Velkomin á heimasíðu Guðmundar og Sigrúnar Staðarbakka Hörgársveit |
|
Fréttir jan. 2009 31. jan. 2009 Í kvöld blóta Hörgdælingar þorrann að Melum. Við óskum sveitungum okkar góðrar skemmtunar og vonum að blótið fari fram með menningarbrag að vanda. Við verðum fjarri góðu gamni enda er ég aftur lagstur flatur í rúmið með pest. 30. jan. 2009 Þær frænkur Guðrún Margrét (1.jan.) og Margrét (27.jan.) urðu báðar 8 ára núna í janúar og að venju buðu þær okkur í afmælin sín. En vegna veikinda minna komumst við í hvorugt afmælið, en Margrét hélt upp á sitt afmæli í dag. Við sendum þeim frænkum okkar bestu afmælisóskir og látum fylgja með þessar fallegu myndir af þeim frá því í sumar sem leið, við sína uppáhalds iðju, sem er eitthvað að bardúsa við hrossin. ![]() ![]() 17. jan. 2009 ![]() Á eftir áttum við svo ágætis kvöld hjá mæðginunum í Ránargötunni og var Tómas Leonard spilandi fjörugur langt fram á kvöld. 14. jan. 2009 ![]() Veður var stillt og vægt frost. Snjór á jörðu er rösklega fet. 13. jan. 2009 ![]() Það er af veikindunum að frétta að þau eru heldur að láta undan síga, þótt vírusinn hafi nú ekki alveg yfirgefið mig og ég sé dálítið slappur enn þá. 12. jan. 2009 ![]() 8. jan. 2009 ![]() Nú er hann Lappi minn allur og var grafinn í blómagarðinum í dag. Hann var úrvalshundur bæði sem fjárhundur og ekki síður sem félagi manns og vinur. Hvað fjárhundinn Lappa varðar var hann greindur og gerði margt vel t.d. að handsama brjálaðar fjallafálur, en það sem kann að hafa mátt að honum finna verður fyrst og fremst að skrifa á húsbónda hans, sem ekki var nógu góður að kenna honum. Já, við Lappi minn vorum búnir að fara saman margar ferðirnar hér um afréttina í blíðu og stríðu og það fylgdi því ávallt mikil öryggiskennd að hafa hann sér við hlið og vera þess fullviss að hann lét ekki kindur sleppa, sem yrðu á okkar vegi. Lappi kom hingað til okkar frá sínum fæðingarstað, Hæl í Flókadal í mars 1997, þriggja mánaða gamall. Samfylgdin er því orðin hartnær 12 ár og það er nú svo að fáa vini á sauðfjárbóndinn betri en hundinn sinn, enda samveran mikil við nánast öll bústörf, hvort sem það voru smalamennskur, girðingarvinna, skítmokstur, gegningar, heyskapur, sauðburður eða hvað annað. Alltaf var Lappi á næsta leiti að fylgjast með, þótt hann hafi nú vafalaust haft mismikinn áhuga á hinum ýmsu störfum, mestan þar sem beint var verið að fást við sauðkindina. Það er því svo, þegar ég kveð hann Lappa minn er ég ekki bara að kveðja hundinn minn, heldur einnig mjög góðan félaga og vin og svo er einnig um annað heimilisfólk t.d. voru Hjalti og Lappi miklir vinir. Lappi minn hafðu okkar bestu þökk fyrir samfylgdina. Myndir af Lappa: http://album.123.is/?aid=1317177. jan. 2009 ![]() Það hefur nú löngum þótt góðsviti að lítill sé skammdegisgaddurinn. 1. jan. 2009 Megi góður Guð gefa Íslendingum farsæld á nýbyrjuðu ári ![]() og visku til að vinna sig út úr vitfirringu undangenginna ára. Flettingar í dag: 10 Gestir í dag: 3 Flettingar í gær: 56 Gestir í gær: 9 Samtals flettingar: 128560 Samtals gestir: 27678 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:12:58 |
clockhere Staðarbakki Nafn: Guðmundur Skúlason & Sigrún FranzdóttirFarsími: 846 1589/615 1949Tölvupóstfang: drangi@simnet.isAfmælisdagur: 21. okt. og 6. febr.Heimilisfang: StaðarbakkiStaðsetning: HörgársveitHeimasími: 462 6756Um: Við erum bændur á Staðarbakka og búum þar með sauðfé.Bankanúmer: 1187-26-10528Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is