Velkomin á heimasíðu Guðmundar og Sigrúnar Staðarbakka Hörgársveit |
|
Fréttir mars 2010 29. mars 2010 Ég fór á fund í dag eftir hádegið í Eyþingsnefndinni um endurskoðun fjallskilasamþykktarinnar. Eftir að nefndin lauk sinni frumendurskoðun í lok febrúar voru drög að nýrri fjallskilasamþykkt send til umsagnar hjá viðkomandi sveitarfélögum. Á fundinn í dag voru svo boðaðir fulltrúar sveitarfélaganna til að kynna fyrir nefndinni ábendingar um það sem þeim þótti betur mega fara. Þetta var gagnlegur fundur og í framhaldi af honum mun nú nefndin gera sín lokadrög að nýrri fjallskilasamþykkt fyrir sveitarfélög við Eyjaförð og skila þeim svo til Eyþings. Hjalti kom með okkur heim, en hann kom frá Egilsstöðum á föstudagskvöldið og er búinn að vera hjá Sollu og Tómasi Leonard síðan. 27. mars 2010 ![]() Við Brói sömdum svo um að hann yrði hjá mér nokkra daga í vor, þegar Flögusauðburðurinn stendur sem hæst, eins og hann hefur oft verið. 24. mars 2010 ![]() Á fundinum fór Sigurður Þór Guðmundsson ráðunautur yfir og skýrði niðurstöður úr skýrsluhaldi fálagsmanna frá síðasta ári. Anna Guðrún Grétarsdóttir var með kynningu á fjarvis.is og hvatti félagana eindregið til að nota það í skýrsluhaldinu. Þau hérna í norðurendanum Margrét og Sigurður, hlutu verðlaunabikar félagsins fyrir hæst stigaða lambhrút í félaginu haustið 2009. Hrútur þessi hefur nú fengið nafnið Flosi og er númer 09-194, stigaðist hann uppá 87,5 stig. Hann er undan Hyrni 08-183, sem er undan Króki 05-803. Móðir Flosa er Gulla 05-515. Þetta mun hafa verið 1. aðalfundurinn í áratuga langri sögu félagsins, sem Ólafur G Vagnsson ráðunautur mætir ekki á og var þar skarð fyrir skyldi og ekki laust við að félugunum fyndist eitthvað vanta til að þetta gæti talist lögmætur fundur. 23. mars 2010 ![]() Við vorum nú samt þrátt fyrir veðrið að flytja ær til slátrunar í dag. Fórum með þær 16 ær, sem ekki fannst lamb í við fósturtalninguna í fyrradag, niður í Ytri-Bægisá til Stefáns Lárusar, en þangað á svo að sækja þær ásamt hans geldu ám, á morgun frá SAH Afurðum á Blönduósi. Þetta er nú einn af kostunum við að láta fósturtelja að geta strax losað sig við þær ær, sem engu koma til með að skila næsta haust. Einnig getur maður strax tekið frá þrílemdar ær og fóðrað þær, það sem eftir er meðgöngunnar í samræmi við þeirra fósturfjölda. Einlemdar er svo einnig gott að fóðra sér og það fremur knappt síðasta hluta meðgöngunnar til að burðurinn verði ekki of stór. 21. mars 2010 ![]() Það var mikið lið við talninguna þannig að það var 14 manns við hádegisverðarborðið að lokinni talningu. Stefán Lárus var hérna að hjálpa okkur og á eftir fórum við Gestur að aðstoða við talninguna hjá honum, sem kom ágætlega út t.d. var hann með 1,97 lömb eftir á með lambi. 20. mars 2010 Sameining Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar samþykkt Í dag fóru fram kosningar um sameiningu Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar. Á kjörskrá í Arnarneshreppi voru 126, þar af kusu 100, sem er 79,4% kjörsókn. Á kjörskrá í Hörgárbyggð voru 309, þar af kusu 162, sem er 52,4% kjörsókn. Í Arnarneshreppi greiddu 57 atkvæði (57%) með sameiningunni og 40 greiddu (40%) atkvæði gegn henni. Þrír seðlar voru auðir. Í Hörgárbyggð greiddu 149 atkvæði (92%) með sameiningunni og 12 greiddu (7%) atkvæði gegn henni. Einn seðill var auður. Sameining sveitarfélaganna var því samþykkt í þeim báðum. Gert er ráð fyrir að sameiningin taki gildi 12. júní nk. Frétt þessi er fengin af heimasíðu Hörgárbyggðar. Í dag kjósa íbúar Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar um sameiningu sveitarfélaganna. Verði sameining sveitarfélaganna samþykkt, er gert ráð fyrir að hún taki gildi strax í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna 29. maí nk., nánar tiltekið sunnudaginn 12. júní þegar umboð nýrrar hreppsnefndar byrjar. Af því leiðir að kosið yrði til hreppsnefndar í sameinuðu sveitarfélagi við sveitarstjórnarkosningarnar 29. maí nk. ![]() Kjörfundur í Hörgárbyggð vegna kosningarinnar er í Hlíðarbæ, í dag 20. mars kl.10:00 - 20:00. ![]() Eins og sjá má tók ég mynd af Sigrúnu, þegar hún var að skila atkvæðisseðlinum í kjörkassann og hafði kjörstjórnina með á myndinni. Hver veit nema þetta sé síðasta kjörstjórn Hörgárbyggðar? 