Velkomin á heimasíðu Guðmundar og Sigrúnar Staðarbakka Hörgársveit |
|
Fréttir febr. 2009 27. febr. 2009 ![]() 23. febr. 2009 ![]() Amma og afi senda þessum unga námsmanni sínar bestu afmæliskveðjur og óska honum Guðs blessunar um ókomin ár. ![]() Við sendum okkar góðu vinkonu Rögnu Hugrúnu Kristjánsdóttur okkar innilegustu afmæliskveðju! Hvernig væri nú að við drifum okkur á ball fljótlega? ![]() Undir kvöld batnaði veðrið, en það var búið að vera nokkuð dimmur hríðarhraglandi fram eftir degi. Svo var vegurinn hreinsaður þannig að við stóðumst ekki mátið og fórum í afmælisveislu til Rögnu í kvöld. Það var mjög gaman og hittum við þar síðstu gestina, en margir voru farnir sem höfðu komið til hennar í dag. Ég smellti meðfylgjandi mynd af þeim vinkonum, sem báðar hafa nú fyllt ákveðinn tug æviára sinna með stuttu millibili. Hér eru nokkrar myndir sem teknar voru í afmælinu: http://album.123.is/?aid=136729 22. febr. 2009 konudagur ![]() Það er nú svo að óláns kreppan setur sitt mark á þennan dag eins og allt annað í þessu þjóðfélagi nú um stundir. En blessuð konan varð nú samt að fá sinn koss og að sjálfsögðu sinn vönd í tilefni dagsins. En nú þarf að gæta aðhalds og sparnaðar, því tók ég til þess ráðs, þegar við vorum að hára ánum í morgun, að gera smá vönd handa konunni úr heyi, já eða stráum. Maður kaupir jú strá dýrum dómi í blómabúðum, engu betri en þau sem maður á sjálfur. Vöndinn má svo hæglega endurnýta með því að fara með hann aftur í fjárhúsin að afloknum konudeginum og gefa ánum hann. Ef þetta er ekki hagsýni og að meira segja umhverfisvæn, þá veit ég ekki hvernig hún á að birtast. Byr Sparisjóður og Páll Óskar blikna nú hreinlega í samanborið við þetta. 17. febr. 2009 ![]() ![]() 13. febr. 2009 Þegar ég var að fást við minn vírus, sem var að angra mig í desember, þurfti ég að fara nokkrar ferðir á Sjúkrahúsið á Akureyri, til að hægt væri að finna út hvað ylli mínum krankleika. Þar kom að konurnar í afgreiðslunni á sjúkrahúsinu, voru farnar að kenna svo í brjóst um mig fyrir að þurfa að greiða himinháa reikninga fyrir hvert skipti að þær bentu mér á að fara í umboð Sjúkratrygginga og fá þar endurgreiðslu því ég væri áreiðanlega kominn langt upp fyrir þá fjárhæð sem hver og einn ætti að greiða. Þetta gerði ég svo að afloknum áramótum og kom þá í ljós að ég átti rétt á nokkrum krónum í endurgreiðslu og hefði líka átt rétt á afsláttarkorti, ef þetta hefði ekki staðið svo óheppilega af sér að þessi útgjöld féllu til í lok ársins, en um áramót hefst nýtt kortatímabil í þessu kerfi. Hélt ég nú að þessu máli væri lokið, en svo reyndist nú ekki vera. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd barst mér bréf frá Sjúkratryggingum Íslands, dagsett 5. febrúar 2009. Innihald þess var eitt stykki Afsláttarkort, ekkert annað kom úr þessu umslagi. Á kortinu stendur: " Kort þetta veitir rétt til heilbrigðiþjónustu gegn lægra gjaldi í samræmi við gildandi reglugerðir á hverjum tíma" Gott er nú það, ég hef þá misskilið þetta eitthvað kortið gildir þá bara um aldur og ævi manns, en gildistími þess miðast ekki bara við stakt almanaksár. En snú og eins og sjá má á bakhlið kortsins er gildistími þessa Afsláttarkorts 31.12.08. til 31.12.08. En var kortið ekki póstlagt, 05.02.09. ha!! Eftir stendur þá spurnigin: Hvernig átti ég að nýta mér þetta Afsláttarkort þennan eina dag sem það var í gildi?? Spyrja má: Er virkur sparnaður á réttum stöðum í KERFINU?? Og er ekki allt í lagi með þetta fólk sem afgreiðir hlutina á þennan hátt?? Sjá meðfylgjandi gögn hér að neðan.![]() ![]() ![]() 9. febr. 2009 ![]() 6. febr. 2009! Hún á afmæli í dag!!!! ![]() Laust fyrir miðja síðustu öld fæddist hjónunum Franz Þorsteinssyni