Velkomin á heimasíðu Guðmundar og Sigrúnar Staðarbakka Hörgársveit |
|
Fréttir maí 2010 31. maí 2010 ![]() 29. maí 2010 ![]() Nú er sauðburðarfólkinu farið að fækka: Anna sænska fór í gær og Doddi í dag. Við þökkum þeim innilega fyrir alla hjálpina. Víð fórum í Hlíðarbæ að kjósa til sveitarstjórnar í dag. Hér voru tveir listar í kjöri J listi og L listi. Mjótt var á munum L listi fékk 171 atkv. og 3 menn kjörna og J listi fékk 170 atkv. og 2 menn kjörna. Allt er þetta gott fólk og ástæða til að óska þeim velgengni við störf sín fyrir sveitarfélagið næstu fjögur árin. 27. maí 2010 ![]() Hér má sjá nokkrar myndir frá deginum. ![]() ![]() 26. maí 2010 ![]() ![]() 23. maí 2010 ![]() Við sendum henni og fjölskyldunni innilegar hamingjuóskir með skírnina. Að athöfninni lokinni var svo efnt til veislu á heimili þeirra og var Auður María búin að baka margar stríðstertur og tvær kransakökur. ![]() Hann ætlar að vera svo góður að hjálpa okkur við sauðburðinn í vikutíma. 22. maí 2010 ![]() Í dag útskrifaðist Hjalti sem stúdent frá Menntaskólanum á Egilsstöðum. Hann gerði það með miklum sóma, fékk t.d. verðlaun fyrir frábæran árangur í þýsku. Vegna mikilla anna við sauðburðinn gátum við ekki verið viðstödd útskriftina. Við sendum honum okkar innilegustu hamingjuóskir með hvítu húfuna og lok þessa lífsins áfanga sem hún stendur fyrir. 18. maí 2010 ![]() Nánast allt er komið út á tún og hefur þar frjálsan aðgang að heyrúllum. Á myndinni hér til hliðar má sjá allan fjárstofn Hauks bónda Árnasonar. Glæsilegur bústofn ekki satt? ![]() ![]() Þessi gömlu og reisulegu fjárhús eru byggð árið 1931 af föðurbróður mínum Halldóri Guðmundssyni, sem bjó allan sinn búskap á föðurleifð sinni Ásgerðarstöðum. Fjárhús þessi nefnast Berghús og eru enn í notkun og liggja ær þar við opið yfir veturinn. Hallið sem húsin standa á nefnist Berg og slakkinn undir því Kinn. Því nefni ég þetta að oft situr skafl í Kinninni langt fram á sumar og lengur en víðast annars staðar hér á láglendi . Það lengsta sem ég þekki var 1995, en þá fór saman mjög snjóþungur vetur og afar kalt vor og tók þá síðasta snjódílinn úr Kinninni 29. júlí. En þrátt fyrir að hafi verið kalt hér norðanlands í vor tók skaflinn upp úr Kinninni í dag og munar þar mestu að snjórinn frá liðnum vetri var með því minnsta sem gerist. 15. maí 2010 ![]() ![]() ![]() Hér eru þeir feðgar í dag að fylgjast með á sem var að bera. ![]() Við kunnum Bróa bestu þakkir fyrir aðstoðina á meðan Flögusauðburðurinn stóð sem hæst. 14. maí 2010 ![]() Hér má sjá hana Dimmu 07-752, Þróttardóttur 04-991 með þrjú falleg lömb undan Fannari 07-808. 11. maí 2010 ![]() Nú er sauðburðurinn kominn á skrið í Flögu og fæddur er þessi fallegi lambhrútur undan sæðingahrútnum Skrauta 07-826 og ánni Fjárbót 07-045 en hún er undan Frakkssyni 03-974. ![]() Stund milli stríða við sauðburðinn og þá setjumst við niður á kaffistofunni í Flögufjárhúsunum og fáum okkur kaffi og samlokur. ![]() Tryggur fylgist athugulum augum með sauðburðinum. 