15. mars 2010 ![]() Auk þess að vera hefðbundinn aðalfundur var þess minnst að í ár eru 25 ár liðin frá stofnun félagsins. Lagt var meira í dagskrá fundarins en venja er með aðalfundi, auk þess sem hestamannafélagið sá um veislukaffi handa fundarmönnum. Erindi fluttu: Sigurður Eyþórsson framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, sem fór yfir stöðuna á kjötmarkaðnum. Auðjón Guðmundsson markaðsstjóri Kjarnafæðis, sem sagði frá fyrirtækinu og fór yfir helstu þætti framleiðslu þess og stöðu þess á markaðnum. Þá talaði Logi A Guðjónsson annar eigandi prjónafyrirtækisins Glófa, hann sagði ögn frá sögu Glófa og framleiðsluvörum þess. Fram kom að gríðarleg eftirspurn hefur verið eftir vörum þess undanfarið, þær eru aðallega markaðssettar undir vörumerki VARMA. Þar má einkum nefna: sokka, vettlinga, húfur og trefla, einnig peysur og ýmsar annars konar flíkur. Undirritaður fór svo yfir aðdragandann að stofnun félagsins og frumbernskuár þess. Mér er þetta líklega manna best kunnugt, þar sem ég var formaður undirbúningsnefndar að stofnun þess og síðan fyrsti formaður félagsins. Að beiðni Birgis Arasonar formanns félagsins hef ég núna undanfarið unnið að gerð heimasíðu fyrir félagið. Birgir opnaði heimasíðuna á fundinum og ég sýndi svo fundarmönnum hana á skjávarpa. Heimasíðuna afhenti ég svo félaginu að gjöf í tilefni af 25 ára afmæli þess. Í heild var þetta fróðlegur og ágætur fundur, sem um 40 manns sóttu. Hér má sjá myndir frá fundinum. Hér er hægt að fara inn á nýju heimasíðuna hjá FSE. 14. mars. 2010 ![]() Áttum við ágætt spjall yfir kaffibolla. Óli sagði sögur frá tíma þeim er hann var vitavörður og veðurathugunarmaður á Hornbjargsvita og síðar landvörður þar á sumrin. Einnig bar trúmál á góma og ekki gleymdum við að ræða pólitíkina og fjármálahrunið, en þar vorum við Óli innilega sammála um orsakir og afleiðingar. Hvorugur okkar er sem sagt mikill aðdáandi markaðskerfis frjálshyggjunnar, eða hinnar óheftu gróðafíknar. Þess má svo geta að þótt Óli sé búinn að búa nokkuð lengi á Akureyri hefur hann ekki komið áður hér í fram Hörgárdalinn. Það var reyndar synd að það var svarta þoka þannig að skyggni var nánast ekkert. 12. mars 2010 ![]() 10. mars 2010 ![]() Í Hlíðarbæ var kynningarfundur um sameiningu Hörgárbyggðar og Arnarneshrepps, sem íbúar þessara sveitarfélaga eiga að kjósa um þann 20. mars nk. Fundurinn í kvöld var einkum ætlaður fyrir íbúa Arnarneshrepps, en annað kvöld verður svo samsvarandi fundur fyrir íbúa Hörgárbyggðar. þetta var nú ekki alveg bundið og máttu menn ráða á hvorn fundinn þeir mættu eftir hentugleikum hvers og eins. Framsögu höfðu Kristján Möller ráðherra sveitarstjórnarmála og Björn Ingimarsson ráðgjafi nefndarinnar, sem annast undirbúning að því að hægt verði að kjósa um sameininguna. Í nefndinni sitja fyrir Arnarneshrepp: Axel Grettisson og Jón Þór Brynjarsson og fyrir Hörgárbyggð: Helgi Steinsson og Birna Jóhannesdóttir. Framkvæmdastjóri nefndarinnar er Guðmundur Sigvaldason sveitarstjóri Hörgárbyggðar. Að loknum framsögum voru pallborðsumræður, þar sem fundarmönnum gafst kostur á að spyrja og rökræða við frummælendur og nefndarfólkið. Þar komu bæði fram sjónarmið þeirra sem eru hlynntir sameiningunni og einnig ákveðnar efasemdaraddir. Þetta var ágætur fundur þar sem um 70 manns nutu fróðleiks og gátu skiptst á skoðunum. Ekki má svo gleyma því að Kvenfélag Hörgdæla sá um kaffi og bakkelsi handa fundarfólki. Hér má sjá nokkrar myndir frá fundinum. Ég læt svo fylgja hér að neðan ávarp samstarfsnefndarinnar til íbúanna, sem birtist