyrir því að hægt væri að nota þau til þessara rannsókna. Í Berghúsunum (sem eru í baksýn á myndinni) ætla þau svo að vera í dag og á morgun við skordýraveiðar. Véronique lauk BA hana í fornleifafræði við Université Laval í Kanada 2006. Til ársins 2009 hefur hún unnið við fornleifauppgröft m.a. á Íslandi. Í oktober 2009 byrjaði Véronique doktorsritgerð við Háskólann í Aberdeen, undir handleiðslu Drs Karen Milek (Háskólinn í Aberdeen) og Andrew Dugmore (University of Edinburgh). 19. júlí 2010 ![]() 17. júlí 2010 ![]() Fyrst þarf að taka vélfákana niður af kerrunum og knaparnir að klæðast sínum skrúða... ![]() 16. júlí 2010 ![]() 12. júlí 2010 ![]() Það er einstaklega erfið heyskapartíð þessa dagana og í dag var 12. í rigningu. Það er aðeins blæbrigðamunur á úrkomunni, suma daga er úrhelli nánast allan daginn, en þess á milli eru skúrir eða súld. Það tókst að rúlla tæpar 70 rúllur í dag af hálf blautu heyi. Það gerði hellidembur hér allt í kring, en það slapp til hér fram undir kvöld, en þá fór að skúra hér líka. Meðfylgjandi mynd gefur góða sýn af ástandinu. 5. júlí 2010 ![]() Ég var formaður fjallskilanefndar Hörgárbyggðar og var svo af sveitarstjórn þann 30. júní sl. kjörinn formaður fjallskilanefndar Hörgársveitar. Með mér í nefndinni eru þeir sömu og voru í þriggja manna nefnd Hörgárbyggðar þeir: Aðalsteinn H Hreinsson Auðnum og Stefán L Karlsson Ytri-Bægisá. Við sameininguna var fjölgað í nefndinni upp í fimm og inn komu: Jósavin Gunnarsson Litla-Dunhaga og Helgi B Steinsson Syðri-Bægisá. Á þessum fyrsta fundi okkar vorum við að stilla saman strengi okkar hvað varðar fjallskilamál í sveitarfélaginu. Ákveðið var að álagning gangnadagsverka verði með sama hætti og verið hefur þrátt fyrir sameininguna, en hún hefur verið með aðeins ólíku sviði milli Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar. Þetta er í samræmi við þær hugmyndir sem kynntar voru fyrir kosningu um sameininguna á sl. vetri. Nefndin ákvað meðal annars tímasetningu gangna á hausti komandi og læt ég bókun nefndarinnar um gangnatímann fylgja hér með: "Tímasetning gangna haustið 2010 rædd. Ákveðið var að höfðu samráði við fjallskilastjóra nágrannasveitarfélaga að flýta göngum í Hörgársveit um eina viku, frá þeim tíma sem mælt er fyrir um í fjallskilasamþykkt. Fyrstu göngur verða því í Hörgársveit, frá miðvikudeginum 8. september til sunnudagsins 12. september. Aðrar göngur verði svo viku síðar." 4. júlí 2010 ![]() ![]() Þar hittum við Önnu söngdívu Jónsdóttur og fjölskyldu. Þau voru í stuttri heimsókn eftir að hafa verið á ættarmóti út í Fljótum um helgina. Þau voru hress og sælleg eftir ættarmótið og var gaman að geta séð þau aðeins. 3. júlí 2010 ![]() Fyrir þá sem ekki eru kunnugir voru Halldór og Skúli feður okkar Helgu bræður, aldir upp á Áserðarstöðum í átta systkina hópi. Halldór bjó allan sinn búskap á Ásgerðarstöðum, hann var fæddur 1898, en hann lést 1978. Skúli faðir minn byggði hins vegar nýbýlið Staðarbakka á hálflendu Ásgerðarstaða 1939 og bjó hér þar til hann lést 1985. Þeir bræður ræktuðu því sína föðurleifð allt til hinsta dægurs. 1. júlí 2010 ![]() ![]() Flettingar í dag: 10 Gestir í dag: 3 Flettingar í gær: 56 Gestir í gær: 9 Samtals flettingar: 128560 Samtals gestir: 27678 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:12:58 |
clockhere Staðarbakki Nafn: Guðmundur Skúlason & Sigrún FranzdóttirFarsími: 846 1589/615 1949Tölvupóstfang: drangi@simnet.isAfmælisdagur: 21. okt. og 6. febr.Heimilisfang: StaðarbakkiStaðsetning: HörgársveitHeimasími: 462 6756Um: Við erum bændur á Staðarbakka og búum þar með sauðfé.Bankanúmer: 1187-26-10528Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is