9. maí 2010 ![]() ![]() ![]() Þau fengu að fara suður á tún í dag til að sóla sig og njóta veðurblíðunnar. Það er raunar fremur kalt, aðeins um 7° í sólinni um hádaginn. 7. maí 2010 ![]() Hér má sjá hana Dorrit hennar Sigrúnar, sem er undan hennar uppáhalds á henni Alínu, sem skilaði sér því miður ekki af fjalli í fyrra haust. Þótt Dorrit sé hyrnt ákvað eigandinn að nota sæðingahrútinn Skrauta 07-826, sem er kollóttur og móflekkóttur, var þetta gert til að öruggt væri að fæddust litskrúðug lömb, sem og varð eins og sjá má: Gráflekkóttur hrútur og móflekkótt gimbur. Ekki má á milli sjá hvor stoltari er af lömbunum, móðirin Dorrit eða eigandi hennar. ![]() 6. maí 2010 ![]() Við hjónakornin fórum til Akureyrar í dag og rákumst þá á þessa rjúpu kúrandi á þúfu nyrst í Staðartunguhálsinum, hún virtist vera afar spök þarna. 5. maí 2010 ![]() Nánast enginn gróður er kominn aðeins sést nál, þannig að það verður að fara með rúllur í Sel næstu dagana og gefa hinum geldu gemsum, þótt þeir gefi nú lítið af sér þetta árið. 3. maí 2010 ![]() Þetta gekk fljótt og vel hjá henni og án þess að mannshöndin kæmi þar nærri, þannig á það líka helst að vera. Vonandi að þetta sé fyrirboði þess að burðurinn gangi vel á þessu vori. 1. maí 2010 ![]() En við Sigrún brunuðum til Akureyrar. Þannig var að Óli kommi var búinn að biðja mig að lesa upp á baráttufundi Stefnu, félags vinstrimanna á Akureyri, sem hófst kl. 11. Ég las þar upp hugleiðingu úr bókinni Fólk eftir Jónas heitinn Árnason f.v. alþingis- og baráttumann. Þarna voru fluttar skörulegar ræður, meðal annars af Rakel Sigurgeirsdóttur, kennara við VMA. Hún átti heima í Flögu frá 10 til 16 ára aldurs. Þá voru sungnir baráttusöngvar og fundinum lauk á því að Internasjónalinn var sunginn af krafti og innlifun. Við eyddum svo seinnipartinum með þeim mæðginunum í Helgamagra m.a. var farið að öllum vélasölum í bænum til að lofa Tómasi Leonard, að berja þar augum uppáhöldin sín VÉLAR. ![]() Í kvöld fórum við svo á vortónleika Karlakórs Eyjafjarðar. Þeir voru haldnir í tónlistarhúsi Eyjafjarðarsveitar, Laugarborg. Þetta voru ágætir tónleikar, sem samanstóðu af góðri blöndu af hefðbundnum karlakórslögum og lögum af léttara tæginu, svo sem Skriðjöklasyrpu sem innihélt lögin Hryssan mín blá, Tengja og Aukakílóin, eftir Bjarna Hafþór Helgason. Þetta voru sem sé hressandi tónleikar og prýðis kvöldskemmtun. Flettingar í dag: 10 Gestir í dag: 3 Flettingar í gær: 56 Gestir í gær: 9 Samtals flettingar: 128560 Samtals gestir: 27678 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:12:58 |
clockhere Staðarbakki Nafn: Guðmundur Skúlason & Sigrún FranzdóttirFarsími: 846 1589/615 1949Tölvupóstfang: drangi@simnet.isAfmælisdagur: 21. okt. og 6. febr.Heimilisfang: StaðarbakkiStaðsetning: HörgársveitHeimasími: 462 6756Um: Við erum bændur á Staðarbakka og búum þar með sauðfé.Bankanúmer: 1187-26-10528Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is