og Guðlaugu Sigurjónsdóttur þessi undurblíða hnáta, í snjóaþorpinu Dalvík og þar ól hún sína frumbernsku. Þaðan lá leiðin til höfuðstaðar norðurlands Akureyrar, þar sem æskan með til heyrandi skólagöngu og vinnu var tekin út alveg fram á manndómsár. En þá lá leiðin til Gautaborgar með eiginmanninum Þórhalli Pálssyni og frumburðinum Sólveigu Elínu, þar leit svo dóttirin Auður María dagsins ljós. Egilsstaðir varð svo næsti áfanginn á lífsins leið og þar kom örverpið Hjalti í heiminn. Hringnum var svo lokað þegar flutt var aftur til Akureyrar með börnin þrjú, eftir skilnað. Eftir stutta viðdvöl þar fannst í skjóli hárra fjalla framtíðar hreiður inn í miðjum Tröllaskaga, sem hefur dugað nokkuð vel og var staðfest með brúðkaupi fyrir einu og hálfu ári síðan. Ég bið afmælisbarninu Guðs blessunar um öll ókomin ár, um leið og ég þakka gæfuríka samfylgd, sem vonandi á eftir að endast okkur um alla framtíð. 4. febr. 2009 ![]() En það er nú svo að jafnvel vel meint góðverk geta á augabragði snúist í glópsku eða jafnvel ótrúlegt axarskaft. Þessari innkaupaferð lauk eins og öllum öðrum, við hjónakornin komum heim og ég fór að þrælast í gegnum póstinn, sem borist hafði þann daginn (ekkert smáverk það) á meðan konan gekk frá kaupstaðarvarninginum. En nú dró allt í einu ský fyrir sólu eða upp úr þessari spurningu konunnar. "Hvað varst þú að kaupa?" Mig renndi strax í hug hvað væri og svara hróðugur yfir að hafa nú loksins látið eitthvað að viti í körfuna að eigin frumkvæði. "Forrétt". En þá dynur alvaran yfir. "Er ekki allt í lagi með þig?". Heyrist nú frá konunni og ég heyri að henni er nokkuð niðri fyrir. Það er líklega best að tala varlega, ég manna mig þó upp í að segja. "Jú það held ég" Og nú kemur skýringin á þessari yfirheyrslu. "Sástu ekki hvað þetta kostar?" Ég veit alveg upp á mig sökina, annað en blessuð frúin mín, sem hefur mjög gott verðskyn og getur munað verð á hinu og þessu svo vikum og jafnvel mánuðum skiptir. Þannig að þegar hún rak framan í nefið á mér þennan "Forrétt" sem ég ætlaði að vera svo sniðugur að kaupa upp á mitt eindæmi og sýndi mér á greinargóðum miða allt um verð þessarar kostavöru. Lái henni hver sem vill eftir að hafa skoðað meðfylgjandi myndir þar sem má sjá allt um "Forréttinn" og þar með verðlagningu hans. En þótt mér finnist þetta opinbera það, að ég hafi ekkert fjármálavit eygi ég þó smá glætu í svartnættinu um að ég kunni að fá uppreisn æru. Næsta haust ætla ég semsé að leggja inn ærnar mínar fyrir himinhátt verð, en láta lambagrislingana lifa í staðinn, enda verðlausir hvort sem er miðað við mæðurnar. Hver veit nema ég fari nú loksins að græða fé...?!!! ![]() 3. febr. 2009 ![]() Það er bjart og fagurt veður í dag en nokkuð svalt, 12° frost um hádaginn. Í morgun þegar sólin var farin að gylla fjallatoppana bar fyrir augu þessa sérkennileg náttúrumynd, þar sem mátti sjá skugga af Dranga og Drangakistu í Flögukerlingunni. Þessi fjöll eru í svipaðri hæð yfir sjó, Flögukerlingin þó nokkru hærri. Nú styttist óðum í að sólin nái að skína hingað heim að bæ, en það á að gerast 6. febrúar ef Guð gefur þá heiðríkju. 1. febr. 2009. ![]() ![]() ![]() Flettingar í dag: 10 Gestir í dag: 3 Flettingar í gær: 56 Gestir í gær: 9 Samtals flettingar: 128560 Samtals gestir: 27678 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:12:58 |
clockhere Staðarbakki Nafn: Guðmundur Skúlason & Sigrún FranzdóttirFarsími: 846 1589/615 1949Tölvupóstfang: drangi@simnet.isAfmælisdagur: 21. okt. og 6. febr.Heimilisfang: StaðarbakkiStaðsetning: HörgársveitHeimasími: 462 6756Um: Við erum bændur á Staðarbakka og búum þar með sauðfé.Bankanúmer: 1187-26-10528Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is