Velkomin á heimasíðu Guðmundar og Sigrúnar Staðarbakka Hörgársveit |
|
Fréttir okt. 2007 30. okt. 2007 ![]() Meðfylgjandi mynd tók ég núna áðan úr eldhúsglugganum. Í kvöld kláruðum við að færa í Fjárvis og sendum til Bændasamtakanna, þannig að fjárbókhaldið ætti að geta farið að malla þar í gegnum uppgjörið. 25. okt. 2007 ![]() Á myndinni má sjá þegar verið var að hræra upp í síðustu krónni. 23. okt. 2007 ![]() Í morgun birtust þessir sjaldséðu gestir í blómagarðinum við íbúðarhúsið. Þessar tvær fallegu rjúpur spókuðu sig þarna í garðinum dá góða stund og virtust bara mjög spakar. 16. okt. 2007 ![]() Í dag fórum við Sigrún á Blönduós ásamt Gesti í Þríhyrningi. Það var verið að slátra frá okkur 155 lömbum og 57 fullorðnum ám. Útkoman var eilítið lakari en úr fyrri slátrununum, en þó bara nokkuð góð. Meðalvigt var 16,2 kg. gerðarmatið 10,42 og fitumatið 7,33. Á eftir fórum við í skoðunarferð fram í Svartárdal. Það hefur lengi staðið til, en ekki komist í verk fyrr en nú. Einkum langaði mig til að sjá Stafnsrétt, en hún er með stæstu fjárréttum á landinu. Á myndinni er Gísli sláturhússtjóri SAH á skrifstofunni sinni. 8. okt. 2007 Ég fór á stjórnarfund í Sölufélagi Austur-Húnvetninga, sem haldinn var á Blönduósi í dag. Það var gaman að fara þangað í glampandi haustsólinni. 7. okt. 2007 Í dag voru allar ærnar reknar inn út í Flögu og merkt við í fjárbókinni hverjar væru mættar og skoðað undir þær allar hvort væri í lagi með júgrin á þeim. Veturgamlar- og sláturær voru teknar úr og reknar hér heim, en hinar eiga að vera í Flögu, þar til farið verður að hýsa þær. 5. okt. 2007 ![]() Þá er hann Tómas Leonard orðinn eins mánaðar. Hér er hann með henni móður sinni. Hann er pattaralegur drengur og dafnar vel, orðinn 4.045 gr að þyngd og 54 cm á lengd. Búið að togna úr þeim stutta um 6 cm. VÁ. ![]() Í dag voru skoðaðir um 60 lambhrútar hér á bæ, þar af áttum við Sigrún 35. Ólafur G Vagnsson stigaði hrútana og Rafn Arnbjörnsson sá um ómskoðun. Allmargir bændur og áhuga menn um sauðfjárrækt komu til að fylgjast með og til að kaupa hrúta og voru nokkrir hrútar seldir í dag og búið er að biðja um nokkra til viðbótar. Útkoman úr skoðuninni var mjög góð. Nú er blaðið yfir lambhrútaskoðunina komið hér inn á heimasíðuna, þannig að þeir sem hafa gaman og/eða áhuga fyrir að kynna sér það geta séð það undir: Sauðfjárbúskapurinn - Lambhrútaskoðun 2007 ![]() Þetta er lambhrútur númer 678 sem stigaðist hæst , undan Krók 05-150 og Biðu 04-472. Hann vó 46 kg. Úr ómskoðun voru tölurnar 30 - 3 - 4+. Legglengd er 104 mm. Og stigaðist þannig: 8,0-9,0-9,0-9,0-9,5-19-9-8-8- = 88,5 stig. Þessi stigun mun vera með því al hæsta sem þekkist hér á landi, þannig að þessi hrútur ætti að vera algjör gull moli. Þess má geta að hann er seint borinn, fæddur 4. júní. Flettingar í dag: 32 Gestir í dag: 16 Flettingar í gær: 62 Gestir í gær: 23 Samtals flettingar: 128826 Samtals gestir: 27769 Tölur uppfærðar: 5.4.2025 17:40:14 |
clockhere Staðarbakki Nafn: Guðmundur Skúlason & Sigrún FranzdóttirFarsími: 846 1589/615 1949Tölvupóstfang: drangi@simnet.isAfmælisdagur: 21. okt. og 6. febr.Heimilisfang: StaðarbakkiStaðsetning: HörgársveitHeimasími: 462 6756Um: Við erum bændur á Staðarbakka og búum þar með sauðfé.Bankanúmer: 1187-26-10528Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is