í kynningarbæklingi sem gefinn var út af nefndinni. Kæru sveitungar Á fundum hreppsnefnda Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar í nóvember 2009 var ákveðið að skoða hvort grundvöllur væri fyrir sameiningu sveitarfélaganna tveggja og var kosin samstarfsnefnd um málið, sbr. 90. gr. sveitarstjórnarlaga. Leitað var eftir samráði og samstarfi við Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og ráðuneyti sveitarstjórnarmála og áttu fulltrúar samstarfsnefndarinnar fundi með fulltrúum þessara stofnana. Að aflokinni þessari vinnu er það mat samstarfsnefndarinnar að það miklir hagsmunir séu í húfi að eðlilegt sé að leggja það í dóm íbúanna hvort ekki beri að sameina sveitarfélögin. Það er mat nefndarinnar að með sameiningu sveitarfélaganna megi bæta þjónustuna við bæði íbúana og atvinnulífið umtalsvert. Slíku má ná fram með tímabundnum framlögum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, með sparnaði sem hlýst af hagræðingu í yfirstjórn samfara sameiningu og með varanlegri hækkun sem verður á ákveðnum framlögum Jöfnunarsjóðs við sameiningu sveitarfélaganna. Þeim fjármunum sem þannig skapast yrði varið til að efla atvinnulífið, auðga mannlífið og styrkja almenna þjónustu við íbúana. Einnig má ætla að sameinuðu sveitarfélagi gangi betur að koma á nauðsynlegum samgöngubótum innan svæðisins auk þess sem baráttan fyrir ýmsum almennum hagsmunamálum yrði líklegri til árangurs í öflugri heild. Samstarfið við önnur sveitarfélög á Eyjafjarðarsvæðinu um ýmis mál, s.s. byggingaeftirlit, félagsog skólaþjónustu, rekstur hafna og öldrunarmál, hefur verið með ágætum og er ekki ástæða til að gera á því breytingar við mögulega sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Samstarfsnefndin leggur það í dóm kjósenda hvort sveitarfélögin verði sameinuð eða ekki. Það er mat nefndarinnar að með sameiningu skapist leiðir til að efla og bæta samfélagið og því leggur hún til að tillaga um sameiningu sveitarfélaganna verði samþykkt. Samstarfsnefndin Hér má sjá bæklinginn í heild. ![]() 6. mars 2010 ![]() Ég treysti sem sagt þeim Steingrími og Jóhönnu fullkomlega til að leiða þetta óheilla Icesave-málið til lykta, en minni á að það voru ekki þau sem skópu það. Það gerðist í valdatíð þeirra flokka sem fyrir fara nú Bjarni Benidiktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Það má aldrei gleymast! Því er það svo að ég myndi aldrei treysta þeim einu sinni fyrir svo litlu að vísa mér á kamarinn!!! Það virðist samt svo að þjóðin ætli að fara að ráðleggingum þeirra í þessarri þjóðaratkvæðagreiðslu og þá verður bara að reyna að vinna úr því eins og öðrum óheillaverkum. Það er nóg óorðið sem útrásarglæpamennirnir í skjóli frjálshyggjunnar eru búnir að koma á Íslendinga, þótt íslenska þjóðin bætist ekki þar við með því að axla ekki ábyrgð á lélegu eftirliti með augljósum fjárglæframönnum. 2. mars 2010 ![]() Vegna umræðu undanfarið um ástand, sem fólk verður að búa við á Ströndum, það er í Djúpuvík og Trékyllisvík, verður að segja að það eru ekki aðeins mannréttindi að allir búi við eins öruggar samgöngur og kostur er, heldur er það ótvírætt öryggisatriði. Það getur hæglega kostað mannslíf að hafa allt ófært af þeirri ástæðu einni að sé verið að spara peninga. Á ekki að vera jafnrétti í þjónustu? Allavega eru allir jafnir fyrir skattheimtu, hvar sem þeir búa á landinu. Flettingar í dag: 10 Gestir í dag: 3 Flettingar í gær: 56 Gestir í gær: 9 Samtals flettingar: 128560 Samtals gestir: 27678 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:12:58 |
clockhere Staðarbakki Nafn: Guðmundur Skúlason & Sigrún FranzdóttirFarsími: 846 1589/615 1949Tölvupóstfang: drangi@simnet.isAfmælisdagur: 21. okt. og 6. febr.Heimilisfang: StaðarbakkiStaðsetning: HörgársveitHeimasími: 462 6756Um: Við erum bændur á Staðarbakka og búum þar með sauðfé.Bankanúmer: 1187-26-10528Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is