Velkomin á heimasíðu Guðmundar og Sigrúnar Staðarbakka Hörgársveit |
|
Fréttir febr. 2010 28. febr. 2010 ![]() Í fyrrakvöld kom Guðmundur á Þúfnavöllum í heimsókn og gátum við tekið ágæta brýnu um þjóðmálin, vorum ekki sammála um nokkurn skapaðan hlut fremur venju. En að vanda slíðruðum við sverðin og tókum upp léttara hjal yfir veitingum hjá frúnni og gripum að því búnu í Hrútaspilið með Gesti H. en hann er búinn að vera hér síðan á föstudag, en fór svo aftur í dag. ![]() 26. febr. 2010 ![]() 23. febr. 2010 ![]() Myndina fengum við senda frá Slagelse, þar má sjá afmælisbarnið, að halda upp á afmælið með vinum sínum í leikskólanum. 21 febr. 2010 Þá hefur enn einn Þorrinn runnið sitt skeið á enda og Góa gengið í garð og eins og hennar venja er með sínum árvissa konudegi. Vonandi fer hún mildum höndum um mann veðurfarslega líkt og bróðir hennar Þorri er búinn að gera. Í gamalli þjóðtrú segir: ,, Grimmur skal Góudagur fyrsti, annar og þriðji, þá mun Góa góð verða" ![]() Konan fékk sinn konudagsblómvönd eins og vera ber, en líkt og vanalega var hann ekki frá bóndanum, enda hefur hann ekki lagst í blómabúðaráp undanfarið frekar en endranær. En er ekki annars sama hvaðan gott kemur? ![]() Það gerði gríðarlega dimm él í dag eins og sjá má á þessum myndum, en það var algert logn og því í raun ágætis veður. ![]() 18. febr. 2010 ![]() Hér eru nokkrar myndir. 16. febr. 2010 ![]() Það er snjór og hálka hér, en strax þegar kemur vestur fyrir Öxnadalsheiði er nánast snjólaust, svona grátt í rót og sums staðar rúmlega það. Meðfylgjandi mynd er úr myndasafni mínu og er því ekki að sína snjóleysið á Blönduósi núna. 11. febr. 2010 ![]() Þetta var auglýst síðasta sýning í höfuðstað norðurlands og því ekki seinna vænna en að skella sér. Þetta er ágætis mynd, en að mínu mati síðri en báðar þær myndir, sem ögn er fléttað inn í hana úr fortíðinni, sem eru: ,,79 á stöðinni" og ,,Börn náttúrunnar". Ágæt skemmtun enga að síður. .... ![]() 10. febr. 2010 ![]() Á myndinni má sjá nefndina að störfum. 8. febr. 2010 ![]() ![]() Talsvert frost hefur verið undanfarið. Hér má sjá Einhamarsfoss í fallegri klakabrynju. ![]() Svona skreyta álfarnir heimkynni sín í froststillum vetrarins. ![]() Flögu-ærnar á heimleið til að grípa í tugguna sína og njóta góðviðrisins. 6. febr. 2010 ![]() ![]() 5. febr. 2010 Í dag fór ég á fund í nefndinni sem er að endurskoða fjallskilasamþykktina fyrir sveitarfélög við Eyjafjörð. Við vorum núna að byrja að fara yfir hana grein fyrir grein og gera þær breytingar sem við töldum ástæðu til. Við ætlum svo að koma saman aftur miðvikudaginn 10. nk. 2. febr. 2010 Ég fór á stjórnarfund í SAH, sem haldinn var á Greifanum á Akureyri. Þar var verið að fara yfir fyrstu drög að afkomu síðasta árs og ræða um framtíðarhorfur í rekstri félagsins. Flettingar í dag: 10 Gestir í dag: 3 Flettingar í gær: 56 Gestir í gær: 9 Samtals flettingar: 128560 Samtals gestir: 27678 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:12:58 |
clockhere Staðarbakki Nafn: Guðmundur Skúlason & Sigrún FranzdóttirFarsími: 846 1589/615 1949Tölvupóstfang: drangi@simnet.isAfmælisdagur: 21. okt. og 6. febr.Heimilisfang: StaðarbakkiStaðsetning: HörgársveitHeimasími: 462 6756Um: Við erum bændur á Staðarbakka og búum þar með sauðfé.Bankanúmer: 1187-26-10528Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is