Velkomin á heimasíðu Guðmundar og Sigrúnar Staðarbakka Hörgársveit

Fréttir des. 2008

    31. des. 2008


                         Nú árið er að líða í aldanna skaut!
Áramótin sprengd
Við á Staðarbakka óskum gleðilegs árs, með þökk fyrir það sem er að líða. 

    24. des. 2008

                                                Hátíð fer að höndum ein!
Staðarbakki í jólabúningi

                

    
    22. des. 2008

  Nú er farið að styttast mjög í blessuð jólin. Við hjónakornin brugðum okkur í jólatúrinn til höfuðstaðar norðurlands í dag. Þetta er nú mun seinna en við höfum haft að venju, en heilsufar húsbóndans hefur verið mjög bágborið og er enn, en það varð annað hvort að drífa sig núna eða sleppa öllum jólainnkaupum fyrir þessi jól. Þetta tókst nú bærilega þótt maður væri orðinn ansi framlágur þegar heim var komið. Í kvöld kom svo Hjalti okkar í jólafrí akandi á sínum gamla Ford Bronco frá Egilsstöðum. Gestur er enn hjá okkur og hugsar um búsmalann, enda ekki líkur til annars en vírusinn hrjái húsbóndann enn um sinn. 


    17. des. 2008

  Eins og  hefur mátt sjá, hefur lítið líf verið með þessari heimasíðu síðustu vikurnar. Það kemur nú ekki til af góðu. Húsbóndinn á þessu heimili og aðalskrásetjari heimasíðunnar tók upp á því í lok nóvember að veikjast með talsvert miklum hita og hefur þetta ástand varað óslitið síðan, en virðist nú fyrst í gær og dag vera að lagast örlítið. Búið er að fara 3 ferðir á sjúkrahúsið á Akureyri í alls konar rannsóknir, en það var ekki fyrr en í síðustu ferðinni sem var í gær, að upplýstist  að orsökin væri sjaldgæft vírusafbrigði, sem ekkert er hægt að gera við annað en liggja og fara vel með sig og bíða eftir því að líkaminn vinni bug á vírusnum. 
  Á meðan á þessu hefur staðið hefur okkar ágæta hjálparhella Gestur Hauksson bjargað okkur eins og oft áður og séð um búverkin að mestu leyti. Fleiri hafa þar líka komið að, enda var eftir að rýja féð þegar þetta dundi yfir. Um rúninginn sá auk Gests, Tómas Valdimarsson og þá aðstoðuðu Guðmundur á Þúfnavöllum og Anton frændi. Anton hefur nú aðstoðað við ýmislegt fleira t.d. var hann í dag að hengja upp jólaljósin úti, þannig að það er að verða nokkuð jólalegt. Læt þetta duga að sinni.

  Á jólaföstu 2007 náðust nokkrar myndir af jólasveini, sem kom til byggða héðan framan dalinn. Hér er beinn tengill inn á þessar myndir ef börn hefðu gaman af að skoða þær: http://album.123.is/?aid=72869

Jólasveinn á leið til byggða


    3. des. 2008

Skaðvaldur og Hjalti 1990  Í dag á hann Hjalti okkar afmæli. Hann er nú orðinn talsvert eldri en myndin gefur til kynna, því hún er tekin 1990 þar sem hann er að leika við sinn góða vin Skaðvald. Við sendum honum okkar bestu afmæliskveðjur austur á Egilsstaði, en þar hefur hann alið manninn síðustu árin, en kemur til okkar um jól og páska, þannig að nú erum við löngu farin að hlakka til að fá hann heim um komandi jól.

Flettingar í dag: 114
Gestir í dag: 60
Flettingar í gær: 403
Gestir í gær: 132
Samtals flettingar: 108224
Samtals gestir: 24359
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:49:24
clockhere

Staðarbakki

Nafn:

Guðmundur Skúlason & Sigrún Franzdóttir

Farsími:

846 1589/615 1949

Afmælisdagur:

21. okt. og 6. febr.

Heimilisfang:

Staðarbakki

Staðsetning:

Hörgársveit

Heimasími:

462 6756

Um:

Við erum bændur á Staðarbakka og búum þar með sauðfé.

Kennitala:

211051-4509

Bankanúmer:

1187-26-10528

Tenglar